Rósmarín og beikonvafin Lynghćna

LynghćnanMiđvikudagur enn á ný og ég er heima hjá mér međ barniđ,  ţetta hlýtur ađ vera einn mesti kosturinn viđ starfiđ mitt, ţađ er frítíminn.  Ég var ađ fara í gegnum myndirnar mínar ţví ég hef í gegnum tíđina tekiđ mikiđ af myndum af matnum mínum, og fann hér eina góđa sem minnir mig á ađ ég ţarf ađ fara ađ gera ţennan rétt aftur, ţetta var í fyrsta skipti sem ég gerđi lynghćnu og hef í rauninni aldrei náđ henni aftur svona góđri.  Ég skrifađi ţessa uppskrift niđur á eldhúspappír og ćtla ađ prenta hana upp hér á ţessa síđu núna.

 

Fjórar lynghćnur:

hćnsnin eru ţerruđ vel međ pappír, söltuđ og pipruđ líka inní, og lögđ til hliđar.

kramiđ saman í mortéli:  hvítlaukur, salt, olía, sítrónusafi (afgangur af sítrónu sett inní fuglinn)  rósmarín , engifer og örlítiđ saffran.

Ţessu er síđan makađ á fuglinn (gott ađ nota sítrónuhelmingana) og látiđ standa í ca 2 klst í ískáp.  hverjum fugli er síđan pakkađ inní beikon (mér finnst ađ ţađ ţurfi ađ vera ca helmingur kjöt og helmingur fita í beikoni) og rósmarín grein höfđ á milli (sjá myndina)  best hefđi sjálfsagt veriđ ađ binda fuglinn saman, en ég gerđi ţađ nú ekki ađ ţessu sinni.  ég skar niđur sveppi og setti međ í mótiđ og kleip smá smjörbita ofaná hvern fugl,  ţetta setti ég í ofninn undir grill í svona 5 mínútur og lćkkađi svo hitann í 180 og eldađi ţannig, í lokin setti ég grilliđ aftur í gang og snéri fuglinum viđ (veit ekki af hverju en ég taldiđ ţađ betra á ţeim tíma) ćtli fuglinn hafi ekki veriđ í ofninum samtals í svona 40 - 50 mín.

Kartöflur voru sođnar međ ţessu, ásamt rjómasođnum aspas og sveppunum.

sósan var nú bara sođiđ af ţessu sulli öllu saman, drýgđ međ olíu, hvítvíni og örlitlu og ţá meina ég örlitlu dijon,,,

 

man ekki hvađa vín var međ ţessu og enn síđur hvađa tónlist var í gangi.  Eitthvađ franskt eflaust,

 

Ţađ er matarbođ í kvöld eins og alltaf virđist vera,, nenni ekki ađ gera neitt djúsí held ég,, skrifa um ţađ síđar... 

Dađi 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband