Fjallkonu fashani.

Rebekka mín,,,Síðasta vika var strembin,  Mikið að gera í vinnunni, aðgerð á miðvikudaginn, fundir vegna sérnáms, bréf að skrifa,  fjölskylda að sinna, vísindaferð á föstudaginn.  Það er því kærkomið að það sé komin helgi, ég hef ekkert eldað lengi.  Dagurinn byrjaði á fjallgöngu með Rebekku, við fórum á Úlfarsfell og það er merkilegt að þegar manni tekst að brjóta utanafsér fullorðinshlekkina og renna sér á rassinum þá er það ótrúlega gaman,  eitthvað sem ég þarf að temja mér meira, þe að vera ekki svona fullorðinn og fúll alltaf...  Fjallaloftið eykur manni orku og hugsun og ég var að hugsa um fashanann sem liggur í frystinum mínum og hvernig ég gæti gert hann kræsilegann.  Að elda er besta hugleiðslan held ég.  Hér er fashani handa Rebekku fjallkonu.

 Eitt stykki fashani (keypti hann í krónunni, hann lítur ekkert sérstaklega vel úr,  hamurinn rifinn og tættur, skorið í lærið og hann allur eitthvað samankraminn.  Líklega ástæða þess að krónan er svona "ódýr" ) saltaði hann og pipraði vel.

 Ég kramdi saman í skál:

    Hvítlauk, rósmarín, engifer, sítrónusafa. salt og pipar.

klukkan fimm hellti ég þessu yfir fuglinn, skar í lærin á honum,  og setti sítrónuna og engiferafskurðinn og tvö stykki salami inní hann, og eitt stykki salami á brjóstið á honum.

 klukkan sex byrjaði svo eldamennskan,,,,

 

í tagínunni. 

steikti fuglinn í svona 2 mín á hverri hlið ef hægt er að tala um hliðar á fuglum en þið skiljið hvað ég á við,,,  

bætti síðan við því grænmeti sem ég átti, í þessu tilfelli , lauk, papriku, döðlum, gulu epli og furuhnetum á pönnuna og steikti allt stuffið í svona nokkrar mínútu í viðbót.   

 svo helli ég slatta af bjór útí , og afganginum af grænmetissúpunni sem ég gerði í dag svona 4 dl

svo rétt fljóti uppá grænmetið og set lokið á.  þetta sýður svo í svona 45 mínútur.  Þegar 10 mínútur eru eftir set ég saffran af hnífsoddi útí.  salt og pipar því þetta var ekki nógu djúsí.... 

 

meðan þetta rúllaði voru það kartöflurnar.  vanalega þegar ég elda í tagínunni þá er allt gumsið í bland, en núna langaði mig í sérstakar kartöflur sem voru með kartöflubragði.   ég semsagt gerði bakaðar basil kartöflur, eru ekki flóknar,  sker þær í bita, smjör, basil og gráðostur hellt yfir og bakað.  Alger killer.

 

með þessu var svo.....

 

salat, þið ráðið.,, en ég var með spínat og klettasalat með gráðosti.

 

sósan.

 

villisveppir frá því að við Rebekka fórum að tína í heiðmörk (man aldrei hvort tína er með ypsilon eða ekki)  steiktir í smjöri,  rjóma hellt yfir og soðið smá,, svo chilisultan hennar Ástu Bínu útí ásamt smá hvítvíni..

 Vínið var hið típíska Faustino I sem er mitt uppáhald af ódýrum vínum.......

Ég er búinn að taka TWO LONE SWORDSMEN í gegn undanfarið.  Þeir og Funki Porcini eru að fæða tónlistarþörfina undanfarið,  fyrir þá sem hafa gaman af taktpælingum og smáatriðum í tónlist í bland við skemmtilega melodíu (jón gnarr) þá er þetta málið, en ég þarf svosem ekki að segja electro fólkinu það,, heldur ykkur hinum sem enn haldið að sálin hans jóns míns sé skemmtileg,,,

 giggidi giggidi giggidi giggidi gu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

Komst að því af hverju hann var svona tættur,, hann er ss villtur blessður,, tennurnar mínar fundu það úr með hagli,,,,

eldaði hann greinilega of lengir samt,, hann var aðeins þur, og næst held ég að ég eldi hann í ofni,,,

cheers  Daði 

Daði Hrafnkelsson, 2.2.2008 kl. 20:22

2 identicon

Hljómar vel hjá þér, fyrirhuguð andaveiðiferð féll niður vegna eyrnabólgu og annarra leiðinda.......fer bara bráðum í krónuna með haglarann

Skarió (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:09

3 identicon

önnur leiðindi,,,,?

Daði (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband