Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Eggjahvíslarinn,,,,,

MALLIÞað var undarleg stemming í mér þegar ég vaknaði í morgun ,,  ég hafði í raun tekið ákvörðun um það í gær að kaupa mitt fyrsta landbúnaðartæki sem smábóndi.  Ég byrjaði þó daginn á því að taka til eftir karlahelgi dauðans.  Það voru allir einhvernvegin fegnir að geta skriðið heim til konuefnanna sinna eftir þessa helgi,, en ég segi ekki meira,, aldrei.  Ég gat þó ekki skriðið heim til konu minnar því allar konurnar mínar eru á Íslandi,, og ég er heima í Danmörku.  ég ákvað því að í dag myndi ég kaupa mér sláttuvél,,,, ég fór að vinna kl 12,, ein aðgerð og svo restin af deginum fyrir mig,, BAUHAUS sem aldrei opnaði á Íslandi og hýsir nú bíla sem hafa verið teknir af "eigendum" sínum af leigjendunum til frekari vörlsu að því að það var ekki hægt að borga leiguna,,, enginn peningur,,, ég talaði við Palle,, sem var að selja sláttuvélar og stamaði á dönsku ég var eitthvað stressður því það er stórmerkilegt að kaupa sér sláttuvél,, þá fyrstu á ævinni, það er eins og ákveðið skref inní early middle age,,   það er ekki nokkur 25 ára strákur að spá í að kaupa sér sláttuvél,,   það er munurinn á að vera 25 og 33.,,jæja,, ég var æstur þegar ég kom með hana heim,, mér til mikillar ánægju sá ég að þetta var svona plug and play dæmi,, Palle í búðinni var líka búinn að selja mér upphafskit,, sem samanstendur af bensínbrúsa,  smurningu og sérstakri slöngu til að setja á bensínbrúsann til að gera áfyllingu auðveldari,, allt bráðnauðsynlegir hlutir að sjálfsögðu,,,  smurolían fór á vélina,, Húsið mittbensínið í bensíntankinn og í gang,,, ég leit ekk upp fyrr en þremur tímum seinna og öll lóðin hafði verið kantskorin,, ég hef aldrei séð fallegri lóð á ævinni,, endurnar kunna líka að meta þetta því nú er auðveldara að borða maura og köngulær,,, Við Miles fórum síðan í hjólatúr, og vökvuðum matjurtagarðinn,, sem er að koma til, ,, ,, smíðuðum rólu í eplatréð fyrir systurnar frá Lumby,,, og svo eru það eggin mín,,, 15 egg sem halda mér í spennitreyju ,,,, ég er að deyja úr spennu,,, hvern dag þegar ég vakna fer ég að pissa og svo til eggjanna,,, ég sný þeim varlega,, frá enda til enda og 180 gráður til að vera öruggur um að fóstrið sé ekki að festast við vegginn einum megin,, svo er ég kominn með vasaljós til að lýsa þau í gegn,, ég er farinn að tala við þau,, reydnar síðan Herborg og stelpurnar fóru til Íslands hef ég verið stanslaust talandi við hundinn líka,, og síðast í kvöld endurnar.,, en eggin fá mesta athygli,,, ég hef samt ekki séð neinar æðamyndanir eða slíkt í eggjunum,,, en ég vona að það komi, vegna þess að Johnny og ég erum orðinir vinir ,,, og ég fæ það varla af mér að slátra honum vegna getuleysis,,, eða hvað,,  ég endaði daginn á því að gefa þeim kornið úti,, og taka séns á annarri nóttinni í röð án þess að setja þær inn,, er skíthræddur við Herra Ref en þær björguðu sér síðustu nótt,, og því meira organic ,, því betra,,  svo ég tek sénsinn,,

 

furðulegur pistill en ég kveð með vídeói sem ég er að tapa mér yfir þessa dagana,, gamalt stuff ég veit,,, þessi plata kom út á sama tíma og In Rainbows og er svo miklu betri,, búinn að rífast við Vin minn Simon frá Bristol,,, en eins og með allt hef ég rétt fyrir mér,,,,   Engu minni snilld en at Roseland,,,,,,

 

Daði,,,

 


Grasekkill,,,,

Rebbý skebbí skí,,,,, lebbí,,,Þar sem allar stelpurnar mínar eru á Íslandi, erum við Miles D Daðason einir í kotinu,, ég hef notað tímann vel,, ég þreif allt andahúsið hátt og lágt, skipti um hey undir þær og þreif matardallinn vel,, það ætti því að fara vel um Johnny og hans ektafrúr endurnar,, ég hef farið reglulega til að tékka á eggjunum mínum í útungaranum og snúið þeim þrisvar á sólarhring, ég er með áhyggjur af því að það sé of heitt hjá þeim,, of rakt, og svo framvegis, en það á allt að vera eftir kúnsatinnar reglum þarna.  Ég hélt að ég mætti búast við uþb 8 til 12 eggjum frá hverri önd en það eru aðeins 12 egg í kassanum, svo mig fór að gruna hið versta, það gæti verið eitt af þrennu, Johnny hefur ekki verið að standa sig í rómantíkinni, Endurnar séu latar að verpa og í rauninni aðeins ein þeirra að því,, eða að þær séu með hreiður út í garði, ég fór því í ítarlegan rannsóknarleiðangur um garðinn, og fann mér Nína litla,, lítiltil mikillar gremju hreiður með eggjaskurn,, Herra Refur hefur verið á ferli og étið eggin sem þangað hafa farið,, ég var því reglulegur gestur við hreiðrið í dag og fann þar að lokum eitt egg sem kom í dag,,  Ég er því miður mín yfir lélegum móðureiginleikum andanna, og sérstaklega beinist reiði mín að Johnny sem ekki er að halda þeim við efnið.  Við Miles höfum haft það gott í kvenmannsleysinu, við borðum bara og drekkum og sofum, það hefur verið dagskráin í dag,, auk einstaka bóndastörfum eins og að þrífa Andahúsið, bera inn eldivið og reita arfa,,   Það tók athyglina mína frá lélegu fjölskyldulífi Andanna að fyrstu baunirnar eru farnar að teygja sig móti sólinni (sem hefur reyndar verið lítið af undanfarið) ég hef aldrei ræktað baunir áður og er því spenntur, Rauðlaukurinn er líka farinn að koma upp en það verður einhver mið eftir hinu.

 

Á morgun koma vinir mínir í heimsókn, þá ætla ég að vera með veislu og reyna mig við að baka súkkulaðitertu,, meira um það síðar.

Ég sakna stelpnanna mikið og hlakka til að fá þær heim,,, glatað að vera svona einn,,,

 

Kveð með smá sumartónum,,,

 

Mía mín


Útungunarkassi 101,,,

Miles Davies Daðasonég las það á netinu að best sé að láta endurnar bíða í viku áður en eggin eru tekin undan þeim og sett í útungunarkassa,,, ég viðkenni að það var mér ofviða og eftir fjóra daga tók ég eggin, og þau sem hafa komið þaðan í frá,, ég vil ekki eiga það á hættu að ekki aðeins fá enga unga ,, heldur engin egg að borða,, ég ákvað þó að borða þau ekki heldur smíða útúngunarkassa fyrir þau,, það er auðveldara en ég hélt,,LÆRÐI TAÐ HJÁ GAURNUM Í VÍDEÓINU,,,ég átti gamlan frauðkassa  í lokið á honum geri ég stórt ferhyrnt gat sem passa gler sem ég stal úr myndaramma sem Herborg átti,,, gerði gat á hliðina fyrir lampa,, hænsnanet sett í botninn ásamt steinum til að draga í sig hita og vatnsfat til að viðhalda raka á eggjunum,, ég er svo sofinn og vakinn í því að skoða þetta og sjá hvort ekki sé allt í lagi.. sný eggjunum þrisvar sinnum á dag og merki við hvað eru komnir margir dagar síðan eggin fóru í kassann,,

 Daði


Endurnar mínar vilja ekki sitja á eggjunum,,

Ég hef undanfarna daga farið mörgumsinnum á dag til að athuga með endurnar, ég hef verið að bíða eftir því að fá egg,, í morgun var því sérstaklega ánægjulegur dagur þegar ég komst að því að þrjú egg voru komin í tvö hreiður í andahúsinu,,, það var því erfitt að fara í vinnuna og vita að ég kæmist ekki heim til að sinna ljósmóðurhlutverkinu fyrr en um kvöldið,, ég lagði því línurnar fyrir Herborgu,, sjá til þess að það sé nóg fæði, nóg að drekka og kíkja á þær reglulega til að athuga hvort þær væru ekki að sitja á eggjunum,,, Þegar ég svo komst að því að mæðurnar hafi meiri áhuga á að baða sig niðri í tjörn en að hita eggjunum varð ég fyrir miklum vonbrigðum,,, fann jafnvel fyrir smá reiði í þeirra garð,,  ég stormaði því snemma út í kvöld og læsti þær inni,, Johnny var með kjaft út af því en ég er jafnvel enn reiðari við hann fyrir að standa sig ekki í föðurhlutverkinu,,,, ég verð að segja að ég þarf sérfræðihjálp,,  það versta er að ég er að fara heim til Íslands á morgun,, ég get ekki haft stjórn á þessu fyrr en á Sunnudaginn,, Kamilla ætlar að vera andahirðir á meðan,,,   Ég lagaði eggin til í hreiðrunum til að gera þau kræsilegri til að liggja á og færði matinn nær,, allt til að fá mæðurnar til að sinna eggjunum,,, en ég veit líklega ekki fyrr en á morgun hvað gerist,, get bara krossað fingurna og vonað,,,,

 kveðjur frá kvíðafullum andapabba,,,,

Daði,,,,


Risahörpudiskur fyrir orminn sem borðar bara mold,,,,,,

Costa del Lumby,,,

 

Það má segja að það hafi verið miðjarðarhafsblíða hér alla síðustu viku,,, hver dagur heitasti dagur ársins segja þeir í dönsku pressunn,, það hefur því verið erfitt að sitja við aðgerðarstólinn og komast ekki út til að njóta blíðunnar,, það var því  dæmigert að þegar ég kemst í frí þá komi rigning og kuldi yfir Fjón,,, það breytir hins vegar ekki ætlun minni að halda áfram með eldhúsgarðinn,,, Það var því með ákveðnum semingi sem ég fór í regngallann í morgun til þess að halda áfram með verkefnið,, það þýðir þrjú beð í viðbót,, smíðuð,, hellulagt í kringum þau og sáð, í eitt setti ég rauðlauk í helminginn og súkkíni í hinn,, og svo baunir,, ,, ég setti auk þess gulrætur í beð sem ég er með til hliðar,,

að öðru,,,,

Danir hafa verið að fara í taugarnar á mér undanfarið,, ég hef komist að því að það er erfitt að vera dani,,, þeir eru alltaf hræddir,, þeir eru alltaf taugaveiklaðir,, það gæti verið að einhver hafi það betra en þeir,, það gæti verið að einhver sé að græða nokkrar aukakrónur sem þeir vita ekki af,, kannski,, já kannski ,, jafnvel gæti einhver átt dýrari bíl en þeir,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,   það hlýtur að vera erfitt að vera alltaf svona hræddur eins og danir,, það er rétt sem maðurinn sagði ,, danir eru ekki ligeglad,, þeir eru óþolandi fýlupúkar ,, en ég er hér til að breyta því ,,,

 

 í gær var ég með Hörpudisk sem ég keypti hjá Fisksalanum,,,

Risahörðudiskur fyrir orminn sem borðar bara mold,,,,,

Rick Stein er nýja hetja mín,, ég hef vitað um hann lengi,, ég sá hann fyrst á French Odessey sem var sýnt á RÚV fyrir mörgum árum og mig hefur alltaf langað að vera eins og hann,,, nú er ég búinn að vera að horfa á þættina hans hvern á fætur öðrum og langar bara í fisk,, endalaust af fisk,, hann er Úlfar á þrem frökkum þeirra Breta,, og hann er svo ótrúlega vingjarnlegur maður að því virðist í þessum þáttum hans,, hann kann að meta allt fólk,,

já og Ormurinn sem borðar bara mold,, er ímyndarfórnarlamb sem á stóran þátt í því að koma einhverju niður í Míu mína,,, sem veit ekkert leiðinlegra en að borða,,,,, 

Ég skar niður þrjá tómata í óreglulega bita og set í botninn á eldföstu móti,, þerra síðan hörpudiskinn og steiki í mínútu á hvorri hlið,, salta og pipra,, ekkert meira,,  á sömu pönnu þá svita ég lauk, hvítlauk,  .,,,,,,,,,,,,,mmm já og  chili,, og þegar þetta er orðið milt set ég hálft glas af hvítvíni í mig og hálft á pönnuna,, leyfi áfenginu að hverfa og bæti þá í rjóma,, að lokum set ég ferskt timjan og ferskt rósmarín smátt saxað útí og hræri smá,,,,,, þessu helli ég yfir fiskinn og tómatana,,,, ég sauð smá spagetti til að hafa on the side ,, og heimalagað franskbrauð,,,

svo kemur hér að lokum lag sem hefur verið með mér frá Klapparstíg 17,, stend alltaf í þökk við Sigga fyrir svo margt,, en fyrst og fremst að hafa kynnt mig fyrir Tom Waits,,,

þetta vídeó er jafn gamalt og ég,,,

 

Daði


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband