Nýtt,,,,Smábóndinn leggur línurnar fyrir næsta sumar í garðinum,

Það má segja að feisbúkk hafi svolítið drepið bloggið,, þó svo að þetta séu ólíkir hlutir,, ég ætla samt aðeins að halda áfram að skrifa niður það sem ég er að hugsa hér og líka fyrir ættingja mína til að fá að fylgjast með,,, Það er lítill tími til að gera nokkuð annað en vinna og hugsa um börnin,,, við erum að opna aðra tannlæknastofu í Kolding, stefnum að því að opna 3 janúar með 2 tannlæknum og þremur aðstoðarstúlkum,, bæta síðan við tannlækni fljótlega ef velbíó gengur,, Stofan í Kolding er með átta plássum fyrir tannlækna og verður með öllum nýjustu græjum til að stunda nútíma tannlækningar.  Nóg um það,, Smábóndinn hefur legið í dvala líka og hefur þurft að víkja fyrir bisnessmanninum undanfarið og er því kominn tími á að endurvekja hann,, ég hef reyndar haft vinnumann sem hefur séð um að dextra við andasysturnar sem hafa verið settar á hús vegna vertarins sem ríkir hér núna.  en það eru komin plön fyrir vorið með garðinn og svo framvegis,, ég hugsa að með nýju áritvær eldri fari ég að leyta mér að gróðurhúsi til að setja upp í matjurtargarðinum og ná þá á næsta skref í ræktuninni, síðasta sumar var skemmtilegt, ég fékk metuppskeru af baunum, lauk, eplum, plómum og fleiru,,og nú síðast í dag náði ég í restina af púrrulauknum þó það sé búið að vera frost í mánuð þá er hann fínn,, en það er mikið illgresi í garðinum og ég þarf að ná því undir control ef vel á að fara næsta sumar.,,, hvað varðar dýrin á bænum þá stendur til að kaupa hænur í vikunni til að fá egg.  næsta sumar ætla ég mér að fá mér rollur og kannski geitur,,,, í matargerðinni hef ég líka verið latur en er að fá áhugan aftur, og gerði hér um daginn killer bolognese sem var sína notað daginn eftir í Musaka sjá neðar,,, ég ætla líka að reyna í þetta skipti sem ég fæ áhuga á blogginu mínu að láta inn myndir af stelpunum mínum fyrir ættingja mína til að fylgjast með,,

 

Bolognese.

ég hef verið að reyna að lækka matarreikning smábóndans undanfarið og því snúið mér í auknu mæli að svona góðum heimilismat.  Bolognese er sjálfsagt eitthvað sem þarf ekki að kenna neinum öðrum en dætrum mínum, það er von mín að þær hafi gaman af því að lesa þessa dagbók um lífið okkar seinna, og partur af því er að þær geti eldað matinn seinna sem ég eldaði fyrir þær.

ég var að horfa á einhvern matreiðsluþátt þegar ég fékk áhuga á þessu,  ég byrjaði á að skera niður beikon og steikja,, svo skar ég niður smátt, gulrætur, og lauk ásamt næpum, steikt í smjöri og olíu og mýki það í svona 20 mínútur. þá steiki ég kjötið sem  er frekar fitusnautt því steikti ég beikonið meðtilað fá smá fitu og smá reykjarbragð,,,,,, svo set ég 2 dósir organic tómata,, og sveppi,, þetta sauð ég svo í svona klukkutíma,,, hefði mátt vera lengur,, til að allir fengju að kynnast öllum hinum í pottinum,,, svo var það bara spagetti og hvítlauksbrauð,, 

Musaka.

Það er svona basar niðri í Odense, þar sem arabarnir selja grænmeti og ávexti, og maður fær margfalt betra hráefni þar en nokkursstaðar annarsstaðar,, þegar ég fór þarna niðureftir skartaði ég fínu yfirvaraskeggi og fékk að mínu mati talsvert betri þjónustu en vanalega,, mottan er ekki aðeins falleg og kynörvandi fyrir hitt kynið, heldur virðist maður fá betri þjónustu,, synd að þurfa að fórna henni fyrir hjónabandið,,,, ég náði mér í eggaldin þar ásamt mörgu öðru svosem, en þessi eggaldin skar ég í ca 0,5mm þykkar sneiðar , olíu, rósmarín svartur pipar og salt yfir og í ofninn í klukkutíma þar til þær eru orðnar brúnar og hálf drullukenndar,,, þá raðaði ég þeim ofaná afgangsbolognesið frá því í gær,, svo komu tómatar niðruskornir,, svo jafningur yfir allt saman,, og í ofninn í klukkutíma í viðbót,, þetta var svo borðað með brauði og salati. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband