Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Matur fyrir Míu óþekku.

Mía mínÁ miðvikudögum er ég heimavinnandi húsfaðir, og Herborg lætur mig alveg finna fyrir því á þessum dögum því þá á ég að gera allt.  Hún heldur að á miðvikudögum sé hún í fríi.  Allavega erum við Mía saman á miðvikudögum og í dag vöknuðum við seint, klukkan hálf tólf, þegar Herborg var farin í skólann leiddist mér svo ég fór að elda,  skoðaði ískápinn og fann ýmisleg skemmtilegt,  ég bjó til grænmetisrétt sem ég vona að verði góður í kvöld.  Hann er svona:

 

Sósa:  

Þrjú hvítlauksrif smátt sneidd og mýkt á pönnu.  fínt niðurskorinn chili eftir smekk. Ein dós niðursoðnir tómatar og hellingur af ferskum kóríander sett útí.  Salt og pipar.

 

grænmeti:

 

skar eggaldin niður í þunnar sneiðar og steikti í olíu.  

skar rauða papriku niður í þunnar sneiðar og steikti í olíu.

guacamole skorið niður í þunnar sneiðar.

Nýrnabaunir (sem hafa verið í vatni síðan í gær)

 

samsetning:

 

raða eggaldin í botninn á eldföstu móti,  kryddaði með arabikum, svo gvakamóle yfir það, svo papriku yfir það, svo nýrnabaunum skatterað þar yfir, svo sósan og svo sáldraði ég gráðosti og brie osti yfir.

 svo er það annað nákvæmlega eins lag, fyrst eggaldin, svo gvakamóle (finnst fínt að hafa íslenskuna eins og þetta er sagt) svo papríka, svo baunir, svo sósa svo gráðostur, svo brie ostur og svo yfir það venjulegur ostur að eigin val.

 

Þetta sóttist seint í dag þar sem frúin litla var ekki á því að þetta væri skemmtilegt, þrátt fyrir að hafa fengið tóma kókflösku til að leika með.  Þurfti að svæfa hana í millitíðinni.  Ég setti þetta áðan í ofninn og ætla að láta þetta malla á 100 gráðum í svona klukkutíma því baunirnar voru ekki alveg tilbúnar.  læt svo vita hvernig fór, en mig vantar salat og gott brauð.  Líka hvítvín.

 

Síðar sama dag ,,, la l ala lala ll a al al a 

Já,, maturinn er semsagt geðveikur,  Jón Atli , Laufey, Daníella og Álfrún komu,, horfðum á leikinn og borðuðum,, þetta er geggjaður réttur sem ég ætla að skíra

 óþekka Mía.

kveðja Daði 


Grillað í frostinu.

Torfi á ÚlfarsfelliÍ dag var ótrúlega fallegt verður,  ég vaknaði snemma og gekk á Úlfarsfellið með Torfa vini mínum og ljóðamanni.  Við ræddum krufum heimsmálin, rifumst um ljóðskáld og ræddum Te.  Ótrúlegt hvað maður hugsar skýrt í sól og frosti.  Á leið á fjallið hringir síminn og það er Herborg að tjá mér að við eigum von á fólki í mat.  Jón Atli og Laufey ásamt dætrum.  

Úlfarsfell er ekki mikið fjall enda fell.  Það var ánægjulegt að sjá fimm rjúpur þarna en óánægjulegt að þurfa að hlusta á mótorhjólamenn þeysa þarna um allt, en ég nenni ekki nöldra. 

Í frostinu ákvað ég að grilla, fór í Pétursbúð að kaupa kol sem ekki voru til, það er sjaldan sem þessi snilldarbúð bregst mér en þeim fyrirgefst þar sem það er "off season"  Maturinn var sem hér segir

 

tveir kjúklingar niðurbútaðir.

kjúklingurinn er marineraður í ólífuolíu, salt, pipar, hvítlauk, sítrónu, og smá mexican kryddi.

Bökunarkartöflur skornar í báta og dressaðar með hvítlauk, rósmarín og olíu.  settar í fólíu og á grillið.  

salatið var ruccola með perum, ráðosti og ristuðum furuhnetum.  Drukkum kók með þessu.

 

Svosem ekki merkileg matseld, en mæli með því að grilla í frostinu.

 

kveðja Daði 


Partízone grænmeti

Á laugardagskvöldum hlusta ég á Partízone ef ég man eftir því, enda vandfundinn jafn frábær þáttur í útvarpi. Í gamla daga lá ég á sófanum en í dag eftir að ég varð svona stilltur verð ég að gera eitthvað eins og að elda.  Ég er búinn að vera á vakt um helgina og í gær var frekar mikið að gera.  var síðan kallaðu út aftur eftir að ég var kominn heim til að sinna fjallgöngumanni sem datt á hausinn og braut í sér tennur.  ég var því frekar latur í gærkvöldi en ákvað samt að gera stóran grænmetisrétt sem gæti dugað okkur fram í vikuna.  Þetta er nefnilega alger killer kalt oná brauð.

í tagínu setur þú:

 (allt grænmeti skorið niður)

ca 200 ml vatn. 

kjúklingabaunir, slatta.

þrjár sætar kartöflur

sellerí

fennelrót

broccoli

engifer

heilan hvítlaukshaus

lauk

gulrætur

döðlur

spínat

salt

pipar

turmeric

arabicum

saffran af hnífsoddi

kóriander, ground.

chili (ég vil hafa þetta sterkt en þið ráðið)

já,, man ekki eftir fleiru.  svo er þetta soðið í tagínunni (góð íslenska) þar til þetta verður svona hálfgerð drulla. set þá eina dós af niðursoðnum tómötum yfir og sýð aðeins lengur.

 

Ég bjó til rjúpnasoð um jólin sem ég notaði að hálfu leyti á móti vatninu.  næts ætla ég að nota bara soð til að sjóða þetta uppúr og athuga hvort það sé ekki sniðugt.

 Þetta er snilldar þynnkumatur þar að auki.  Og hollur.

Með þessu drakk ég nú bara íslenskt hvítvín eins og Sigmar B Haukson segir, eða vatn.

 Partízon klikkaði ekki heldur.  mæli með þessu útvarpi fyrir þá fáu sem ekki vita hvað það er.

 

kveðja Daði


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband