Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Kjálkafærsla og smálúða,,,,,,

Það er ótrúlegt hvað skurðstofuvinna er þreytandi bransi,, ég er aldrei þreyttari en eftir þessa daga á spítalanum,  Það gladdi mig því að konan mín væri búin að elda þegar ég kom heim... kann ekki uppskriftina og því fylgir hún ekki hér,,, annars eru það Rjúpnaveiðar á morgun,,

 

laters Daði 


Djúpsteiktar skötuselskinnar með Sataysósu,,,

Bra bra braÞað fór ekki á milli mála í vinnunni í dag að það er Mánudagur,, Undirritaður sofnaði kl 8 í gærkveldi uppgefinn eftir heilan dag á fjöllum, enda ryðgaður í morgun,, Það þarf að klæða Míu og koma henni á leikskólann, koma Herborgu frammúr og sjálfum sér.  Ég á svakalega bágt.  Gærdagurinn með Arnari var frábær, hann tók uppá því að hafa hægðir uppá fjalli sem gladdi mig,, ég er á fertugsaldri og hægðir eru enn fyndnar ,, hélt ég hefði fengið nóg af þeim á Grund.,,,  Í vinnunni var talsverð Kreppa og krepputal,, þetta er að gegnumsýra þjóðfélagið,, ég vona að fasteignaskuldir landans verði núllaðar,,, það er það eina sem myndi bjarga heimilunum.....  Það er búið að vera mikið pælt í mat undanfarið,, ég hef augastað á heitreykingarofni,, pulsugerðarvél,,, villibráð er ofarlega í huga og í hönd fer hátíð matar og víns,,

 

Batter:  Egg, hveiti, mjólk, salt. hrært saman í þykkan velling, kinnarnar djúpsteiktar uppúr þessu þar til vel brúnar.  Hrísgrjón og sataysósa úr dós með ,,

 Týpískur mánudagur..

 

D


Kjúklingasúpa, (kreppusúpa)

Ég og Mía sumar 2008Það var erfiður dagur í vinnu í dag. Ég var með stóra tannplantaaðgerð eftir hádegi og var þreyttur eftir daginn, það var því góð tilhugsun að í kvöld væri kreppusúpa... það eru búin að vera rosaleg þrjú ár síðna ég útskrifaðist,, allir mínir hættir og vanar voru horfnir og við tók einhver geðveiki, alltof há laun, alltof hár lifistandard, allt allt of mikið af öllu,,,, í dag er búið að kippa í mig og ég er að færast nær upphafinu, nær því sem ég þekki,,, naumhyggju og látleysi,, þar líður mér líka betur,,, ég fagna kreppunni,,, megi hún verða fólki til gæfu eins og mér....

 

ég var með ítalskan kjúkling um daginn og ég er búinn að geyma likið af honum í ísskápnum þar til í gær að ég sauð kraft og bætti honum í restarnar af annarri súpu sem ég var með um helgina í hádegismat.  Í kvöld er því Kjúklingasúpa.   Hún er svosem ekki flókin nema það er mikilvægt að steikja allt grænmetið og beikonið vel áður en það er soðið.

 

Sellerí, laukur, hvítlaukur, kartöflur, sæt kartafla,chili og engifer allt saman í einhverju magni (sem hentar hverjum og einum) er steikt og soðið í soðinu.  líkið af kjúklingnum er soðið með um stund og svo restinni af kjötinu bætt útí. saltað og piprað að smekk. 

 

með þessu er ristað brauð með ólífuolíu og hvítlauksrispi (rispa hvítlauk sem er skorinn í tvennt á brauðinu,,, það kunna nú allir) 


Rjúpnaveiðar við Hítarvatn.

Goldmember við HítarvatnEnn einn dagurinn til einskis, ég held að ég sé vonlaus skytta, ég geng og geng en ekkert gerist, erfitt landsvæði að ganga í líka, Ég og Arnar fórum snemma morguns þangað og hvorugur sá neitt, Rjúpan er gáfaðari en ég.  Gauti bróðir minn ætlar að láta mig hafa rjúpur, hann er búinn að veiða fullt,,

 

jæja

D


Heiðargæsa confit,, Arnar á afmæli og Vikan skrópar,,,

Ég sit einn við borðstofuborðið núna,, Mía er sofnuð,, það er rigning úti,, og Mozart er í eyrunum,, ég er nýbyrjaður að hlusta á klassík,,,, ég velti því fyrir mér af hverju rigning sé rómantískari í útlöndum,,, Það er vesen í stórfjölskyldunni og þá hugsa allir innávið,, maður gleymir því annars,, Arnar er 28 ára,, hann er bráðungur drengurinn,, ég var með Heiðargæsaconfit honum til heiðurs,,, ég tók eitthvað vídeó af því sem ég ætla að setja hér inn seinna,,,Vikan,,já konublaðið vikan bað mig um að vera matgæðing vikunnar sem ég var svosem til í,, ég sækist ekki eftir þessu en þau hringdu,, það hittist skemmtilega á því ég er búinn að vera að gera þetta conft í tvær vikur núna,, lesiði vikuna og sjáið uppskriftina,, ég set vídeóið hér inn síðar,,,en ég get sagt hér og nú að bragðið var algerlega vangefið,, þetta er einn besti matur sem ég hef fengið og nú hætti ég sjálfsagt ekki í þessu confit dóti,, kjúklingur,, gæsir, endur, svín allur fjandinn það má confitera allt,,,

 

Seinna Daði 


Porcini / Lerkisveppa pasta. Talsverður Mánudagur.

Dagurinn í dag var grár og gugginn,, harla lítið sem gladdi mann nema tilhugsunin við að komast heim,,, hitta Míu og Herborgu.  Rebekka ætlar  að koma til okkar um næstu helgi þannig að ég get byrjað að láta mig hlakka til helgarinnar.  Það er dökkur tóninn í landanum, allir hafa áhyggjur, fáum líður vel í peningunum, þetta er vondur vetur.  Ég horfði á mótmælin og fannst gaman að sjá mælzka menn tala til þjóðarinnar, menn sem virðast ekki hafa gleymt sér í peningunum og uppsveiflunni, ég hef alltaf tekið mikið mark á Andra Snæ eftir að hann talaði um kraftinn í myrkrinu,,, mér fannst hann mæla vel á mótmælunum.  Mín skoðun er sú að við eigum að borga skuldir okkar, fólk sem stofnaði til viðskipta við bankana í góðri trú á ekki að gjalda fyrir forheimsku embættis og stjórnmála manna sem hafa dregið yfir ísland versta ósaóma og valdið þessarri þjóð meiri hörmungum en pestir og aflabrestir, ásamt frosti og funa í gegnum aldirnar.

Ég var ekki í neinu sérstöku skapi til að elda svo ég hafði einfalt pasta

 

tvö rif hvítlaukur, smá chili, slatti basil mýkt í olíu, gráðostur og rjómi sett útí og saltað að smekk, ég týndi síðan lerkisveppi í Heiðmörku í haust sem ég mýkti í heitu vatni ásamt Porcini sveppum sem ég keypti í Flórens í September þar sem ég sat ráðstefnu lýtatannlækna í Evrópu, skar þá niður í litla bita og bætti í sósuna, það er mikilvægt að henda ekki vatninu af sveppunum heldur bæta í sósuna líka.

 

Þetta var afbragð var með Tagliatelle pasta í þessu.

 Já og til hamingju með afmælið Arnar,,, 28 ára ,,, ég man þegar ég var 28 ára,,,, eða nei ég er búinn að gleyma því,,

 

Daði 


Rjúpnaveiðar í Heklu,,,

Ég fór á Rjúpnaveiðar í dag,, minn annar dagur á veiðum,, að þessu sinni fór ég með Torfa vini mínum og kollega,,, það er auðvelt að segja frá veiðtölum,, það var ekki einn fugl á svæðinu,, svekkjandi og þarfnast athugunar þessi stofn hér sunnanlands.  Þangað fer ég aldrei aftur,, dagurinn var samt ekki algerlega ónýtur því Björn Ingi kunningi minn á flúðum sendi mér Endur sem hann hefur skotið, hann gerðist svo flottur að senda ekki bara úrbeinaðar og fínar endur, heldur beinin og fóörn ásamt lifrum og hjörtum.  Nú á ég helling af andabringum, andalærum, grágæsarlærum, og innmat.  Ég gæti varla verið hamingjusamari....

 

Daði 


Heiðargæsa Confit,,, og góður dagur á sjúkrahúsinu,,,

Það eru dagar eins og dagurinn í dag sem gera lífið frábært,,, enginn af mínum sjúklingum minntist á kreppuna,, eftir hádegi var ég svo á spítalanum með aðgerð á einum af mínum uppáhaldssjúklingum sem er með Downs syndrome,,, þegar ég kem inná skurðdeildina er hann í viðtali hjá Svæfingarhjúkkunni og spurningarnar klárast varla fyrir faðmlögum, þegar hann sá mig faðmaði hann mig að sér innilega og bauð mér í heimsókn heim til sín, í nýja herbergið,,, þegar hann var sofnaður og aðgerðin hófst fóru hjúkkurnar að tala um hve innilegur hann væri og frábær manneskja,, (lætur mann hugsa til allra þeirra downs krakka sem ekki verða til)  hann heillaði þær algerlega enda frægur kvennamaður,, mætir alltaf nýgreiddur með rakspira til mín,,,, aðgerðin gekk eins og í sögu og á vöknuninni þegar ég mætti til að kveðja hann faðmaði hann mig að sér eina ferðina enn,,, engin kreppa hjá honum,,,, ég var búinn snemma og fór heim, við Mía tókum okkur gönguferð í Ostabúðina á Skólavörðustíg til að kaupa andafitu í dós,,, við erum að gera confit.  Meira um það síðar.  Það eru lífsgæði að búa hér,,, kreppa eða engin kreppa.

 

Daði 


Sigurvegararnir í Chile mótinu í Keflavík,,,,

GrindavíkTIl hamingju elsku  Rebekka með að vera svona fín fótboltastelpa,,, Þetta eru Chilemeistararnir í 5 flokki.   Ég er afskaplega stoltur af þér,,,

Andaconfit með bökuðum kartöflubátum og salati,,,,

Ég hef sagt frá því áður hér á þessum stað að ég fékk sent frá Frakklandi af honum Gery vini mínum allskyns góðgæti úr andaríkinu,,,, eitt af því sem ég hef verið að spara fyrir rétta mómentið er confiteraðir andaskankar,,, Ég er nefnilega í smá tilraun sjálfur með Grágæsarleggi sem ég ætla að vera með í matinn um næstu helgi og leggja í dóm tilraunaeldhússins þar sem Sif og Arnar eru helstu dómarar,,,, fyrir þau hef ég lagt allskonar ógeð í gegnum tíðina og þau eru þess góða eðlis að þau segja satt um matinn,, ólíkt flestum þeim sem ég býð í mat.,,,, takið eftir að ég segi flestum,,, Andaskankana var ég með í matinn í dag því mig vantar fituna af þeim til að confitera gæsaleggina,,, ég segi frá tilrauninni síðar en þessi matur var engin vonbrigði frekar en allt franskt.  Þetta er einn besti matur sem ég hef á borð borið fyrir sjálfan mig,, Herborg var hrifin en lystarlítil,, Mía tók frekjukast svo engu var komið ofaní hana,,, Leggirnir koma tilbúnir í krukku svo það var bara að steikja þá,, þe krispa upp húðina,,, svo ég er ekki með hástemmdar matarlýsingar hér að þessu sinni,,, Kartöflurnar voru sósaðar í andafitu og salti,, salatið var eftir behag,,,bara segja fólki að prófa,,,, ég sá annars sorglegt myndband á Youtube um daginn,, þar eru íslenskir gæsaveiðimenn að handera bráðina og mér sýnist að þetta séu tugir gæsa sem þeir hafa veitt,,, vel gert,, en þeir kunna greinilega ekki mikið fyrir sér í eldhúsinu því þeir hirða bara bringurnar sem er synd,,, alger synd og heimska,, taka ekki leggi og læri,, ekki lifur,, nota ekki beinin í soð,,, það er hægt að gera svo ótrúlega mikla hluti með skrokkinn af einni gæs,,td fylltan háls og fleira,, ég þarf að fara að nenna að skjóta gæs og handera sjálfur,,, það kemur einn daginn,,

 

Annars er allt gott,, kreppan er að gera útaf við mig,, lánin eru að nálgast suðumark,,,

 

Daði 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband