Perutré, fyrsta uppskeran af Radísum og Anna Dan liggur á,,,

hænan liggur á 010Það er Smábóndanum sérstakt gleðiefni að ósættið í hænsnakofanum hefur að mestu leyti verið leyst, eins og ég sagði frá í síðasta pistli þá hefur verið gjá á milli mín og Halldórs Lax þar sem hann hefur beitt tvær af hænunum mínum miklu einelti undanfarnar vikur, ég hef varið miklum tíma og púðri í að sannfæra Halldór um að það borgi sig ekki að vera með svona skæting og að öll hænsnin í skóginum eigi að vera vinir, hann hefur ekki tekið þær fyllilega í sátt, en þetta er á réttri leið,  það er líka eins gott því leitin að hænsnahvíslara sem gæti hjálpa til gekk ekki vel, kannski það sé markaður fyrir slíkt starf fyrir Smábóndann.  Eftir páska skifti Smábóndinn um gír hvað varðar markaðsetningu á Bútíkinni hér við Lumby Cottage og færði auglýsingaskiltið útí götu þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur Nr Lyndelse sjái afurðirnar betur, og má segja að Smábóndinn hafi hitt naglann á höfuðið og hefur salan tekið kipp, heilar 200 krónur DK hafa skilað sér og eftir ca 400 í viðbót stendur fjárfestingin undir sér og hægt að greiða lánadrottnum búsins sitt til baka, því eins og alþjóð veit þá rýrir það sjálfstæði bændanna að skulda mikið.  Af bændastörfunum er það að frétta að matjurtir eru ofarlega á baugi, kartöflurnar eru komnar vel upp, radísurnar sömuleiðis og hefur Smábóndinn verið að laumast niður í garð til að bragða á þeim, mér finnst allt grænmeti vera betra þegar það er smátt, þá er eins og það sé sætara en þegar það hefur stækkað aðeins, en auðvitað má ekki vera of mikið að þessu því þá verður uppskeran engin,  auk þess hefur verið snyrt í kringum og vökvað reglulega. 

Það bættist í ávaxtatrjáaflóruna um helgina þar sem Hr Smábóndi fjárfesti í Perutré sem ætti að Perutréðfæra mér uppskeru að nokkrum árum liðnum, auk þess sem það ætti að falla vel inní þau ávaxtatré sem eru fyrir

Maiskornið sem ég setti niður í síðustu viku hafði ekki skilað sér Smábóndanum til mikils ama og hefur því var sett í gang hernaðaráætlun og ég færði pottana inn og setti fyrir framan kamínuna og er stofa heimilisfólksins nú full af mold og pottum Frú Smábónda til ama.  Það hefur skilað sér og nú er allt á fullu og um næstu helgi ætla ég að planta því út í garð.

Það sem er ánægjulegast er að Anna Dan, eina svarta hænan mín hefur lagst á eggin og neitar að færa sig, það þýðir að Smábóndinn fær Free Range Organic kjúkling í matarbúrið sitt fyrir Haustið, sem og fleiri varphænur fyrir veturinn, ekki veitir af því eftirspurnin eftir eggjum hefur vaxið stöðugt.  Það má segja að Smábóndinn hafi stressast dálítið upp við að sjá að ein af hænunum er lagst á, og ekki seinna að vænna en að taka örlítið til hjá henni og gera stemminguna örlítið meira kósý í hænsnahúsinu, ég tek jafnvel frá allan betri mat úr eldhúsinu mínu og færi henni.   

  Smábóndinn gengur reglulega um landareignina sem telst vera ca 1 hektari og lætur sig dreyma um svínarækt, eins og áður hefur komið fram, það hefur líka áður verið rætt á hverslags villigötum svínarækt í Danmörku er og því telur Smábóndinn sig hafa full erindi inná þann markað með alvöru svínarækt þar sem dýrin fá að njóta sín og vaxa á eðlilegum hraða til að fullþroska bragð og gæði, en til þess þarf ég meira land, og hef ég því gjóð augum að landi nágranna míns sem enginn er að nota í augnablikinu, en ég þarf líklega að bíða eitt ár áður en þessi draumur verður að veruleika.  á meðan ætlar Smábóndinn að njóta sumarsins og fullkomna hænsnahirðina.

 

kveðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband