Evrópumót næsta sumar og kjötsúpa dauðarins,,,,,

Í gær var ég staddur á gamla Borgarspítalanum í aðgerð,, aðgerðin sú átti að taka ca 4 tíma en endaði í næstum sjö,,, það er ótrúlega erfitt að standa uppá endann í sjö tíma og operera,,,, í gamla daga í frystihúsinu fékk maður amk mat og kaffi yfir heilan vinnudag en því er ekki að skipta í kjálkafærslum,,, í stuttu máli eru báðir kjálkar skornir í sundur og færðir til. fer ekki útí smáatriðin því þetta er ekki fyrir viðkvæma. það vonda við þessa löngu aðgerð er það að ég hafði lofað Rebekku elsku dóttur minni að fara með hana á leikinn,, en ég varð að svíkja hana sem kramdi í mér hjartað,,, Herborg bjargaði deginum eins og alltaf og fór með hana en ég fylgdist með í útvarpinu á skurðstofunni. Ég er ákaflega stoltur af íslenska kvennalandsliðinu og er þeirra mesti stuðningsmaður,,, næsta sumar reisi ég með alla fjölskylduna til Finnlands og rækta þjóðarstoltið,, Rebekka er frekar góð í fótbolta og ég vil sýna henni að ég styðji hana alla leið og því ætlum við að fara til Finnlands. af öðru, þá var fyrsti dagur vetrar um síðustu helgi og ætla ég að fagna vetri með kollegum mínum um þessa helgi með Kjötsúpuveislu eins og síðasta ár. ég byrjaði fyrir viku . kjötsúpaSOÐIÐ. ég átti tvo hryggi og eitt lambalæri í frysti,,,, þe beinin,, eitthvað sem hafði verið í matinn fyirr löngu.,, ég brúnaði þetta vel í ofni, setti svo í pott, með chili, hvítlauk, sellerí, fersku rósmarín,, lauk , sítrónu helmingum frá því að ég var með kjúklinginn um daginn,, beinagrindin af kjúklingnum og gulrótum. soðið uppá þessu á hverjum degi,, og úr þessu fékk ég um 5 lítra af sterku soði,, eg vildi ekki kraft heldur soð. Ef maður sýður uppá þessu losnar maður við bakteríur og vitleysu,, held ég amk og með því að leyfa þessu að kólna yfir nóttina fæ ég einhvernvegin betra bragð...... Súpan Í dag byrjaði ég svo á súpunni,,, ég fór í Hagkaup að kaupa kjötið en þar var bara til framhryggur en pilturinn í kjötborðinu lét mig hafa framhrygg á sama verði og súpukjöt,, segið þið svo að kreppan sé ekki æðisleg,,, ég elska þessa kreppu,, ég hef tapað öllum mínum peningum og mér hefur aldrei liðið betur,,, allir peningar farnir en endurheimt frelsis er enn betra,, héðan í frá eyði ég mínum peningum

(veit ekki hvaða fólk er á myndinni,,, ) 

 

í vitleysu og spara aldregi framar,,,,,,,,, allavega,,,,,,,,,, úrbeinaði kjötið og steikti beinin í mikilli olíu og pipar,, lengi,,, sauð síðan í bjór og henti síðan beinunum,, steikti síðan kjötið og sellerí,, alveg heilan helling,, ásamt heilum hvítlauk, einum lauk,, og helling af gulrótum,,,, hellti síðan þegar þetta var brúnað þessum fimm lítrum af soði yfir og öðrum þremur lítrum af vatni og hálfum af bjór,,,, útí þetta fór kíló lífrænt ræktaðar smákartöflur skornar í tvennt,, tvær stórar rófur skornar í teninga,,, heilt bréf beikon,, þetta lét ég sjóða í klukkutíma,,, svo bragðbætti ég með salti,, pipar,, dijon,,,, einiberjum krömdum,,, og chilisultu,,, ,,, mér finnst hún frekar fitug eins og er,, veit ekki hvernig ég næ því úr nema leyfa henni að kólna í nótt og veiða fituna af í fyrramálið,, rétt áður en ég ber hana fram,,,, hver sagði síðan að efnafræði borgi sig ekki fyrir tannlækna,,,, allir vita er kjötsúpa betri daginn eftir,,, rétt eins og lasagne og ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, allavega,, á morgun legg ég kjötsúpun í dóm samstarfsfólksins sem ég á svo mikð að þakka. já og af framvindu stöðumælabyltingarinnar er það að frétta að ég hef verið boðaður á fund. Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn góður...ég ætla rétt að vona að þetta hafi verið besta kjötsúpa í heimi eftir allt brasið í kringum hana hahaha!!

Ég kem með til Finnlands....

Diljá (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:52

2 identicon

Já ég væri alveg til í að koma með til Finnlands.... Þær stóðu sig frábærlega stelpurnar...Gangi þér vel kæri frændi...Kveðja Ragga

Ragga frænka.. (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:01

3 identicon

Takk fyrir kjötsúpuna, get vel sagt að hún var sú besta sem ég hef smakkað :)

Rakel Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband