Lumby Cottage Bútík,,,, opnunarpartý,,,

_MG_4782Það er stórmerkilegur dagur í dag fyrir Lumby Cottage, í dag var formlega gangsett Lumby Cottage boutique hér í Lumby,,, reyndar hefur Lumby nú þegar opnað tvo útsölustaði, þe í Odense og í Kolding, á vinnustöðum Smábóndans,,, en í dag gangsetti Smábóndinn móðurskip útsölustaðanna á sínum hreinu hamingjuafurðum, það var að sjálfsögðu margt um manninn í opnunargillinu eða öll fjölskyldan , það vantaði þó tengdamóðurina sem var farin til höfuðborgarinnar í Leikhús,,, í bútíkinni hyggst Smábóndinn selja afurðir sínar sem vonandi í framtíðinni verða af allslags kvikindum en til að byrja með verða þarna heimsins hamingj_MG_4781usömustu egg, og kannski eitthvað grænmeti úr matjurtagarðinum.  Það hefur einmitt verið matjurtagarðrinn sem Smábóndinn hefur verið að sinna undanfarið, í dag hefur verið steikjandi hiti í Lumby eða um 17 gráður og still veður, tilvalið til að planta út í fyrsta beð Smábóndans, þarna hefur Smábóndinn sett niður Hestabaunir, eða Bóndabaunir, eða Breiðbaunir allt eftir því hvað fólk vill, hér í Lumby heita þetta að sjálfsögðu Bóndabaunir, þetta eru spírur sem Smábóndinn byrjaði með inni fyrir uþb mánuði síðan, og hefur sprettan verið framar vonum, það á ekki að setja þær út fyrr en moldin er orðin stöðug við 10 gráður sem hún er ekki orðin enn, en sökum þess að grösin voru farin að falla, þá ákvað Smábóndinn að taka sénsinn á góðu veðri næstu misserin og planta þeim út, Smábóndinn fékk góða hjálp frá heimasætunni við þetta allt saman, hænurnar sem urðu fyrir fólskulegri árás í síðustu viku hafa verið sameinaðar fjölskyldu sinni eftir nokkra daga dvöl á sjúkrahúsi Smábóndans og hafa það fínt, þær munu eiga góða ævi framundan undir vökulu auga Smábóndans héðan í frá og vonum við að allt fari að falla í ljúfa löð og við eigum ekki von á fleiri heimsóknum sem þessum,,, annars eru hænurnar hamingjusamar og það má sjá að sólin sem skín á bakið á þeim daglangt gerir þeim gott, fær Smábóndann til að hugsa til allra þeirra óhamingju kjúklinga sem aldrei fá að sjá sólina s_MG_4770kína, og aldrei fá að róta eftir ormum og öðrum kvikindum sem er þeim náttúrulegt, það er sorglegt hvernir matarhættir nútímans hafa farið með blessuð dýrin, kjúklingar eru því miður ekki þeir einu sem þurfa að þjást, hér í Danmörku er því miður ein alöflugasta grísarækt í heiminum, Smábóndinn segir því miður því þar er sama fyrirkomulagið, grísirnir fá aldrei að sjá dagsins ljós, né róta í skógarbotninum eftir æti, en þetta er efni í margar umræður, Smábóndinn er hamingjusamur yfir því að hér í Lumby Cottage eru öll dýr hamingjusöm, með sólina á bakinu, rótandi í moldinni, að Smábóndanum meðtöldum,,,

 

kveðja,, _MG_4772


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mjög gaman að fylgjast með sveitalífinu :)

harpa hrund (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 16:58

2 identicon

Gaman að þessu,væri til í að hjálpa ykkur í bústörfunum,ef þið væruð nær,er vön td sem hænsnahirðir.kveðja mamma

kristin ellen (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband