Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Marocco tagíne kjúklingaleggir.

Já það er bara heimilismatur að þessu sinni.  Ég er búinn að fá leið á slagsmálum við borgina, leiður að fjármálaumræðu og hvað greyjið bankarnir eiga bágt,  enginn Elton John á árshátíðina og svona,,,, Ætli Geiri Sæm og hunangstunglið verði ekki að duga,, annars var tíðindalítill dagur hjá mér,, fór jú í klippingu, ætli það sé ekki highlightið,,, er heima að hlusta á Míu grenja sig í svefn, og elda.  Það er ekkert gengisfall í eldhúsinu.  Ég hef margsinnis bloggað um þessa tegund matargerðarlistar og ætla ekki að endurtaka mig hér,,

 

Daði 


Stöðumæla í úthverfin!!!!

Ég er algerlega að fá ógeð á Reykjavík.  Fólk í miðbænum fær ekki stæði fyrir utan heimilin sín.  Og löggan hefur ekkert betra að gera en að sekta þetta, bílarnir standa þarna yfir blánóttina.  Ég krefst þess að settir verði upp stöðumælar í úthverfin.  Er þetta ekki brot  á jafnræðisreglunni að miðbæjarbúar þurfi að búa við skattheimtu fyrir bílastæði en ekki aðrir?
mbl.is 40 bílar á gangstéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mexícan tacos,,,,

Það hefur lítið borið á svörum vagna stöðumælabyltingarinnar,  borgarstjóri hefur tjáð mér að málið sé í farvegi innan stjórnkerfis borgarinnar, sem er leiðinlegasta drullusvar sem nokkur getur gefið nokkrum manni,, svona er þetta orðið ópersónulegt og ömurlegt, ég ætla að skila auðu í næstu kosningum því þetta eru allt fífl, eða að fífla mig veit ekki hvort,, Davíð Oddson er að skíta á bringuna á sér í Seðlabankanum, sjaldan hatað hann meira en akkúrat nú,,, Það verður gaman að sjá hvort Geiri glerhaus þori að reka Davíð.

 

Stelpurnar töpuðu í fótboltanum í dag eftir slappan leik, þær fóru ekki af krafti í tæklingar nema ein sem fékk heilahristinn fyrir,,,, lélegar sendingar og lítilll sigurvilji einkenndi leik þeirra, en í samanburði við strákana eru þær meistarar,, ég hef trú á þeim og held að svekkelsið eftir leikinn í dag veiti þeim kraft í að vinna í umspilinu,, Íslendingar fara alltaf lengri leiðina hvort sem er.

Ég var á vakt í dag.  Ömurleg vakt, þurfti að draga tönn úr níu ára strák, greyjið.  

 

Herborg er að elda mexican tacos fyrir mig,,, 

 

lates


Nauta rib æ með frönskum og salati

gamla vélin 021Frábær dagur,, það eru dagar eins og þessi sem er geggjaðir,,, venjulegur föstudagur breyttist í dag þar sem mesta púðrið fór í litlar skurðaðgerðir og skemmtilegt fólk,,, fékk inní stól til mín kúbana sem er hér að kenna salsa, og aldrei ,,ALDREI,, hef ég séð klinkurnar dofna jafn hratt í hnjánum eins og í dag,  hann algerlega át þær,,,, hann gaf mér líka stórt faðmlag þegar hann kvaddi,,, þrátt fyrir að ég hafi skorið úr honum endajaxlinn með látum og miklu blóði,,, svona á fólk að vera,  glatt umfram allt,, þessi strákur er kominn langt að , og er hér til að dansa og hafa gaman,, öfundsvert að vera svona frjáls og skemmtilegur.

 

Sótti Míu á leikskólann og lék við hana lengi í dag,,kubbuðum,, fór í búðina og ríkið og eldaði rib æ fyrir Herborgu sem vantar járn í óléttunni.  Svosem ekki flókin eldamennska,, skar kartöflur í franskar og bakaði í ofninum með ólífuolíu og kryddi,,, aðallega salti,,, saltaði steikurnar sem hefðu mátt vera þykkari og steikit í tvær mín áhvorri hlið,,, medium rare,,,,auðvelt salat með þessu og ódýrt vín,, eitthvað argentískt,,, tók til og fór í bað,,,

 

Er þetta ekki týpískur dagur þrítugs overworked heimilisfaðirs.

Love it

 

Daði


Kjúklingakjuðar og fréttablaðið

Það má segja að myndin sem ég sendi í Fréttablaðið hafi vakið kátínu, enda var það tilgangurinn, ekki það að mér finnist hún eitthvað ljót eða fyndin, að mínu viti er ég fallegur þarna,  Það var marathon dagur í vinnu, mér finnst það fínt, en þetta var fullmikið, ég mátti varla líta upp í dag.  Kláraði um hálfsjö eftir hálftíma pásu um tvöleitið, annað frí fékk ég ekki í dag.  Eldaði kjúklingakjuða með fennelhrísgrjónum,, steikti kjuðana með hvítlauk og chili og engifer, niðursoðnir tómatar og Kókosrjómi, venjulegur rjómi og krydd.  var alveg ágætt.  enginn tía samt,,,, Lék mer mikið við Míu í dag, kenndi henni að gefa "high five" ,,, veit ekki af hverju fólk kennir börnunum sínum þetta, en við dönsuðum líka mikið við Scalpel, sem ég gruna nú að sé einn og sami maðurinn við Luke Vibert, aka Wagon Christ,, kemur í ljós,, Gúggla það síðar.,,, það er föstudagur á morgun Rebekka ætlar ekki að koma um helgina, náttfatapartí í gangi sem er skemmtilegara en pabbi gamli,, sætti mig við það held ég bara,  svo er ég á Vaktinni um helgina þannig að útkýldir djammarar og tannskemmdir niðursetningar verða mínir gestir um helgina,, Er samt að spá í að komast á skytterí eitthvað,,, vantar villibráð í frystirinn.  á eiginlega bara fisk... 

 

allavegar þá kveður fréttablaðskokkurinn að sinni.  

 

D. 


Ítalskt ostapasta með Pouilly Fusse

Eins og ég sagði var ég að koma frá Flórens og þaðan kemur maður ekki tómhentur.  er með Pasta, þurrkaðar kantarellur, eðalvín en öngvar olíur né slíkt, nennti því ekki.  Sif og Arnar komu í mat og ég eldaði pasta.

 

Pastað er soðið al dente eins og allir vita í smá söltu vatni. 

sósan er mikil olía , hituð, hvítlaukur og chili sett útí, og mýkt, svo brie, camenbert, gráðostur brætt samanvið, svo safi úr hálfri sítrónu, eitt glas hvítvín, og slatti rjómi,  niðurrifinn parmasean og fransbrauð með þessu,  ferskt salat og Pouilly Fusse  2004. 

 Teitur hinn færeyski hefur verið í græjunum,, ágætis plata en þreytt fljótlega,, ekki minn tebolli,, þarf að fara að finna meira electro.

 Daði


EKKI FYRIR VIÐKVÆMA.

Ég er búinn að vera á þingi í Flórens í fimm daga.  Komum við í Amsterdam.  Það var gaman, gott að hitta kollega frá öðrum löndum og bera saman bækur,  góður félagskapur í Hrönn líka, virkilega gott að ferðast með henni,  við nutum að sjálfsögðu víns og matar, fórum á Michelin stað sem var ss ekkert sérstakur, en vínið það allra besta sem ég hef fengið, drakk líka heila fjöru af því og man því ekki hvað það heitir,,, það situr mikið eftir í huganum eftir svona stórt þing, vorum á evrópska lýtatannlæknaþinginu, margt sem þarf að vinna úr og svona, næstu vikur fara í það, en það er mikið að gera, margar aðgerðir framundan, misstórar auðvitað en stórar flestar.

 

íSusan Sontag Ferðalaginu las ég aftur "um sársauka annarra" eftir Susan Sontag.  Þessi kona var snillingur það er auðséð, hún dó 2004 eftir baráttu við krabbamein, skrifaði ma bók um það.  En þessi bók er eitthvað sem þarf að lesa reglulega, hún er að tala um hvernig við erum bombarderuð með myndum af blóði og stríði og hörmungum og ógeði alla daga, að við erum orðin ónæm fyrir þessu,  þegar koma myndir af sundurtættum líkum barna og kvenna þá hugsar maður, ja hérna, það er nú meira ástandið þarna, og svo ekki söguna meir. Hún nefnir að í USA er ekki til almennilegt ljósmyndasafn af þrælahaldi og aftökum, af því að USA heldur að þá fari allt í háaloft, þeir vilja ekki að almenningur sér í lagi Svartur almenningur sjái hvernig farið var með fólkið.  Hún talar um frægar fréttaljósmyndir af hörmungum mannanna eins og aftökur, sprengingar osfrv ég ætla ekki að fara að þylja þetta upp hér, kaupið bara bókina hún er þess virði, en læt nokkrar myndir fylgja sem hún talar um í bókinni,, væri gaman ef þið þorið að skoða þær að vita hvaða tilfinningar þetta vekur hjá ykkur.

 

Daði.

 

 

 

 

27kenn04

 

Þessi maður er dauður, hann hefur nýfengið í sig kúlu og er að detta

 

Napalm-vietnam

 

Þessi börn, já og fók er að hlaupa undan Napalmi USA í Vietnam

 

 massexec

 

Þessir gyðingar mæta örlögum sínum í röð

 

Russia-partisanen02

 

Par úr rússnesku andspyrnuhreyfingunni,

 

ég var búinn að finna fleiri myndir en ég er ekki að meika þetta,, tek þessa færslu út eftir nokkra daga held ég,,  

 

Þetta er bara eitthvað fast í hausnum á mér eftir að hafa lesið þessa bók,, ef þetta fer í taugarnar á ykkur biðst ég afsökunar

 

Daði 


FLÓrenS

Jæja ég er farinn til Flórens,,, vonandi verður það gaman,,,

 laters

d


Stöðumælabyltingin heldur áfram,,,,

Ég er alveg hissa á því Dr Gunni skuli ekki vera búinn að taka upp hanskann fyrir mig í neytendasíðunni,,, jæja,,, til að allir séu onboard um síðustu framvindu í baráttu minni fyrir lítilmagnann gegn stöðumælanasistunum þá hef ég pantað tíma hjá Borgarstjóra, fékk ekki,, kemur á óvart,, það er eitthvað svo mikið að gera í orkuveitu, og vatnsmýri og eitthvað,,, jæja,,,,  Við áttum gott samtal við hálfgerða ömmu hér í hverfinu okkar,, hún er búin að búa hér svo lengi að hún kann menninguna hér betur en aðrir,,,, hún sagði að það væri pirrandi að það er stöðugt verið að brjóta blómapottana hennar,, rispa bílinn hennar,,, æla á tröppurnar,,,, aldrei kemur löggan,, en þegar við leggjum ólöglega þá koma mörgæsirnar fasistalegar í framan,,,  Ritari borgarstjóra tjáði mér að best væri að senda bréf,,, Lögfrótt fólk segir mér að ef maður sendir opinberu embætti bréf þá beri því að svara skriflega,, þannig að ég bíð spenntur.  Erindi mitt er ekki af verri endanum, alveg jafn merkilegt og kynþáttamismunur, eða kvenfyrirlitning,, þetta er bílastæðamismunun af hálfu hins opinbera og ég býst við að verða jafn frægur fyrir baráttu mína og Rosa Park.  Kannski ekki.  En byltingin lifi,, já ,, ég hef tekið eftir því að það hefur ekki alveg verið jafn mikill samhljómur borgaranna og ég bjóst við,, það hafa ekki alveg nógu margir commentað og svona,,

 

Í öðrum fréttum þá er ég að elda tagínuréttinn fræga handa stelpunum mínum,, klikkar vonandi ekki og ég þarf að vita hvort það sé ekki kúl að skýra barnið Daði Daðason ef þetta er strákur.

 

 

 Daði stöðumælir


Sjúkrahúsið,,,

Laaaangur dagur í vinnunni,, samt búinn kl 3,, bara ógeðslega mikið að gera frá morgni til já þrjú,,, jæja,, Mía er búin að vera í rannsóknum í allan dag bara til að læknarnir segja að ekkert sé að,, Enda kannast ég við lækninn sem tók á móti henni,, við vorum saman í læknadeildinni,, hef aldrei haft mikið álit á honum,, kannski hef ég rangt fyrir mér þar eins og alltaf,, en hann allavega gleymdi að skoða hana klínískt,,sendi hana bara beintí rannsóknir,, aldrei skilið það.

 Enduðum svo daginn fjölskyldan með tvær snilldarmyndir , eina franska sem heitir köfunarkúlan og fiðrildið, og hin hallam foe,,,, í gær sá ég svo Smart people,, allar einstakar snilldarmyndir og mæli með fyrir hvern sem er,,,,

Daði 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband