Norður afrískt svínakjöt,,,,,

Mía að kljást við eldvarnarteppiðÞað er búið að vera mikið að gera,, bæði í vinnu og fjölskyldu,,, árshátíð hjá Rebekku í gær þar sem hún dansaði cha cha cha við draumaprinsinn hann Magnús,,, á reyndar eftir að hitta piltinn en það er mikið talað um hann,,, þau eru níu ára....  Herborg er í skólanum og er dugleg,, hún er að ala barnið og læra,, og Mynd frá París í ramma frá Skorradalþað er meira en ég gæti,,,, í dag var mikið að gera í vinnu,, aðgerð eftir hádeg,,,, náði í RED áðan og tók til í eldhúsinu og fór að elda.  Herborg er sannfærð um að ég sé ættaður frá Norður Afríku þar sem ég hef dökkan húðlit og er austan af fjörðum og er "skapmaður" eins og hún segir,, allavega heillar þessi eldamennska þeirra mig mikið og hér á eftir fylgir tagínuréttur sem ég elska.Rebekka á árshátið

 

í Tagínu set ég.

 

ólífuolíu.  salta hana frekar mikið og set kanilstöng útí sem ég brýt niður.  stór biti af engifer smátt skorið og einn chilibelgur skorinn niður og fræ og allt fylgja með vil hafa þetta sterkt.  Í þessu steiki ég svínakjötið þar til vel gullið.  síðan bæti ég við þremur hvítlauksrifjum stórt skornum,,,,  einum rauðlauk stórt skornum, fullt af döðlum,, epli,,, mandarínu,,,, þremur tómötum,, í rauninni valdi ég bara eitthvað sem ég átti í ískápnum,, það er hægt að nota hvað sem er í þetta,, bara eitthvað kjöt og eitthvað grænmeti,,,, ég krydda þetta með paprikukryddi,,,,, túrmerik,,, og afrísku kjúklingakryddi frá pottagöldrum,,, salti og pipar,, og muldum kórianderfræjum,,, já og handfylli af Majoram.  í lokin vantaði smá sætu og eld þannig að ég setti sultuna hennar Ástu Bínu eins og vanalega,, þarf að ræða við hana um að sigra kokkaheiminn með þessari sultu,, ótrúlega mikil snilld... meðan þetta sauð í svona 1,5 klst,,, já svo lengi dundaði Mía sér við að rífast við eldvarnarteppið og RED horfði á unglingamynd,,  ég læt fylgja myndir úr eldhúsinu hjá mér fyrir Hönnu vinkonu svo hún drepist úr söknuði,,, já og af Míu og Rebekku,,, dætrum mínum.

 Tom Waits er í græjunum,,,, eins og undanfarna daga,,, líklega mesti snillingur tónlistarsögunnar.... 

 

Kveðja Daði,,,, 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á þetta..... namm namm Hvenær er mmér boðið í mat?  Er með 10 manna matarboð annað kvöld og verð með uppskrift frá þér í forrétt,  Hörpuskel með fennel, gulrótum, sellerí og svo sultunni frægu. Verðum að gerast umboðsmenn fyrir Ástu Bínu, þá förum við loks að græða :o) Góða helgi

Biddý (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

gaman að heyra,,, mig minnir að ég hafi skorið grænmetið í mjög þunnar sneiðar með þessu,,, þetta er góður réttur,, sérstaklega með rúgbrauði undir,, en þú græðir nú lítt á því ,,, því miður,,, góða skemmtun í matarveislunni,,

daði 

Daði Hrafnkelsson, 15.3.2008 kl. 09:32

3 identicon

Já jiminn Daði, Rebekka okkar bara farin á árshátíð að vanga við Magnús ofur Magnús. trúi þessu ekki og Mía með stóru stóru augun sín og .... ohh ég er hér heima með hita og hor og hor ekki í þetta sinn af því að ég grenjaði út af ykkkur.. en ég sakna ykkar ofboðslega oft og mikið. .. Hvar nálgast maður þessa sultu..... sem er á allra vörum og borðum

Hanna (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 18:05

4 identicon

Hanna mín þú færð bara sultuna hjá mér,, og Rebekka vex,, með hverjum deginum....

Daði (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:24

5 identicon

Sultutauið svíkur aldrei, bið að heilsa konu og dætrum. Kem í bæinn 3ja apríl,,,,,sjáumst þá

skari (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:51

6 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

Ég fer til Árhúsa þann 5 apríl eigum við ekki að reyna mat þarna einhverntíma,,, hvar verðið þið?

Daði Hrafnkelsson, 19.3.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband