Stöðumælabyltingin heldur áfram,,,,

Ég er alveg hissa á því Dr Gunni skuli ekki vera búinn að taka upp hanskann fyrir mig í neytendasíðunni,,, jæja,,, til að allir séu onboard um síðustu framvindu í baráttu minni fyrir lítilmagnann gegn stöðumælanasistunum þá hef ég pantað tíma hjá Borgarstjóra, fékk ekki,, kemur á óvart,, það er eitthvað svo mikið að gera í orkuveitu, og vatnsmýri og eitthvað,,, jæja,,,,  Við áttum gott samtal við hálfgerða ömmu hér í hverfinu okkar,, hún er búin að búa hér svo lengi að hún kann menninguna hér betur en aðrir,,,, hún sagði að það væri pirrandi að það er stöðugt verið að brjóta blómapottana hennar,, rispa bílinn hennar,,, æla á tröppurnar,,,, aldrei kemur löggan,, en þegar við leggjum ólöglega þá koma mörgæsirnar fasistalegar í framan,,,  Ritari borgarstjóra tjáði mér að best væri að senda bréf,,, Lögfrótt fólk segir mér að ef maður sendir opinberu embætti bréf þá beri því að svara skriflega,, þannig að ég bíð spenntur.  Erindi mitt er ekki af verri endanum, alveg jafn merkilegt og kynþáttamismunur, eða kvenfyrirlitning,, þetta er bílastæðamismunun af hálfu hins opinbera og ég býst við að verða jafn frægur fyrir baráttu mína og Rosa Park.  Kannski ekki.  En byltingin lifi,, já ,, ég hef tekið eftir því að það hefur ekki alveg verið jafn mikill samhljómur borgaranna og ég bjóst við,, það hafa ekki alveg nógu margir commentað og svona,,

 

Í öðrum fréttum þá er ég að elda tagínuréttinn fræga handa stelpunum mínum,, klikkar vonandi ekki og ég þarf að vita hvort það sé ekki kúl að skýra barnið Daði Daðason ef þetta er strákur.

 

 

 Daði stöðumælir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Daði

Ég sá bloggið þitt inn á vinalistanum á blogginu hennar Röggu. 

Ég bara varð að kommenta á þetta hjá þér þar sem ég er miðbæjarbúi líka og kannast vel við þetta bílastæðavandamál. Á tveimur árum þá borgaði ég um 200 þúsund stöðumælasektir þar sem ég þurfti að leggja upp á gangstétt þegar engin stæði voru nálægt húsinu og það var alltaf sama sagan. Stöðumælaverðir mættir snemma á morgnana til að ná öllum bílunum og raka inn í bílastæðasjóð. Ég prufaði svo einu sinni að kæra og gerði það á grundvelli þess að það væri verið að mismuna fólki eftir búsetu. Það er skemmst frá því að segja að það hafði ekkert upp á sig.. En ég styð þessa baráttu heilshugar. Þetta er klárlega verið að mismuna fólki eftir búsetu en það er bannað skv lögum.. :)

Kveðja Júlía

Júlía (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 19:03

2 identicon

Þatta kallar mar nú bara að pissa upp í vindinn, en skil þig mæta vel min ven! Ég vill ekki láta brjóta blómapottana mína og æla á tröppurnar mínar og borga í stöðumæla. Þessvegna bý ég ekki í miðbæRVK hehehehehoohohoh,,,,þetta er nú ekki svo nauið með haglabyssu.

p.s lumarðu á góðri heiðlóuuppskrift......;)

Óskar Ara (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:28

3 identicon

Já minn kæri frændi þetta er ákveðið misrétti og skil ég vel gremju þína. Þú hefðir hins vegar átt að vera komin í mat til okkar í gærkvöld þegar Gauti eldaði gæsabringur, andabringur og lambafille já ásamt meðlæti.

Til að toppa frábæran mat var boðið upp á ábrystur í eftirrétt með kanilsykri.... Það skal tekið fram að flestir borðuðu eða svona helmingur fjölskyldunnar!!! Bestu kveðjur Ragga

Ragga frænka (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband