Lumby Cottage matjurtagarðurinn,,,,

VorboðinnÞað er loksins komið vor í Lumby Cottage, ég fullyrði það að þessu sinni,, þó svo að enn sé ekki kominn vorhiti hér þá er komin lykt í loftið sem lýgur ekki, það er komið vor, allstaðar má sjá merki þess að náttúran er að taka við sér, og þá sérstaklega litlu gulu blómin sem spretta um alla lóðina en verða farin áður en mánuðurinn er búinn,, þetta eru vorboðarnir hér í Lumby Cottage og nú eru hænurnar mínar loksins búnar að finna hamingjuna á ný eftir að unghönunum fjórum var slátrað í febrúar og eru farnar að færa mér hamingjuegg, 8 stykki á dag og er heimilisfólkið að drukkna í eggjum og þarf að finna nýjan og nýjan gómsætan eggjarétt daglega, annars hefur Smábóndinn náð að drýgja tekjurnar aðeins með eggjasölu og má segja að slegist sé um eggin í vinnunni, hænurnar eru svo sannarlega Free Range þar að auki, því það fyrsta sem ég geri hvern morgun er að sleppa þeim út og það er án girðingar svo þær mega fara þangað sem þær vilja, þær velja að vera sem mest á skógarbotninum sem umlykur part af húsinu og á mörkum lóðarinnar og það er stórkostlegt að sjá þær inná milli hænurnartrjánna í sínu náttúrulega umhverfi,  það veldur reyndar Smábóndanum örlitlum áhyggjum hvað þær dvelja mikið inná nágrannalöndunum þar sem þær róta og leyta að skordýrum til að éta, það hefur þó enginn komið og kvartað enn, og það síðasta sem Smábóndinn gerir áður en hann leggst sjálfur á koddann á kvöldin er að loka kofanum þeirra svo þær sofi rólegar og lausar við herra Ref. 

 En það er partur af vorverkunum hjá öllum góðum smábændum að laga til í matjurtagarðinum, síðasta ár var skemmtilegt í garðinum en reynsluleysi Smábóndans gerði honum erfitt fyrir vegna illgresis og endalausrar baráttu við sniglana, mér tókst þó að fá frábæra baunauppskeru sem og púrrulauk, en það var ekki mikið meira en það, að þessu sinni er stefnan sett á Zuccini, chili, tómata, baunir, kryddjurtir, gsáninginulrætur, púrru og fleira sem mér dettur í hug síðar, Smábóndinn hefur því verið útí garði þessa helgina og snúið beðunum við, bætt á þau mold og hænsnaskít, hellulagt og setti svo yfir jarðvegsdúk sem á að drepa allt illgresi sem gæti komið,  auk þess hefur Smábóndinn og Frú Smábóndi verið dugleg við að sá í potta til að setja út þegar hitinn verður aðeins meiri, nú þegar er búið að sá Zuccini, chili, tómötum, baunum, oregano, persilju, kóríander, timjan og fleira, þetta fær nú smá forskot á vorið sem er að koma og þegar hitinn verður kominn yfir 10 gráður á hverjum degi, fer þetta út í beðin,  Það er líka draumur að í sumar eignist ég gróðurhús, en við verðum að bíða og sjá hver fjárhagurinn verður.  Annars bíður Smábóndans skemmtilegt sumar, nóg af grænmeti, ég fæ tækifæri til að búa til Sveskjur, egg allt sumarið og vonandi líta nýjir kjúklingar dagsins ljós svo ég hafi meira af Lumby Cottage Free Range kjúklingi í pottinn seint í haust. 

 

kveðja Smábóndinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband