Loksins orðinn smábóndi,,,

Íbúðarhúsið séð úr portinuLífið í Lumby er að taka breytingum, ekki aðeins er sumarið að koma, en í dag hefur verið 11 stiga hiti og sól, gul og hvít blóm farin að spretta og það eru komnar villiendur á tjörnina, sem er óðum að þiðna,, heldur fengum við í dag okkar fyrstu húsdýr,,  ,, við keyptum okkur nefnilega fimm moskusendur, fjórar kerlingar og einn stegg, ég hef verið iðinn um helgina að byggja fyrir þær fallegt framtíðarheimili,  ég lagði allt í málið og ég tel að andaheimilið hjá okkur sé það besta í Danmörku, með inréttingum og tvískiptu eldhúsi,,ég sópaði allt hátt og lágt, setti trékubba á gólfin innan um gamalt hey til að búa til smá umhverfi,, ekki vil ég að þær verði andlega snauðar,  og stillti mikið í hóf öllu timburverki því ég vil að þær hafi útsýni,,,, þarna hafa þær mikið pláss og ætti ekki að leiðast,,, né verða mjög feitar,,, þær hafa svo litla hurð út í garð og niður að tjörn þar sem þær ætla að skemmta sér í sumar,, endurnarMér er það mikið kappsmál að þessum öndum líði vel hérna og eigi gott líf hjá okkur, ég ætla að láta þær allar eignast unga í sumar og í haust ættum við því aðEndurnar eiga um 40 endur sem geta farið í sláturhúsið, fólkið í vinnunni er þegar búið að leggja inn pantanir fyrir jól,,,,,  Það var því með barnslegri eftirvæntingu sem við keyrðum til Tarnsby að sækja endurnar, ég hef haft áhyggjur af því hvernig það eigi eftir að fara um þær, hvernig þær eigi eftir að aðlagast og hvernig ég fái þær til að koma inn á kvöldin og svo framvegis,  Þegar ég bar þessar áhyggjur mínar undir Hans frá Tarnsby mátti greina hæðnisglott á honum þegar hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur,, svo bætti hann við,, eruð þið frá Íslandi . Við fengum fóður hjá Hans líka, en ég þarf að koma mér í samband við einhvern kornbóndann hér í Lumby með framtíðar gæðafóður í huga,, Annars eru þetta þannig endur að þær borða mikið úti, snigla og pöddur, þar af leiðandi geta þær varið matjurtagarðinn fyrir árásum í sumar.   Ég er semsagt líka farinn að huga að matjurtagarðinun, ein þráhyggjan tekur við af þeirri annarri og vona að eftir um mánuð eða svo verði ég kominn með gróðurhús og stóran eldhúsgarð.  Það er erfitt að finna gróðurhús hér sem eru á sanngjörnu verði, en það kemur,, auk þess þarf ég að leigja einhverjar stærri vélar til að snúa honum,, það hefur ekki verið ræktað neitt hér í mörg ár og því þarf að vinna garðinn alveg, sem suckar, en jæja,,

anyways,, það hefur verið nóg að gera hjá okkur, Herborg er að læra alla daga fyrir prófið, börnin blómstra hjá Kamillu og Tengdó og ég er busy í vinnunni,, það er mikill munur á því að vinna heima og vinna hjá Godt Smil, hér er ég nánast einungis í skurðlækningum og er laus við grenjandi börn og önnur leiðindi.  Bílskúarar og brugghúsið séð úr porti Nú er ég kominn með fastan dag í Horsens við implönt og endajaxla og er einungis í því, með sumrinu ætlum við að opna stærstu stofu í skandinavíu í Köben og ég kem til með að sjá um öll Implönt þar líka, svo það er nóg að gera,,, Stelpurnar okkar tvær, það er að segja þær yngri hafa það gott, við erum mikið úti og hreyfum okkur meira en við gerðum heima, Okkur vantar bara Rebekku  okkar sárlega, hún kemur þó á föstudaginn og ég get ekki beðið,,,,  hundurinn er líka hamingjusamur þó nýju fjölskyldumeðlimirnar fari í taugarnar á honum, hann er eflaust hræddur við að missa prinstignina sína á heimilinu,,,

 

Annars biðjum við að heilsa öllum sem vilja þekkja okkur og ég held áfram að senda smá fréttir af okkur til þeirra sem vilja fylgjast með,, kv Daði og co,,,,

 

 

 

 

 

 

hús villiandanna á tjörninni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband