Endurnar mínar vilja ekki sitja á eggjunum,,

Ég hef undanfarna daga farið mörgumsinnum á dag til að athuga með endurnar, ég hef verið að bíða eftir því að fá egg,, í morgun var því sérstaklega ánægjulegur dagur þegar ég komst að því að þrjú egg voru komin í tvö hreiður í andahúsinu,,, það var því erfitt að fara í vinnuna og vita að ég kæmist ekki heim til að sinna ljósmóðurhlutverkinu fyrr en um kvöldið,, ég lagði því línurnar fyrir Herborgu,, sjá til þess að það sé nóg fæði, nóg að drekka og kíkja á þær reglulega til að athuga hvort þær væru ekki að sitja á eggjunum,,, Þegar ég svo komst að því að mæðurnar hafi meiri áhuga á að baða sig niðri í tjörn en að hita eggjunum varð ég fyrir miklum vonbrigðum,,, fann jafnvel fyrir smá reiði í þeirra garð,,  ég stormaði því snemma út í kvöld og læsti þær inni,, Johnny var með kjaft út af því en ég er jafnvel enn reiðari við hann fyrir að standa sig ekki í föðurhlutverkinu,,,, ég verð að segja að ég þarf sérfræðihjálp,,  það versta er að ég er að fara heim til Íslands á morgun,, ég get ekki haft stjórn á þessu fyrr en á Sunnudaginn,, Kamilla ætlar að vera andahirðir á meðan,,,   Ég lagaði eggin til í hreiðrunum til að gera þau kræsilegri til að liggja á og færði matinn nær,, allt til að fá mæðurnar til að sinna eggjunum,,, en ég veit líklega ekki fyrr en á morgun hvað gerist,, get bara krossað fingurna og vonað,,,,

 kveðjur frá kvíðafullum andapabba,,,,

Daði,,,,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband