Dóttir mín er fædd,, ég missti af fæðingunni,,,,

Í dag er stór dagur í mínu lífi,, ég gleymi honum aldrei ekki frekar en þegar hinar dætur mínar fæddust,, nú á ég þrjár stelpur,, ,,þetta er búinn að vera furðulegur dagur á margan hátt,, ég vaknaði kl 6 í Kaupmannahöfn (fimm heima) til að fara á Glostrup spítalann í viðtal og að skoða aðstæður,  þegar ég er nýkominn þangað hringir Herborg,, hún er komin með verki,,, shit,, shit shit shit,,, ég hef trú á að aumingja maðurinn sem var að taka við mig viðtalið og sýna mér spítalann hafi þótt ég furðulegur,, ég man satt að segja ekki orð af því sem hann var að segja,,, ég var þar í svona tvo tíma og svo fór ég með honum á Rigshospitalet þar sem ég planið var að fara í aðgerð.  Aðgerðin var heldur ekki af minni skalanum heldur var verið að setja gerfikjálkalið í 10 ára barn,, til að slíkt sé hægt þarf að fletta höfuðleðrinu af alveg niður að eyra,,, fimm tíma að gerð sem var reyndar byrjuð þegar ég loks mætti,, ég sagði ekki mikið né spurði,, ég stóð þarna í einhverskonar leiðslu og hugurinn var heima,,,, þegar aðgerðin var búin um hálfþrjú hljóp ég niður til að lesa skilaboð sem mér hafði borist klukkan 12:40  stutt og laggott     "faedd var ad koma"   það er ótrúlega erfitt að vera hérna,, ég hef aldrei verið jafn einmanna og ég er akkúrat núna,, aldrei verið jafn einn í heiminum,, ég átti fyrir höndum tvö viðtöl til viðbótar, og endaði það svo að ég sagði fólkinu að ég hefði verið að eignast barn rétt í þessu til að mæta skilningi,,, sem ég fékk,, Danir eru fínir,.,,,,  það er því svo að meðan eitt barn liggur á skurðarborðinu fyrir framan mig er mitt eigið að koma í heiminn,, Skrítið líf,,,    VIðtölin gengu vel og ég held að ég sé ágætlega kynntur hér,, nú er bara að leggja inn umsókn,,,,,,,,   ég sit núna á VInstue 90 á gamle kongevej sem Jón Atli sagði mér að koma á,,,, ég er á öðrum bjór,, mellonkollían í mér vakti athygli barþjónsins sem spurði mig hvort ekki væri allt í lagi,,,, ég sagði honum sannleikann og nú stefnir í almennt fyllerí hér meðal mín og localanna,,,,, barþjónninn hefur boðið mér uppá brennivín og fólk hamaðist við að óska mér til hamingju,,,  Gamall maður sem situr hér sagði mér að þegar hann eignaðist sín börn hafi verið drukkið fram á nótt,,, en alltaf á kostnað föðursins og svo glitti í vonarglampa í augum hans,,, kannski eftir nokkra bjóra í viðbót,,,,,Þessi dagur er skrítinn,,,  Herborg er náttúrulega ótrúleg kona,,, það er gæfa að hafa fengið hana,,, 

 

 

Daði,,,,, 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Daði. Við Erik seigum TIL LYKKE! og vonumst til að móðir og dóttir hafi það gott...já og pabbinn líka. Passaðu þig, danski bjórinn slár hart, sérstaklega ef þú hefur ekki fengið neinn mat í dag...og þú þarft að ná fluginu heim á morgun!!!!

Kveðja Unnur

Unnur (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:43

2 identicon

Hæ hæ elsku frændi til hamingju með snúlluna og allar stelpurnar þínar.....Þú ert sannalega ríkur maður

Ragga (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:51

3 identicon

til hamingju með þessa nýju!

sé ykkur fljótt!

Stefán frændi (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 06:52

4 identicon

Yndislegt alveg hreint,

Hanna (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband