Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Lumby cottage fær vetur aftur....

kaffi í SýslumannshorninuÞað hafa verið góðir undanfarnir dagar í Lumby cottage, Ekki aðeins átti Smábóndinn afmæli þar sem hann fékk heilt sýslumannshorn að gjöf frá ektafrúnni þar sem smábóndinn sinnir bréfaskriftum og bókhaldi kotsins heldur átti Nína Sif líka afmæli sem er enn gleðilegra, það hafa þó verið fáar gleðilegar fréttir úr hænsnahúsin, alla síðustu viku komu aðeins fimm egg frá hænunum sem virðast ekki taka andláti ungsteggjanna eins vel og Smábóndinn hafði óskað, Halldór Laxness hefur þó allur braggast og má sjá á hans atferli að hann er feginn að vera orðinn eini haninn á hólnum, það setti þó strik í reikninginn að hér hefur Febrúar minnt á sig með kulda og snjó svo öll plön Smábóndans um hlýja daga í matjurtagarðinum hafa verið sett á frost í bili, og hænurnar hætta sér ekki út fyrir kofans dyr þrátt fyrir að Smábóndinn reyni að reka þær til þess,,, þess í stað hefur fjölskyldan safnast í ljóða og sýslumannshornið og beðið eftir að vori á ný.  Eins og lög og reglur segja til um þá hreinsaði Smábóndinn hænsnahúsið í dag og bætti á heyjið og gerði allt skaplegra til að verpa eggjum, ég átti góðar samræður við hópinn og gerði þeim ljóst að ef ekkert færi að breytast í letilegu varpi þeirra gæti vel verið að fleiri þyrftu að fara sömu leið og unghanarnir góðu, því eitthvað verður heimilisfólkið að hafa að borða, það er óvíst hvort þær hafi skilið Smábóndann eða frústrasjón hans en nú hafa þær verið varaðar við.  Smábóndinn smíðaði þar að auki með góðri hjálp Jónasar vinnumanns þrjá nýja kassa undir beð niðri í matjurtargarði og þegar hlánar mun ég hefjast handa við að helluleggja og skipuleggja hvað á að vera hvar.  Smábóndinn hefur líka verið að láta sig dreyma um gróðurhús og aldrei að vita ef næsta launaumslag verður þykkt hvort sá draumur geti ekki orðið að veruleika. Mía mín,, elsku Mía mín,,Það er hverjum góðum bónda nauðsynlegt að fara á mannamót og bera saman bækur sínar um bústörfin og nú um helgina fórum við á Þorrablót Íslendingafélagsins hér í Óðinsvéum og skemmtum okkur vel, það var þó fátt um góða bændur þar, en mikið um gott fólk.  Það er fátt um fína drætti í þessum pistli hvað varðar bóndastörfin eða húsdýrin, vonandi verður farið að vora að viku og þá verður þetta skemmtilegra.....

 

Smábóndinn,,,,


Lumby cottage unghönunum slátrað í dag,,,

 

HöggstokkurinnÞað hafa verið undarlegir hlutir í gangi í hænsnabúinu undanfarið, Smábóndinn hefur af því miklar áhyggjur að hafa verið plataður í viðskiptum,  og að hænurnar stóru og stæðilegu sem Smábóndinn var svo ánægður með áður séu í raun hanar.   eins og ég sagði í síðustu færslu minni var sett á fót rannsóknarnefnd til að úrskurða um kyn og hegðun fuglanna, , ekki hef ég orðið vitni af því að þær verpi, þær eru orðnar mun stærri en hinar hænurnar, og Halldór Laxness haninn minn virðist ekkert of hrifinn af þeim heldur, Þessar fjórar "hænur" hafa verið staðnar að því að slást ótæpilega og gera sér dælt við hinar hænurnar Halldóri Laxness til mikil ama og er hann orðinn þreyttur á þeim,  skömmu eftir að þessar "hænur" bættust í safnið hafa nytin dottið niður og kennir smábóndinn því um að allt of mikil læti séu í kofanum. Smábóndinn gerði að lokumBurkni tekur lappirnar af óformlegt fjarðrapróf til að skoða lögun fjaðranna og komst að því að hanar hafa mun oddmjórri fjaðrir en hænur, því hefur rannsóknarnefndin úrskurðað að þeim verði slátrað.  Það kemur sér líka sérstaklega vel fyrir matarbúri Smábóndans að bæta við kjöti, því hér hafa verið góðir gestir sem eru dýrir á fóðrum og því sérstakt gleðiefni að geta boðið þeim uppá kjúkling af kotinu,,,  Smábóndanum finnst ekki mikið mál að slátra dýri, svo lengi sem ég get verið viss um að dýrið hafi lifað góðu lífi og séu heilbrigð.  Þessi hanar hafa amk eftir að þeir komu á Lumby cottage lifað í lystisemdum og notið náttúrunnar, en í þröngum efnahag Smábóndans er ekkert pláss fyrir farþega og allir verða að leggja sitt af mörkum.  Smábóndinn var svo heppinn að eiga afmæli í gær og þar komu góðir gestir þrátt fyrir veikindi og almenn slen heimilisfólksins, fékk Smábóndinn því góða hjálp við slátrunina.  Unghönunum var smalað saman og slátrað á sársaukalausan og skjótan hátt.  Smábóndinn ákvað að höggva þá en ekki skera því mér finnst mikilvægt að taka mænuna í sundur svo kvikindið sé strax aflífað, en ekki látið blæða úr.   Það var taugaþrungin stund að komast að því hvort rannsóknarnefndin hafi rétt fyrir sér, það var því ákveðinn léttir að finna eistun í þeim og vita að kannski er maturbest að fylgja tilfinningum sínum. Aðalslátrarinn hann Burkni fór síðan heim til sín og fékk greitt í skrokki af Free range Lumby cottage kjúklingi.   Smábóndinn var í smá efa um hvernig ætti að elda kvikindin og ákvað að prófa þá á franska vísu sem ég hef talað um hér áður og nýverið, ég úrbeinaði hann, steikti leggina og brjóstið í salti og pipar, svo fór beikon, laukur, kartöflur, hvítlaukur, chili, lárviðarlauf, sveppir, ein matskeið af andafitu og einn lítill bjór í pottinn, þetta er síðan soðið á kamínunni í þrjá tíma þar til allt er orðið vel mallað,,, með þessu mátti ekki vera minna en St Emilion 2007 vín sem ég hef verið að geyma, það er alveg sérstök tilfinning í brjósti Smábóndans því þetta er í fyrsta skipti sem hann slátrar einu af dýrunum sínum,

 

 


Næsti kafli í sögunni,, Hænurnar verða Free Range.....

Leikvöllurinn og hænurnarÞað er komið vor í Lumby Cottage, Snjórinn er farinn loksins og búið að vera ca 10 stiga hiti undanfarið, það er líka komið vor í Smábóndann og í dag var komið að því að hleypa hænunum út, þær hafa svosem haft það gott í vetur, hænsnahúsið hefur verið þrifið aðra hverja helgi, hænsnaskíturinn fer að sjálfsögðu í matjurtagarðinn og þær hafa haft greinar og tré til að klifra í, Þær hafa líka verðlaunað Smábóndann með eggjum síðan þær komu hingað, nytin hafa reyndar dottið eitthvað niður, en ég kenni kulda og reynsluleysi Smábóndans um, það getur ekki verið þeim að kenna að minnsta kosti.  Smábóndinn vaknaði því snemma í dag og hófst handa, ég dró meira af greinum fram úr erminni og byggði handa þeim það sem aðeins mætti kalla leikvöll rétt fyrir utan heimilið þeirra, þar geta þær rótað eftir pöddum og baðað sig í moldinni eins og sést á myndbandinu, en þær láta það ekki aðeins duga heldur hafa þær skógargólf til að róta í líka, og haninn lætur í sér heyra ef þær fara of langt frá honum.  Það mátti merkja á þeim gleði við að fá smá frelsi frá heimilinu, það hafa allir gaman að því að komast út, Hænur eru jú einu sinni komnar af Hænur á skógargólfinuvilltum hænum frá Asíu þar sem það er í eðli þeirra að búa á skógarbotni,  Þegar Smábóndinn hafði dáðst að þeim dálitla stund fór hann að renna í grun að hann hafði verið gabbaður í viðskiptum þegar hann sótti síðasta skammt af hænum.  Því tvær stórar og stæðilegar "hænur" virðast óvenjulega óvissar um kynhlutverk sitt, og Haninn minn virðist líka vera sérstaklega óvæginn við að halda þeim í skefjum,  ég hef því ákveðið að setja á legg rannsóknarnefnd sem á að taka ákvörðun um þetta vandamál í vikunni, ef rétt reynist má búast við sérstaklega safaríkum Free Range kjúklingi fyrir heimilisfólkið fljótlega.  Þegar ég var búinn að þessu hófst ég handa við að þrífa hjá þeim og bæta á heyjið, nú hafa þær fengið vorhreingerningu og geta farið út þegar þeim hentar, ég vona að þeim líki þetta, og ég fari að fá upp undir 15 fersk Free Range egg á degi hverjum, ekki aðeins fyrir magann minn,, heldur fyrir ansi þunnt veski Smábóndans. Matjurtagarðurinn hefur líka verið í huga mér undanfarið, ég vil nefnilega koma í veg fyrir að illgresi taki völdin af mér eins og síðasta sumar, ég fór því í garðinn í dag og byrjaði að róta til í honum og hef komist að því að ég þarf að kaupa svarta jarðvegsdúka ef vel á að fara, það er takmark Smábóndans að uppskera sumarsins verði betur lukkuð en síðasta sumars, ég plana að vera með baunir, kartöflur, næpur, gulrætur, kál, lauka, eggaldin, chili, tómata, blaðlauk, zuccini og fleira,, ég ræð mér varla af kæti.  Það er næst á dagskrá.

 

Kveðja Smábóndinn í Lumby Cottage


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband