Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Lumby Cottage sveskjur.

Smábóndinn hefur reist víða undanfarið, hann skeið uppá

litið uppá HraundrangaHraundranga í Öxnadal til að fá sem best útsýni yfir landbúnaðarhéruð norðanlands á Ísalandi, þaðan má sjá blómlegar byggðir Eyfirðinga og stendur landbúnaður þar með besta móti, Hátt yfir Myrká mátti sjá yfir heiðar þeirra og undrar Smábóndann ekki að Þingeyjingar séu líka montnir af sínum afurðum því þetta liggur hátt, Á Myrká var til forna einn mesti hestur íslandssögunnar í eigu Djáknans sjálfs er Faxi hét  hann hlaut þó smámnarleg örlög er honum var steypt fram af bergi þar og orti þá Djákninn

"Máninn lýður,
dauðinn ríður;
sérðu ekki hvítan blett
í hnakka mínum,

   Garún, Garún?"

 

Smábóndinn er þess fullviss að Djákni þessi hafi ekki veirð mætur bóndi.  

Auk þessa  reisti Smábóndinn til Berlínar til að kynna sér bjórgerðarlist þeirra þýðverzkra. Berlínarbúar komu Smábóndanum spánzkt fyrir sjónir, þar drýpur gull af hverju strái, liztaspírur valsa um stræti med túkall í vasanum og hornmellur hvert sem auga er skotið, Aukreitis þótti Smábóndanum landbúnaðartæki þeirra framandi.  Ökuferðin þangað var þó öllu áhugaverðari fyrir Smábóndann þar sem í hinum gamla Auzturvegi mátti sjá mikla kornrækt og það sem þeir kalla Maís hvurt sem auga var skotið, stórar engjar fullar af mat.  fékk Smábóndinn þá flugu í höfuðið að kynna Eyfirzka bændur þeim Þýðverzku því feitari kýr hefur Smábóndinn ekki séð annarsstaðar en hjá Þýðverzkum.

  Smábóndanum 

fararskjótar þeirra þýðverzkraleið hinsvegar afar vel þegar heim var komið, hér eru allir menn skáld eða bændur nema bæði sé, á Fjóni er 29 stiga hiti mælt í forsælu og tveggja metra hæð, og bústörfin bíða, engin voru slegin því það þykir smámnarlegt að hafa allt í órækt. Frú Smábóndi hefur nýtt þurrkinn sem er hér til þvotta og lætur sólina koma sér vel að gagni, það má segja að Smábóndinn gjói til hennar auga þar sem hún hengir upp brækurnar og finnst hún aldregi hafa verið fallegri. Hænurnar voru frelsinu fegnar og höfðu um 30 egg handa fjölskyldunni þegar við komum heim, það má greina á þeim lítilvæglega kergju yfir frelsissviptingunni undanfarna 3 daga, en þær fyrirgefa Smábóndanum vonandi með tímanum. Eggjasala undanfarið hefur verið með bezta móti og má sjá nágranna okkar hér læðast í búðina til að ná í beztu egg Danaveldis.  Allir borga og er vel.  Eplatrén eru enn ekki búin að skila sínum afurðum og verður sjálfsagt ekki fyrr en þegar haustar en Plómutréð er hlaðið safaríkum sykruðum plómum og það sem ekki fór ofaní magann á Nínu Sif, breytir Smábóndinn í sveskjur. Smábóndinn hefur haft áhuga á sveskjugerð síðan hann sá slíkt gert í ferðalagi Rick Stein um Frakkland.  Það er þó Smábóndanum mikilvægt að halda í gamlar hefðir og notast sem minnst við vélvædd nútímavinnubrögð því það er staðföst trú

staying alive,,

 Smábóndans að allt hafi verið betra í gamla daga, og því var klifrað uppí tréð og það hrist sem mest til að fella plómurnar.   Heimasæturnar hjálpuðu til við týninginn og svo var öllu saman skellt í ofninn á 100 gráður í 8 klst þar til plómurnar voru að mestu lausar við allt vatn og eftir situr sætt ávaxtakjötið sem geymist fram á vetur til að vera í Tagínu eldamennsku Smábóndans.  Af fólkinu hér er gott að frétta, bæði dýr og menn njóta góða veðursins og hvors annars

 

hæ hæ

Daði,,, 

 

 

uppskeran

 

sveskjur in the making

Lumby Cottage Heimasætu sultur,,,

Það hefur verið sérstaklega gott veður hér í Lumby undanfarna viku, þó svo að mikið hafi rignt um helgina. það þýðir að berjarunnar Smábóndans hafa verið duglegir að breyta sólarorkunni í sykraða orku fyrir mannfólkið, og það þýðir að komið sé að einni uppáhaldsiðju Smábóndans, það er sultugerð, og þar sem bæði hindberja og rifsberja runnarnir eru tilbúnir þá stendur mikið til, Smábóndinn og heimasæturnar týndu berin og það sem féll til jarðar var jafnóðum étið upp af hænunum og það var fyndið að sjá Nínu Sif umlukna hænunum. Heimasætunum fannst hin besta skemmtun að týna berin þó svo að það hafi minna farið fyrir áhuga þegar kom að því að hreinsa þau og búa til sulturnar, og ákvað Nína Sif að leggja sig eftir erfiðisvinnuna,,,,en þetta verða hér í frá kallað "Heimasætu sultur"

 

þetta eru frekar einfaldar uppskriftir.

Hindaberjasulta

Heimasætu hindberjasulta.  

 

Það er mikilvægt að hreinsa þessi ber mjög vel, því mér finnst eins og það eigi fleiri skordýr heimili í þessum berjum en nokkrum öðrum. 

Fyrir hverja 4 bolla af hindberjum koma 2 bollar sykur og ein tsk ferskur sítrónusafi, þetta er sett saman í pott og látið standa þar til að sykurinn er farinn að draga safann úr berjunum, þá er þetta sett á helluna og soðið niður, það er gott að sjóða þetta kröftuglega í smá tíma.  

Ég vil hafa sulturnar mínar frekar lausar í sér og því sauð ég þetta ekki mjög lengi, því styttri suðutími því meira vatn í þessu, þegar þetta er að verða soðið bæti ég sítrónusafanum í þetta og set sjóðandi heitt á sterílar krukkur sem ég hef haft í ofninum á 120 í ca 20 mínútur.

 

 

Rifsberin

 

Rifsberjasulta

Hér er mikilvægt að hafa ca 15 % af berjunum græn og stilkana með svo þetta hlaupi, í fyrra gerði ég þessa uppskrift alveg eins og fannst hún vera aðeins of súr, þannig að megnið af þeirri sultu var notað í sósur, sem ekki var ætlunin þó svo að hún sé mjög góð í sósugerð, nú hef ég gert svo mikið af sultu og á enn eftir að gera sultu úr Hyldeberjunum mínum, þannig að kannski er bara sniðugt að eiga eina sultu til að bragðbæta sósurnar,, og því ætla ég að nota þessa sultu áfram sem sósu sultu og bæta í hana chili

 

Innihald
1 kg rifsber 
750 gr sykur 
1/2 bolli vatn

3 þurrkaðir chili muldir smátt 

sem fyrr er þetta hreinsað og blandað saman, látið standa í dálítinn tíma og svo soðið á vægum hita í langan tíma, eða amk 45 mínútur ólíkt fyrri sultunni þar sem þessi eru mun harðgerari. ef það eru enn einhver ber sem eru ósprungin má að sjálfsögðu sprengja þau en ég geri það ekki, þá verður sultan meira chunky,,, 

sofandi

 

Daði,,,, 


Lumby Cottage Hyldeblomst fyrir veturinn,,

hyldeblomst_drik.jpgEins og kannski hefur komið fram hér þá hefur Smábóndinn einkennilega þörf fyrir að búa í haginn fyrir veturinn, eins og það sé von á harðindum og plágu. Líkurnar eru ekki miklar en það er betra að vera viss, maður veit aldrei með þetta fólk sem stjórnar heiminum í dag,, hér um daginn þá gerði ég tvo lítra af Hyldeblomst saft sem lukkaðist vel, og þó svo að Smábóndinn sé eini heimilismeðlimurinn sem drekki hana Þessi mögnuðu blóm hafa langa sögu sem lækningarjurtir og eru blómin hitastillandi og úthreinsandi, berin sem koma síðar hjálpa við kvef og flensu og hafa hátt innihald A og C vítamína, Fyrr á tíðum var það Freyja sem bjó í Hylde trénu sem kallaðist á þeim tíma Hyldemóðir, ef maður skemmdi tréð átti maður yfir sér ólukku og slæmt árferði,, Síðan Smábóndinn komst að þessu hefur hann verið extra nærgætinn með slátturvélina nálægt Hyldemæðrunum mínum.Það var því var hafist handa við að leggja í fyrir veturinn, ég breytti uppskriftinni aðeins og setti meiri sítrónu í að þessu sinni, annars er hún eins, úr þessari lagningu komu 15 lítrar af saft sem ætti að duga í yfir 100 lítra af endanlegu pródúkti þar sem ég blanda þessu við sódavatn í ca 20 / 80 hlutföllum. Hér hafa verið sérstaklega góðir gestir i 4 daga, en Ottó, Steina og Haukur sonur þeirra hafa glatt okkur um helgina, við höfum því reynt að gera vel við okkur í mat og drykk eins og vanalega og í gær var ég með Lambaskanka innblásna af uppskrift frá Kollega mínum og matargúru Ragnari Frey. Sjáhttp://ragnarfreyr.blog.is/blog/ragnarfreyr/entry/645893/Ég les bloggið hans reglulega og mæli með því ,,, ég breytti aðeins útaf uppskriftinni hans þó, ég marineraði í bjór og kryddum, sauð síðan í tagínunni með þurrkuðum apríkósum, döðlum , gulrótum, lárviðarlaufum, chili og smá hvítlauk, vildi ekki hafa hvítlaukinn yfirþyrmandi hér,, en ég gerði eins og Ragnar Kartöflumús með þessu, Af bústörfunum er ekkert að frétta, Smábóndinn hefur verið upptekinn í vinnu við slæmar tennur Dana fram á kvöld síðustu tvær vikur og því lítið um störfin, það kemur núna í vikunni, það þarf að reyta í matjuragarðinum og slá blettinn, Anna Dan er enn á sínum stað og þarf smá athygli, það er spenna í lofinu að sjá hvort eitthvað komi undan henni núna,,

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband