Andabringa með fois gras rjómafrauði,

Tek mér smá hlé hér frá ferðasögunni til að amateur kokkurinn í mér fái að láta ljós sitt skína í smá stund.

Sif, Arnar, Harpa og Pétur eru að koma í mat, það er orðið langt síðan ég hef nennt að elda, þe að segja ég hef ekki fundið mig í því og hélt kannski að ég væri búinn að missa áhugann, er það kannski enn, en í kvöld fannst mér gaman að elda samt.

 

Ég sagði frá því ekki fyrir svo löngu hér að það borgaði sig að vera góður, ég fékk sent allskonar góðgæti frá Gery vini mínum í Frakklandi, eitt af því var fois gras fyllt andabringa, í einskonar confit en þó ekki algerlega.  ég ætlaði að skera hana niður í þunnar sneiðar en hún brotnaði niður í bita við það svo ég bjó til minn litla forrétt.

Brauð, sama hvernig er skorið í hring (með glasi) og steikt uppúr ólífuolíu, smurt með dijon estragon og sett á disk.  Rauðkál þar onáAndabringan er rifin niður smátt og sett þar ofaná.  Fois gras er sett í magic bulletið með rjóma og salti og frauðað,  Þetta var geggjað og það besta er að ég á fituna af kvikindinu enn í ískápnum,, spurning hvað ég get gert við það.

 

Það var svo hefðbundin purusteik í aðalrétt sem rann oní liðið, hef talað um hana áður og nenni því ekki hér,, það var eftirmatur og vín,,,

 

Skalpel er tónlist dagsins

 

Daði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ótrúlega gott... Takk fyrir skemmtilegt kvöld og góðan mat :D

Harpa (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband