Andaconfit með bökuðum kartöflubátum og salati,,,,

Ég hef sagt frá því áður hér á þessum stað að ég fékk sent frá Frakklandi af honum Gery vini mínum allskyns góðgæti úr andaríkinu,,,, eitt af því sem ég hef verið að spara fyrir rétta mómentið er confiteraðir andaskankar,,, Ég er nefnilega í smá tilraun sjálfur með Grágæsarleggi sem ég ætla að vera með í matinn um næstu helgi og leggja í dóm tilraunaeldhússins þar sem Sif og Arnar eru helstu dómarar,,,, fyrir þau hef ég lagt allskonar ógeð í gegnum tíðina og þau eru þess góða eðlis að þau segja satt um matinn,, ólíkt flestum þeim sem ég býð í mat.,,,, takið eftir að ég segi flestum,,, Andaskankana var ég með í matinn í dag því mig vantar fituna af þeim til að confitera gæsaleggina,,, ég segi frá tilrauninni síðar en þessi matur var engin vonbrigði frekar en allt franskt.  Þetta er einn besti matur sem ég hef á borð borið fyrir sjálfan mig,, Herborg var hrifin en lystarlítil,, Mía tók frekjukast svo engu var komið ofaní hana,,, Leggirnir koma tilbúnir í krukku svo það var bara að steikja þá,, þe krispa upp húðina,,, svo ég er ekki með hástemmdar matarlýsingar hér að þessu sinni,,, Kartöflurnar voru sósaðar í andafitu og salti,, salatið var eftir behag,,,bara segja fólki að prófa,,,, ég sá annars sorglegt myndband á Youtube um daginn,, þar eru íslenskir gæsaveiðimenn að handera bráðina og mér sýnist að þetta séu tugir gæsa sem þeir hafa veitt,,, vel gert,, en þeir kunna greinilega ekki mikið fyrir sér í eldhúsinu því þeir hirða bara bringurnar sem er synd,,, alger synd og heimska,, taka ekki leggi og læri,, ekki lifur,, nota ekki beinin í soð,,, það er hægt að gera svo ótrúlega mikla hluti með skrokkinn af einni gæs,,td fylltan háls og fleira,, ég þarf að fara að nenna að skjóta gæs og handera sjálfur,,, það kemur einn daginn,,

 

Annars er allt gott,, kreppan er að gera útaf við mig,, lánin eru að nálgast suðumark,,,

 

Daði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi, væri sko meira en til í að koma í mat til þín einn dagin, EN þá ætla ég að biðja þig um að vera ekki með fyllta hálsa!!!Please..

Láttu kreppuna ekki gera útaf við þig, þetta eru bara peningar og þú átt svo margt miklu betra, flottara og verðmætara en þá....En þetta er skítt og lánin mín eru á hraðri uppleið. Ég reyni að taka einn dag í einu og anda djúpt og bara keep on going...

Svo mannstu eftir stofunni sem við ætlum að opna einhverstaðar erlendis... Bestu kveðjur frá Röggu frænku....

Ragga R (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:26

2 identicon

Daði, ertu byrjaður að föndra jólakortin....

Hanns (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:53

3 identicon

nei ekki enn,, kannski ég fari að huga að jólaföndrinu

Daði (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband