Heimagert beikon,,,

Það er kreppa,, þá þarf maður að setja á sig vettlingana og snúa sér að sjálfsþurft,,,,, mig hefur lengi langað að gera mitt eigið beikon, því beikon sem selt er hér í búðum er flest vont,, þe of þunnt skorið, og ekki nógu salt fyrir minn smekk,, því brá ég á það ráð að gera þetta loksins,, ég eignaðist tvær feitar síður,, blandaði saman 2 dl salti, 2 dl púðursykur og 1 dl hlynsíróp, sett í poka og í ískápinn í 7 sólarhringa, tekið síðan úr pokanum og haft á grind í ískápnum í einn sólarhring og svo kaldreykt, 

 

besta beikonið í bænum vafalaust,, af öðru þá er eins og rotta hafi skitið í hálsinn á mér og drepist síðan þar,,, ég er að drepast.  tónlistarlega séð er það Dimitri Schostakovic (vona að þetta sé rétt skrifað) sem blífur,,,,

Daði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Taka svo bara vel á því í ræktinni, fara svo heim og fá sér beikon........

skarió (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband