Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Nína Sif,,,,,

Ég er búinn að vera heima í feðraorlofi núna í uþb viku,,, ég hafði hlakkað til að standa við eldavélina í viku,, rétt hálfur af rauðvínssötri,, að töfra fram eitthvað,, ég svosem hef verið að gera eitthvað en það hefur verið með svefndrunga og skapillsku,,, vikan síðan Nína fæddist er búin að vera erfið,, fyrir nokkrum árum var hægt að vaka heila helgi og mæta í skólann,, núna brjálast ég ef ég missi úr hálftíma svefn,,, annars er gott hér,,  set nokkrar myndir fyrir Kerlurnar í vinnunni,,,

DaðiNína Sif nýfædd 055Nína Sif vikugömul 008Nína Sif vikugömul 054Nína Sif nýfædd 111


Dóttir mín er fædd,, ég missti af fæðingunni,,,,

Í dag er stór dagur í mínu lífi,, ég gleymi honum aldrei ekki frekar en þegar hinar dætur mínar fæddust,, nú á ég þrjár stelpur,, ,,þetta er búinn að vera furðulegur dagur á margan hátt,, ég vaknaði kl 6 í Kaupmannahöfn (fimm heima) til að fara á Glostrup spítalann í viðtal og að skoða aðstæður,  þegar ég er nýkominn þangað hringir Herborg,, hún er komin með verki,,, shit,, shit shit shit,,, ég hef trú á að aumingja maðurinn sem var að taka við mig viðtalið og sýna mér spítalann hafi þótt ég furðulegur,, ég man satt að segja ekki orð af því sem hann var að segja,,, ég var þar í svona tvo tíma og svo fór ég með honum á Rigshospitalet þar sem ég planið var að fara í aðgerð.  Aðgerðin var heldur ekki af minni skalanum heldur var verið að setja gerfikjálkalið í 10 ára barn,, til að slíkt sé hægt þarf að fletta höfuðleðrinu af alveg niður að eyra,,, fimm tíma að gerð sem var reyndar byrjuð þegar ég loks mætti,, ég sagði ekki mikið né spurði,, ég stóð þarna í einhverskonar leiðslu og hugurinn var heima,,,, þegar aðgerðin var búin um hálfþrjú hljóp ég niður til að lesa skilaboð sem mér hafði borist klukkan 12:40  stutt og laggott     "faedd var ad koma"   það er ótrúlega erfitt að vera hérna,, ég hef aldrei verið jafn einmanna og ég er akkúrat núna,, aldrei verið jafn einn í heiminum,, ég átti fyrir höndum tvö viðtöl til viðbótar, og endaði það svo að ég sagði fólkinu að ég hefði verið að eignast barn rétt í þessu til að mæta skilningi,,, sem ég fékk,, Danir eru fínir,.,,,,  það er því svo að meðan eitt barn liggur á skurðarborðinu fyrir framan mig er mitt eigið að koma í heiminn,, Skrítið líf,,,    VIðtölin gengu vel og ég held að ég sé ágætlega kynntur hér,, nú er bara að leggja inn umsókn,,,,,,,,   ég sit núna á VInstue 90 á gamle kongevej sem Jón Atli sagði mér að koma á,,,, ég er á öðrum bjór,, mellonkollían í mér vakti athygli barþjónsins sem spurði mig hvort ekki væri allt í lagi,,,, ég sagði honum sannleikann og nú stefnir í almennt fyllerí hér meðal mín og localanna,,,,, barþjónninn hefur boðið mér uppá brennivín og fólk hamaðist við að óska mér til hamingju,,,  Gamall maður sem situr hér sagði mér að þegar hann eignaðist sín börn hafi verið drukkið fram á nótt,,, en alltaf á kostnað föðursins og svo glitti í vonarglampa í augum hans,,, kannski eftir nokkra bjóra í viðbót,,,,,Þessi dagur er skrítinn,,,  Herborg er náttúrulega ótrúleg kona,,, það er gæfa að hafa fengið hana,,, 

 

 

Daði,,,,, 


Kaupmannahöfn og sérnámið eylífa...

ég er staddur á Leifsstöð á leið til Köben, þar ætla ég að freista þess að fá stöðu við Ríkisspítalann og verða skurðlæknir,, ég held að þetta sé lokatilraun ef þetta gengur ekki held ég að ég nenni ekki meiru, maður er ekki 25 ára barnlaus,, ég hef annað fólk að hugsa um en sjálfan mig,,, ég gleymi því alltaf á milli svona ferðalaga hvað Leifsstöð er leiðinlegur staður, vondur matur og lélegt atmo,, mér fannst sú gamla litla miklu heimilislegri þó svo að sami vondi maturinn hafi verið til staðar, þá var barinn eitthvað svo næs,,,,   það verður talsverður erill á mér í köben og lítill tími til að slappa af,, ég ætla mér þó að fara út að borða bæði kvöldin, ég hef ekki enn valið staðina,, hef ekki haft tíma en fengið góða pointera,, takk fyrir það,,,

 

er floginn 

 

Vona að Herborg eignist ekki barnið mitt á meðan.

Daði


pisitill,,,,,,,,,,,

Stóruskógar janúar 2009 034ég hef ekki nennt að blogga lengi,,, enda hef ég ekki verið að elda lengi,, er í þessu fuckings átaksnámskeiði og þá er ekkert gaman að borða,,,, það er svosem ekki margt búið að drífa á daga okkar,, við fórum í bústað,, það var næs,, það er búið að vera ælu og kúkastemmning á heimilinu,, í öðru veldi meira að segja,,, og svona,,, lífið gengur sinn vanagang,,, vinnulega séð hefur verið mikið að gera, ég hef ekki fundið mikið fyrir kreppunni þar,, hún er öll í lánum heimilisrekstursins,,,, ég hef verið mikið í skurðaðgerðum í janúar og febrúar byrjar á sama hátt,,,  Rebekka stendur sig vel í lífinu,, er alltaf að bæta sig í fótboltanum og er orðinn ágætis píanóleikari,, hún spilar fyrir föður sinn til að létta honum lundina,,,, Mía er orðinn ágætis dansari og hefur "moves" sem heilla hvaða mann sem er,, hvað þá pabba gamla,,, það er gaman að fylgjast með börnunum,,,, það gefur augaleið að þegar veikindi eru á heimilinu þá er fátt annað að gera en að horfa endalaust á vídeó,,,, ég er búinn að horfa á hellinga af heimildarmyndum ss um táninga sem tourette sem fara í sumarbúðir,,, mjög fróðlegt,,, breskan ungan mann með óvenjulega virkan heila,,, kom til íslands og á viku var hann búinn að læra íslensku,,,, síamstvíbura sem eru samvaxnir á hálsinum ,,,, var á RÚV um daginn líka,,, Straw dogs með Dustin Hoffmann,, gömul og góð,,, My Girl með Rebekku,,, og svo Amilie eins og maður gerir reglulega,,, og svo hlusta ég á Víðsjá þegar ég get,,, Rás 1 býður nefnilega uppá hlaðvarp í símann sem er alger snilld,,, ég er á leið til Kaupmannahafnar á næstu dögum í viðtal við Ríkisspítalann í Köben,,, vona að ég komist að þar,, annars hugsa ég að ég láti sérnámsdraumana á hilluna og hugi að einhverju öðru í lífinu,,,  það er margt annað að gera en hanga við skurðarborðið alla daga hugsa ég,,,,,

Daði,,,,


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband