Stokkandasoð, Rjúpnasoð og Ian Curtis,,, Joy Division,,,

Undirbúningur fyrir gamlárs er í gangi,, Gamlárs hefur hingað til verið frekar vont kvöld fyrir mig,, ég hef aldrei haft gaman af því,,, en nú ætla ég að njóta þess með góðum vinum og rausnarlegu matarboði,,,, ég ætla að hafa þríréttað amk,, kannski fjórréttað,, góð vín og svo framvegis,,, ég byrjaði í dag að gera soð, það er árlegur viðburður að gera rjúpusoð og frysta, ég geri það á auðveldan hátt ég sýð bara beinin og hjörtu og allt draslið sem verður eftir aðfangadag í drullu og salta,, ég bæti engu í Rjúpnasoðið mitt,, ég vil hafa rjúpubragðið sem ómengaðast,,,, þetta frysti ég svo í klakapokum svo það sé auðvelt að bragðbæta hina ýmsu rétti með þessu yfir árið,, ég er samtí eldhúsinu að spá í að nota soðið að þessu sinni til að gera rjúpusúpu einhverntíma á miðju ári ,,,, ég er líka að gera Andasoð, ég fékk hjá Birni vini mínum að Flúðum þessar fínu Stokkandaafurðir, bringur, hjörtu, fóörn, bein, lifur og læri,, ég steikti beinin, hjörtu, fóörn saman í smjöri og saltaði, tók lifrarnar frá því þær ætla ég að borða með gráðosti og sultu á gamlárs sem partur af forréttinum,,, eða forréttunum,,, ég sauð þetta svo heillengi með einiberjum og lárviðarlaufi og negul til að gera andakraft,, sem ég ætla að nota yfir árið,,,, svona eldamennska heillar mig mikið, nýta allt sem hægt er og búa til úr því svona kræsingar,, það er sorglegt hve margir kalla sig veiðimenn en eru í rauninni ekki að veiða heldur drepa,, nýta bráðina sorglega illa osfrv,,,   Í matinn í kvöld verð ég með það síðasta sem ég á eftir af sendingunni frá Geri vini mínum í Frakklandi, eða Andabringur í grænupiparsósu, soðnar kartöflur og rauðkál í matinn í kvöld,, þannig að það er mikið um Önd þessa dagana,,,, ég mun tala meira um gamlárs þegar það dregur nær,,, Vídéólega séð var gærkvöldið gott, við sáum Tropic Thunder með Ben Stiller sem er skemmtileg,, mér finnst Ben Stiller hafa góðan húmor,, eftir að ég sá Zoolander er hann hetja,,, en við sáum líka CONTROL sem er mynd um upphaf og endi Joy Division séð í gegnum líf Ians Curtis, sem drap sig 23 og markaði endinn á Joy Division og upphaf New Order og sumir segja Danstónlistar þó það sé hægt að deila um það,,, en allavega frábær mynd sem ég mæli sterklega með,, skemmtilegur tónn á henni svarthvít og tónlistin ætti að henta öllum sem áhuga hafa á tónlist yfir höfuð,,,

 

Rock on

 

Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband