Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Kræklingur í hvítlauk,,, og Lax,,,

blogg myndir 001Það er erfitt að fá góðan fisk hér á Fjóni,, sem er afar skrítið þar sem þetta er eyja,,, Ég hef meira að segja verið að fljúga með frosinn fisk milli Íslands og Danmerkur þegar ég hef verið að fara heim að vinna,,, allavega,,,við höfum verið að leyta að fiskbúð hér sem virkar og fundum eina,, sem allavega dugar í bili,, hún er niðri í Odense,,, er á leiðinni heim úr vinnunni,,, og hefur einhvern rómantískan sjarma,, þarna er bara einn maður að vinna,, eigandinn býst ég við,, það er frekar einfalt úrval í boði og spennandi fyrir mig,, hef ekki mikla reynslu af álum og fiski úr Viktoríuvatni enn sem komið er,, svo er hægt að fá reyktan Lax,,, reykt hrogn,, og allar tegundir af Síld,, svo selur hann Hvítvín og bara eina tegund,, Það hefur þó verið erfitt að fá Herborgu til að vera ævintýragjörn í fiskivali og því er Kræklingur og Lax ekkert rosalega nýmóðins,, en þetta kemur,,   ég hef verið að horfa mikið á Rick Stein undanfarið og er voðalega innblásinn fiskielskandi þessa dagana,, er nýbúinn með innblástið danskt svínakjötstímabil svo ég held að blóðrásarkerfið mitt sé ánægt með nýju þráhyggjuna,, lifrin er fuckt eatherway,,,

 

 

 

Kræklingur í Hvítvíni....

 ég man einhverntíma fórum við Herborg uppí Hvalfjörð að tína krækling þegar við vorum nýbyrjuð kræklingursaman,, ég veit ekki alveg hvað hún var að hugsa að vera kominn með þennan nörda kærasta en afrakstuinn var botnfylli af kræklingi í skúringarfötu,, kannski ca kíló,,, þessi maturvar síðan eldaður samdægurs og gat því ekki verið ferskari,,né eftirminnilegri,, við tölum um þennan dag ca þrisvar á ári og gerum eflaust alltaf,, ég saxa niður slatta af hvítlauk,, slatta af engiferi,, slatta af ferskum rauðum chili,, og slatta af fersku rósmaríni ( átti ekki basil í þetta skiptið)  allt eftir smekk,, á háum hita svita ég kryddið í svona mínutu og set svo kræklinginn útí,, velti honum um í svona hálfa mín og set svo hvítvín yfir allt saman og sýð þar til kræklingurinn er búinn að opna sig,,,, borðað með góðu brauði,, parmasean osti,, og meira hvítvíni,,,,

 

laxinnLaxinn,,,,

 mig langaði í Viktoríufiskinn fyrir þennan rétt en lenti undir og lax er málið,, Ég reyndar elska lax,, hann er alltaf góður,, þó hann sé bara soðinn með smjöri og kartöflum er hann ógeðslega góður,, en ég lagði aðeins meira í þetta í kvöld,,, þetta er einhver blanda af asískum og ítölskum áhrifum,, í eldfast mót set ég olíu og smjör og sojasósu,, niðurskorið sellerí,,, grænar og svartar olífur,,, laxinn sem er kryddaður með kóríanderfræjum sem hafa verið mulin í mortelinu,,,, svo er sett á hann Pestó,, og soðnar kartöflur og soðnar gulrætur,,   sama brauðið,, sami parmasean osturinn og sama hvítvínið,,,

kærar kveðjur,,,

 Daði,,,


Eldhúsgarðurinn,,,,

eldhusgardurHúsinu okkar fylgir risastór garður, og í einu horninu er ég að útbúa eldhúsgarð fjölskyldunnar,,,,það hefur lengi verið draumur hjá mér að eignast stóran fallegan eldhúsgarð,, ég hef verið með þessa garðyrkjuþráhyggju síðan ég var barn,,, og nú virðist þetta loksins ætla að rætast,, Lars Gram vinur minn hér í Lumby kom á dráttarvélinni og snéri við moldinni fyrir mig þar sem garðurinn hefur ekki verið notaður í mörg ár og ég er byrjaður að byggja hækkuð beð og helluleggja,,, ég er búinn að planta í hann kartöflum og parnips,, sykurbaunum og blaðlauk, og tvennskonar káli,,, hef talsverðar áhyggjur af gæðunum á moldinni,, finnst hún vera frekar leirkennd og hef því verið að reyna að blanda hana með rotnandi garðúrgangi, allavega í botninn á beðunum, ég er með Compost í gangi sem kemur í garðinn næsta sumar og veit þannig að það verður góð uppskera þá en óvíst með þetta sumar,,,það er þó mikil vinna eftir,, það er ótrúlega mikið af rótum í moldinni sem þarf að fjarlægja og það komast örugglega um fimmtán beð í viðbót í hann og í kringum þau þarf mikið af hellum til að eldhusgardur 2þetta looki nú örugglega eins og ég vil hafa þetta,, svo er ég byrjaður að leggja grunninn að Polytunneli (eins konar gróðurhús), annars var stórkostlegur dagur í gær,, steikjandi hiti og það má sjá á gróðrinum að sumarið er komið,, blómin eru sprungin út og það eru komin blóm á eplatrén,, Það er hins vegar frústrerandi að vera andapabbi eins og áður hefur komið fram, og er ég stórlega farinn að efast um getu Steggsins Johnny í hjónalífinu, ég hef þó tekið eftir breytingum á hegðun andanna minna,, þær eru hættar að vera vinkonur og farnar að slást um allt mögulegt, í gær skar ein þeirra sig frá hópnum og eyddi deginum nánast ein við þvott og svefn,, vona bara að hún sé að búa sig undir að verpa,,,  ég verð að segja að ég hlakka til að takast á við ljósmóðurhlutverkið og þarf að þrífa andahúsið og bæta á hálminn svo það fari vel um ungana þegar þeir loksins koma,, Af fjölskyldunni minni er gott að frétta,, við erum í postprófasjokki eftir að Herborg lauk prófinu og liður vel,,, Mía er farin að gera tilraunir við að hætta á bleyjunni,, ætti að vera löngu hætt en foreldrarnir eru of latir,, Nína Sif er feit og pattaraleg,, og okkur liður vel,, það er þó pínu sorglegt að Kamilla hefur ákveðið að fara heim í næsta mánuði og eyða sumrinu á Íslandi, hennar verður saknað,,,

sma snilld ad lokum

Kv Daði


Drottningin hundraðogsextíuára,,,Herborg búin í prófi,, Johnny og ég,,,

Það er farið að fara í taugarnar á mér að það séu ekki komin nein egg,, það tekur á taugarnar að vera bóndi,,, Endurnar eru farnar að venjast mér,, þegar þær sjá mig koma held ég reyndar að þær sjái risastóran hamborgara,, þær tengja mig bara við mat,, þeim þykir ekkert vænt um mig held ég,, ég hef þó reynt mikið til að öðlast ást þeirra,, sérstaklega er Johnny illa við mig,, hann hvæsir á mig í hvert skipti sem ég kem ,,, er að spá í að ná í dýrasálfræðing til að settla málin milli manns og andar,,, Drottningin átti afmæli um daginn,, viðraði það við nokkra dani hvað það er fáránlegt að hafa drottningu,, það dýrmætteina sem ég fékk til baka var að maðurinn hennar hefur áhuga á litlum strákum og að hún sé í rauninni lesbía,, ég græddi samt á þessu afmæli,, Constantin collegi minn færði mér vín sem var lagað sérstaklega í tilefni afmælisins,, sérgert úr prívatplantekur prins Henriks,, hlakka til að smakka það,,,  Herborg kláraði prófið sitt í dag,, við tókum því daginn snemma og keyrðum til CPH,, við Kamilla og börnin tókum hring í Kristjaníu meðan Herb kláraði prófið í sendiráðinu,,, það væri viðskiptahugmynd að opna kaffihús á Kristjánshöfn,,, erfitt að fá gott kaffi,,,  jæja þá er ég búinn að rasa út, já eldhúsgarðurinn er allur að koma til,, Lars vinur minn kom á dráttarvélinni og tæklaði hann og nú er ég að fara að byggja gróðurhús og leggja hellur,, er búinn að setja niður Kartöflur og Parsnip,,

 

Dadi,,,

 

og ad lokum,,,,


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband