Færsluflokkur: Lífstíll

Perur og Epli,,

my_20hipstaprint_200.jpgÞær eru helztar fréttir héðan að líðan Halldórs Laxness fer ekki batnandi, og þvi er næsta öruggt að gerjuð epli og bakkus sjálfur séu alsaklaus af þessarri pest. Það er í raun auðvelt að kenna Bakkusi og klækjabrögðum hans um allt en svo er ekki að þessu sinni. enda hefur Smábóndinn alltaf verið þeirrar trúar að fátt sé betra en blessað Brennivínið. Halldór situr enn í bæli sínu og getur sig hvergi hreyft, hann fær amk tvisvar á dag heimsókn frá Smábóndanum sem færir honum remedíur og vítamín, líklegt verður að telja að Haninn sé haldinn einhverri veiru ellegar bakteríu sýkingu og hafa verið ófá símtöl við dýralækna bæði innanlands og utan til að komast til botns í málinu en enginn virðist hafa svör sem duga, Smábóndann hefur reyndar grunað að um svæsna ástarsorg sé að ræða og að hanahjartað hafi verið kramið svo öngva leið virðist að fá til að sjá lífsgleðina á ný,,en það getur ekki verið þvi 14 fagrar hænur tilbiðja hvert spor hanans, ef aðeins við mennirnir hefðum svipaða lukku. Dýralæknarnir hafa ráðlagt vítamín og vatn og hef ég því mulið vítamín heimasætanna útí Cultura (ab mjólk) og fært honum til aðhjálpa ónæmiskerfinu, aukreitis hefur hann fengið nautahakk og kartöflur í rúmið til að halda í þrekið. hann hefur svosem mikla lyst en hann er sem lamaður, Smábóndinn fékk áhyggjur af þvi að þetta væri smitandi því eins og við vitum eru hænur ekki lausar við sjúkdóma en þær áhyggjur eru að ég tel óþarfar þvi hann hefur nú verði veikur með hænunum í þrjá daga og þær eru enn allar hressar. Það eina sem við getum gert er að bíða og vona, og sjá til þess að með góðu fæði, andlegri nærveru og jákvæðni rísi hann úr rekkju fyrr en síðar. Smábóndinn fór með heimasæturnar í gönguferð í dag til að viðra mannskapinn en sú ferð breyttist í alsherjar matarsöfnun, þegar heim var komið vorum við með tvo sveppi, kíló af heslihnetum, tvö kíló af perum og ca 20 epli. hvað skal gera við þetta er enn spurning sem vonandi verður svarað á morgun.

Bakkus hefur náð Halldóri Laxness,,,

maður og haniHalldór Laxness haninn minn hefur glatt mig síðan ég fékk hann, við höfum haft gagnkvæma virðingu sem birst hefur á þann máta að ég hef látið hann í friði og hann mig, við erum báðir skapmiklir og stjórnsamir og því er best að halda sig sem mest utan hins persónulega svæðis hvor hjá öðrum. Hann er vöðvamikil og teinréttur og mikill á velli, það var Smábóndanum hins vegar mikil vonbrigði að komast að því að hann hefði ekki mannlega kosti að geyma og var alsemis ófær um að gagnast hænunum þó svo að ekki vantaði uppá tilraunirnar, það var því stórt spursmál fyrir Smábóndann hvort hann fengi að lifa eða ekki, ég ákvað þó að leyfa honum að lifa áfram því ég tel að heilbrigt fjölskyldu mynstur sé hænunum mínum mikilvægt, þe, það þarf að vera hani á hólnum, þær eru líka ánægðar með hann,, ég hef sagt frá því áður hér að hann hefur gerst sekur um ansi gróft heimilisofbeldi sem er Smábóndanum ekki að skapi og höfum við átt alvarleg samtöl um það, því hefur nú linnt og hef ég ekki staðið hann að neinu misjöfnu lengi, þar til í dag, á minni daglegu ferð niður í eggjabúð kotsins þar sem salan hefur verið framar vonum undanfarið þá sé ég hann útundan mér sitjandi í grasinu með höfuðið niðurútt og grátt, ég geng til hans til að athuga hvort hann hafi það svosem ekki ágætt en þegar ég nálgst og hann ætlar á sinn vanalega tortryggnishátt að forðast mig getur hann það ekki, hann stendur upp en fellur um sjálfan sig um leið og dettur útá hlið, þar sem Smábóndinn er afar fljótfær og stressuð týpa þá grunaði mig hið versta og að hann væri kominn með einhverja alvarlega veiki, en þegar æðishamurinn bráði af mér komst ég að þeirri niðurstöðu að hann hefði orðið bakkusi að bráð eins og gerist fyrir okkur alla, hann hefur verið duglegur í eplunum undanfarið og þau eru gerjuð á þessum árstíma, það var því ekkert annað að gera en að færa hann inn til kerlinganna sinna til umhirzlu, ég bjó um hann gott rúm og setti vantsdall og æludall við rúmið hans, ég biðlaði til hænanna að vera ekki með neinn hávaða eða óþarfa nöldur næsta sólarhringinn, öll tiltekt er bönnuð í hænsnakofanum og morgundagurinn verður í grárri kantinum hvað Halldór varðar, ég hef komist að þeirri niðurstöðu að við séum of líkir til að höggva hann blessaðan,, meðan hann lifir á hann gott skjól í mér,,

Lumby Cottage grillaður lambahryggur, með nýjum kartöflum og góðærissveppasósu

_mg_5258.jpgSmábóndinn hefur alla tíð öfundað menn sem státa af myndarlegu grilli, gasgrill sem kostar næstum meira en bílar eru mér hugleikin, og Smábóndinn er því með ákveðna reðuröfund útí svona góð grill, það er búið að vera hitabylgja í Lumby og því hefur Smábóndinn grillað hvern dag, en þar sem gasgrill Smábóndans er eitthvað ferðagrill og ekki kadiljálkur af neinu kyni hefur það farið í taugarnar á Smábóndanum hversu illa gengur að halda góðum hita á grillinu,, því dreymir Smábóndann um gott kolagrill og ætla mér að eignast eitt slíkt næsta sumar, helst eitt sem gæti tekið heilan svínsskrokk,  en garmurinn verður að duga í sumar, og það er varla gerandi að kaupa nýtt grill nema grillfærnin réttlæti það, því hefur smábóndinn verið að grilla undanfarið,, í gær gerði ég þó mitt fyrsta meistarastykki á þessu sumri þegar kemur að grillinu, og það var Íslenskur lambahryggur og með því.  Smábóndinn hefur alltaf líka viljað telja sig mikinn úrbeiningarmann, eftir áralanga vist í Hraðfrystihúsi Breiðdælinga þá er hann ansi lipur með hnífinn, þannig að hryggurinn var úrbeinaður og skipt í Kótelettur sem og lambarúllur sem er afar spennan_mg_5268.jpgdi.  Marinering var grænt pestó, með viðbættum hvítlauki og rósmarín, ásamt salti og pipar. ekki flókið,  að sjálfsögðu voru rúllurnar marineraðar áður en þær voru rúllaðar upp.  Með þessu voru að sjálfsögðu Lumby Cottage organic kartöflur semheimasæturnar hjálpuðu til við að taka upp, sem og Lumby Cottage organic Hestabaunir  Þær eru soðnar, brotnar upp og bleyttar í ólífuolíu og salti og settar undir grillið í ofninum í smástund. Smábóndinn er ekki mikill sósumaður en með þessu var aðeins Dijon Sinnep.  Frú Smábóndi og frumburður Smábóndans hafa aukreitis reynt sig við Bollakökugerð með miklum árangri, eins og sjá málífið brosir við okkur hér í Lumby og Smábóndinn undrar sig á því á hverjum degi hve fagrar dætur hans séu, eins og hið ljósa man._mg_5305.jpg_mg_5298.jpg_mg_5318.jpg

Lumby Cottage sveskjur.

Smábóndinn hefur reist víða undanfarið, hann skeið uppá

litið uppá HraundrangaHraundranga í Öxnadal til að fá sem best útsýni yfir landbúnaðarhéruð norðanlands á Ísalandi, þaðan má sjá blómlegar byggðir Eyfirðinga og stendur landbúnaður þar með besta móti, Hátt yfir Myrká mátti sjá yfir heiðar þeirra og undrar Smábóndann ekki að Þingeyjingar séu líka montnir af sínum afurðum því þetta liggur hátt, Á Myrká var til forna einn mesti hestur íslandssögunnar í eigu Djáknans sjálfs er Faxi hét  hann hlaut þó smámnarleg örlög er honum var steypt fram af bergi þar og orti þá Djákninn

"Máninn lýður,
dauðinn ríður;
sérðu ekki hvítan blett
í hnakka mínum,

   Garún, Garún?"

 

Smábóndinn er þess fullviss að Djákni þessi hafi ekki veirð mætur bóndi.  

Auk þessa  reisti Smábóndinn til Berlínar til að kynna sér bjórgerðarlist þeirra þýðverzkra. Berlínarbúar komu Smábóndanum spánzkt fyrir sjónir, þar drýpur gull af hverju strái, liztaspírur valsa um stræti med túkall í vasanum og hornmellur hvert sem auga er skotið, Aukreitis þótti Smábóndanum landbúnaðartæki þeirra framandi.  Ökuferðin þangað var þó öllu áhugaverðari fyrir Smábóndann þar sem í hinum gamla Auzturvegi mátti sjá mikla kornrækt og það sem þeir kalla Maís hvurt sem auga var skotið, stórar engjar fullar af mat.  fékk Smábóndinn þá flugu í höfuðið að kynna Eyfirzka bændur þeim Þýðverzku því feitari kýr hefur Smábóndinn ekki séð annarsstaðar en hjá Þýðverzkum.

  Smábóndanum 

fararskjótar þeirra þýðverzkraleið hinsvegar afar vel þegar heim var komið, hér eru allir menn skáld eða bændur nema bæði sé, á Fjóni er 29 stiga hiti mælt í forsælu og tveggja metra hæð, og bústörfin bíða, engin voru slegin því það þykir smámnarlegt að hafa allt í órækt. Frú Smábóndi hefur nýtt þurrkinn sem er hér til þvotta og lætur sólina koma sér vel að gagni, það má segja að Smábóndinn gjói til hennar auga þar sem hún hengir upp brækurnar og finnst hún aldregi hafa verið fallegri. Hænurnar voru frelsinu fegnar og höfðu um 30 egg handa fjölskyldunni þegar við komum heim, það má greina á þeim lítilvæglega kergju yfir frelsissviptingunni undanfarna 3 daga, en þær fyrirgefa Smábóndanum vonandi með tímanum. Eggjasala undanfarið hefur verið með bezta móti og má sjá nágranna okkar hér læðast í búðina til að ná í beztu egg Danaveldis.  Allir borga og er vel.  Eplatrén eru enn ekki búin að skila sínum afurðum og verður sjálfsagt ekki fyrr en þegar haustar en Plómutréð er hlaðið safaríkum sykruðum plómum og það sem ekki fór ofaní magann á Nínu Sif, breytir Smábóndinn í sveskjur. Smábóndinn hefur haft áhuga á sveskjugerð síðan hann sá slíkt gert í ferðalagi Rick Stein um Frakkland.  Það er þó Smábóndanum mikilvægt að halda í gamlar hefðir og notast sem minnst við vélvædd nútímavinnubrögð því það er staðföst trú

staying alive,,

 Smábóndans að allt hafi verið betra í gamla daga, og því var klifrað uppí tréð og það hrist sem mest til að fella plómurnar.   Heimasæturnar hjálpuðu til við týninginn og svo var öllu saman skellt í ofninn á 100 gráður í 8 klst þar til plómurnar voru að mestu lausar við allt vatn og eftir situr sætt ávaxtakjötið sem geymist fram á vetur til að vera í Tagínu eldamennsku Smábóndans.  Af fólkinu hér er gott að frétta, bæði dýr og menn njóta góða veðursins og hvors annars

 

hæ hæ

Daði,,, 

 

 

uppskeran

 

sveskjur in the making

Næsti kafli í sögunni,, Hænurnar verða Free Range.....

Leikvöllurinn og hænurnarÞað er komið vor í Lumby Cottage, Snjórinn er farinn loksins og búið að vera ca 10 stiga hiti undanfarið, það er líka komið vor í Smábóndann og í dag var komið að því að hleypa hænunum út, þær hafa svosem haft það gott í vetur, hænsnahúsið hefur verið þrifið aðra hverja helgi, hænsnaskíturinn fer að sjálfsögðu í matjurtagarðinn og þær hafa haft greinar og tré til að klifra í, Þær hafa líka verðlaunað Smábóndann með eggjum síðan þær komu hingað, nytin hafa reyndar dottið eitthvað niður, en ég kenni kulda og reynsluleysi Smábóndans um, það getur ekki verið þeim að kenna að minnsta kosti.  Smábóndinn vaknaði því snemma í dag og hófst handa, ég dró meira af greinum fram úr erminni og byggði handa þeim það sem aðeins mætti kalla leikvöll rétt fyrir utan heimilið þeirra, þar geta þær rótað eftir pöddum og baðað sig í moldinni eins og sést á myndbandinu, en þær láta það ekki aðeins duga heldur hafa þær skógargólf til að róta í líka, og haninn lætur í sér heyra ef þær fara of langt frá honum.  Það mátti merkja á þeim gleði við að fá smá frelsi frá heimilinu, það hafa allir gaman að því að komast út, Hænur eru jú einu sinni komnar af Hænur á skógargólfinuvilltum hænum frá Asíu þar sem það er í eðli þeirra að búa á skógarbotni,  Þegar Smábóndinn hafði dáðst að þeim dálitla stund fór hann að renna í grun að hann hafði verið gabbaður í viðskiptum þegar hann sótti síðasta skammt af hænum.  Því tvær stórar og stæðilegar "hænur" virðast óvenjulega óvissar um kynhlutverk sitt, og Haninn minn virðist líka vera sérstaklega óvæginn við að halda þeim í skefjum,  ég hef því ákveðið að setja á legg rannsóknarnefnd sem á að taka ákvörðun um þetta vandamál í vikunni, ef rétt reynist má búast við sérstaklega safaríkum Free Range kjúklingi fyrir heimilisfólkið fljótlega.  Þegar ég var búinn að þessu hófst ég handa við að þrífa hjá þeim og bæta á heyjið, nú hafa þær fengið vorhreingerningu og geta farið út þegar þeim hentar, ég vona að þeim líki þetta, og ég fari að fá upp undir 15 fersk Free Range egg á degi hverjum, ekki aðeins fyrir magann minn,, heldur fyrir ansi þunnt veski Smábóndans. Matjurtagarðurinn hefur líka verið í huga mér undanfarið, ég vil nefnilega koma í veg fyrir að illgresi taki völdin af mér eins og síðasta sumar, ég fór því í garðinn í dag og byrjaði að róta til í honum og hef komist að því að ég þarf að kaupa svarta jarðvegsdúka ef vel á að fara, það er takmark Smábóndans að uppskera sumarsins verði betur lukkuð en síðasta sumars, ég plana að vera með baunir, kartöflur, næpur, gulrætur, kál, lauka, eggaldin, chili, tómata, blaðlauk, zuccini og fleira,, ég ræð mér varla af kæti.  Það er næst á dagskrá.

 

Kveðja Smábóndinn í Lumby Cottage


Enn bætist í hænsnasafnið, og Lumby cottage framleiðslan fer á markað,, loksins,,,

Það hefur verið spenningur í Smábóndanum í dag,, Roosterinná föstudaginn keypti ég mér þrjár hænur til viðbótar, tvær sem eru blendingjar af Wyendot og landnámshænu og eina cornish svarta hænu sem er loðin á fótunum, allar eru þær afskaplega fallegar og góðar,,fyrir er ég með fimm brúnar Lohmann hænur,  en það var ekki allt heldur keypti ég Hana handa þeim og ekki af verri endanum, heldur rauður New Hampshire, hann er líklega fallegasta skepna sem smábóndinn hefur séð, enda hef ég verið að dáðst að honum í allan dag, hann er greinilega mikill karakter og setti sig strax á stall gagnvart hænunum, þar sem átti heima áður var annar eldri hani sem var ekki góður við hann og því er hann frekar lítill í sér, en nú þegar hann hefur fengið konungstign í Lumby Cottage ætti honum að vaxa ásmegin og fara líða betur.   Hann þarf amk ekki að óttast smábóndann því ég er algerlega fallinn fyrir honum og geri honum ekki mein svo lengi sem hann lifir.  Í tilefni þess að nýjir meðlimir voru að bætast í fjölskylduna okkar þá þrifum við Jónas lumby_cottage.jpgvinnumaður heimili þeirra og breyttum um innréttingar að vissu leyti, hingað til hefur allt gólfið þeirra verið þakið hálmi til að gera þetta sem náttúrulegast en í dag þá skipti ég gólfinu upp í helming sem vissulega er enn þakinn hálmi til að sofa og kúra í, en hinn helmingurinn er þakinn skeljasandi til að róta í, þær borða hann líka því þær þurfa að hafa steina í sarpinum, auk þess fá þær mikilvægt kalk úr sandinum sem er nauðsynlegt til að skurnin sé góð.  Við Jónas vinnumaður ræddum það svo að finna maurabú til að koma fyrir á heimili þeirra þar til vorar og þær geta farið út.   Það er lika mikið að gerast í framleiðslunni, við fáum eins og áður hefur komið fram ca 4 egg á dag og mun fjölga þegar nýju hænurnar fara að verpa sem er fyrst e ca mánuð, og eitthvað verður maður að gera við eggin og því hef ég á lúmskan máta komið því að samstarfsfólki mínu að kannski þau ættu að prófafyrsta sendingin eggin mín, því danir borða jú mikið af eggjum og hafa nú þegar tveir vinnufélagar gengist í áskrift uppá 6 egg á viku hvor, það gera 12 egg á viku eða 48 egg á mánuði.  Þetta þýðir að ég verð að ráðast í gerð vörumerkis og hef ákveðið að nota mynd af kotinu mínu á límmiða og mun fylgja aBætist í safnið,,, 012llri minni framleiðslu í framtíðinni.  Hér til hliðar fylgir síðan mynd af fyrstu sendingu kotsins,,, Það var svo í dag sem Jónas vinnumaður hringdi í mig í vinnuna þess fullviss að kynæsandi burðir hanans hafi haft svo mikil áhrif á Öndina að hún hafi farið að verpa líka, um þetta spunnust líflegar umræður við kvöldmatarborðið og var ekki útkljáð þar, því legg ég það í dóm þeirra sem nenna að lesa þetta.  Þegar við komum heim úr vinnu og leikskóla fóru ég og stelpurnar að gefa hænunum og það er gaman að fylgjast með þeim, þær sýna þessu mikinn áhuga og eru duglega að hjálpa til, Mía er franskurreyndar ekki alveg búin að samþykkja þær og heldur sig fyrir aftan mig mest allan tímann en Nína er alls óhrædd við þær og segir í sífellu lúúúú  lúúúú sem útleggst gaggalagúú á íslensku.  Eftir alla þessa kjúklingaumræðu undanfarna daga ákvað ég að hafa gamla franska kjúklingamáltíð handa fjölskyldunni og ég hef ekki fengið smokey baconbetri kjúkling í langan tíma, hún er svona.  Heill kjúklingur er saltaður og pipraður að innan, svo er hann steiktur í stórum potti í smjöri við miðlungshita, það ætti að taka ca 15 mínútur að brúna hann, þegar fimm mínútur eru liðnar bæti ég niðurbituðum kartöflum og reyktu beikoni (ég bý svo vel að eiga stórt beikonstykki og ræð stærðinni á sneiðunum mínum) hvítlauk, grænum baunum og næpum í pottinn og set í ofninn í einn og hálfan tíma við 180 gráður.  snilld. 

 

Daði


Grilluð purusteik með rjómasoðnum kartöflum og sveppum.

  Ég hef ekki eldað mikið undanfarið, hef meira verið í mat en í tilefni af innreið páskakanínunnar inní súkkulaðiland grillaði ég purusteik í fyrrada.  það hef ég ekki gert áður,  þe að grilla hana.  Sif hafði gefið okkur ljúffenga indverska veislu af grillinu daginn áður og  því var ég í grillstuði,,, og ofninn virkaði ekki .Ljóið

 

Herborg fallegaÞað er skorið í steikina á hefðbundin hátt en þetta var mjög fínt hryggjarstykki, ég gerði reyndar þau leiðu mistök að skera það í ranga átt miðað við trefjarna í kjötinu en það reddaðist.  kryddaði með salti, pipar, kanil og lárviðarlaufum sem stungið er í puruna.  Það verður að gæta vel að því að salta puruna mjög vel.  Svona var kjötið í svona fjóra fimm tíma eitthvað svoleiðis,,, þá sauð ég puruna í vatni í svona 10 mín og skelti henni svo á grillið.  Vatnið notaði ég síðan í sósuna.  Á grillið fór síðan allt afgangsrósmarín sem ég átti því mig langaði að athuga hvort ég fengi smá smókí bragð en ég tók nú ekki eftir því svosem. Ég steikti þessa sveppi sem ég man ekki hvað heita og gerði rjómasykurkartöflur sem voru ljúffengar.  Sósan var einföld og í raun gerði Herborg Bjórkælirinnmeira af henni en ég.  Sveppirnir og soðvatnið fer í pott ásamt smjöri og rjóma,  setti í þetta sósugrunn úr búðinniSteikin á Laugarvatni.  Salt pipar og Wiskey er síðan notað til að smakka til,,   Maturinn var mikið sucsess.  Drukkum rauðvín, Montecillo Crianza sem er létt meðalfyllt vín,, og frekar þurrt,, og svo síðar drukkum við Arnar margar fjörur af víni og áfengi í pottinum, stelpurnar gáfust upp og fóru að sofa en ég held að við Arnar höfum jafnvel komist að niðurstöðu um allar ósvaraðar spurningar alheimsins hingað til. Sveppirnir

 

Tónlistin var dýrleg.  Minimal teknó frá Arnari, Dusty kid og ég var með Cinematic orcestra sem ég er að elska núna,,, svo á leiðinni heim hlustaði ég á Ágætis Byrjun í 2948402857564738291910102993847 5675757484839392938747 sta skiptið held ég,,,,  Stina Nordenstam var síðan í þynnkunni.


Humar fyrir hús og híbýli.....

EldhúsbekkurinnÉg átti góðan dag í dag,,, vaknaði þegar mig langaði (af því að það er miðvikudagur) fékk mér morgunmat með fjölskyldunni, og fór svo uppá LSH í aðgerð, við vorum að grafta bein frá mjaðmakambi framaná efri kjálka sökum lítils beinstuðnings undir tanngerfi,, fylltum líka kinnbeinsholurnar af beini,, en nóg um það,,, Hús og híbýli komu heim í dag að taka myndir af eldhúsinu hjá mér,, þau eru með eldhúsa special,, skilst mér,, ég var ekki með á myndunum því mér svíða svona uppstilltar myndir,, auk þess sem þau fjarlægðu eitthvað af dóti úr eldhúsinu,, og það var frekar sterílt fannst mér,, jæja,,, þegar þau voru farin fór ég að elda,, Herborg hafði ekki tekið neitt út til að elda né keypt neitt svo ég tók út Vestmannaeyja humar frá Gísla vini mínum og hörpuskel úr bónus,,,, fyrst hörpudiskurinn.

  Ég steikti gulrætur og sellerí sem ég hafði skorið í mjög litlar ræmur í olíu.  Steikti svo hörpudiskinn og setti þetta saman inní ofn í svona 8 mín á 180.

 á meðan hellti ég púrtvíni í heitan pott svo það sauð strax,, bætti í það smá soja og chilisultur (enn og aftur sultunni hennar Ástu Bínu) ristaði svo brauð á pönnunni og smurði með gráðosti,, svo grænmetið, svo ruccola, svo hörpudiskinn og sósuna umhverfis,,,

 

þetta var fínt,, ekkert brjálað en öðruvísi og fínt,,,  

 

Humarinn.

 

ég tók hann úr skelinni og hélt uppá skeljarnar.  hakkaði hann saman við

rósmarín

hvítlauk

hálfan tómat

olíu

salt 

pipar

 

setti svo hakkið aftur í skelina sem var butterflied og inní ofninn í 10 mín á 180 og svo undir grillið í 2 mín

 

með þessu var spínatkartöflumús með furuhnetum sem er gerð þannig að ég set spínat, furuhnetur bráðið smjör, soðnar kartöflur og mjólk í magic bulletið,, og hræri í drullu,,, skemmtilegur litur og texture og bragðið sömuleiðis,, ég reyndar sykraði hana svo eftirá svona for old times,,,,   með þessu var líka ruccola,,,

restina af músinni át ég svo með ristuðu brauði,,,Stofan mín

við hjónaleysin drukkum faustinu sjö sem er enn og aftur uppáhalds ódýra vínið mitt.

 

ég er búinn að vera að hlusta á In rainbows undanfarið og hún er góð,, sérstaklega við fyrstu hlustun,, en það kemur líklega ekki önnur plata frá Radiohead eins og Kid A

 

bimmsala bimm

 

Daði 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband