Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ég hef komist að því,,,,

Já ég hef komist að því af hverju ég er áhugalaus í lífinu,, ég nenni ekki lengur að blogga, ég nenni varla lengur að elda mat og það sem er ótrúlegast er að ég nenni varla lengur að drekka,, eitthvað sem ég bjóst aldrei við,, Ég hef alla tíð verið áhugasamur um flesta hluti og duglegur að rækta þá en nú er það ekki svo,,, það er vegna þess að ég er rúinn trausti, ég er rúinn gleði hér á landi, ég er í áfalli.  Allt sem ég hef gert til að byggja mig upp efnislega er í klessu, allt traust til fólks er farið ég finn það sterkt í öllu samfélaginu,, ég er viss um að allir ljúga og pretta og svíkja,, ég vil ekki vera hér lengur,,,

ég verð að fara og finna stað þar sem mér finnst aftur gaman að drekka,,,

 

Daði


Vakna snemma,,,,,

Mía er orðin eitt af þessum börnum sem vakna fyrir allar aldir.  Ég er ný yfirleitt frekar fyrir að vakna snemma og svona en þetta rugl er komið út úr hófi,, hún er bara hress kl 6 á morgnana og með hennar skap er ómögulegt að fá hana aftur til að sofna.

Við erum búin að gera margt frá síðustu færslu,, sumarbústaður,, veðrið er búið að vera geggjað, málverkasýning á Eyrabakka,  góður matur og svona.  Ég er búinn að klára umsóknir í Köben og Árósum og nú er bara að bíða og sjá, eg er merkilega rólegur yfir þessu, í fyrra var ég að vonast efitr að komast inn á næstu árum, en núna er mér alveg sama, það er hægt að gera margt annað í lífinu en að vera í skóla og blankur.

 

Daði


Reykjaborg 286 Metrar

Skítaveður eins og alltaf....

Helgafell 215 metrar og Miðfellstindur í Júní.

Nú geri ég ekki annað en að láta mig dreyma um fjöll, gekk á Helgafell í vangefnu veðri um daginn,, og hef skráð mig í ferð á Miðfellstind 20 júní.  Hlakka mikið til. Ekki meira að segja í bili.

Daði


Úlfarsfell... 295 metrar.

Einhverskonar fjallbaktería hefur heltekið mig.  ég hef svosem ekki úr miklu að moða hér á kvöldin svo ég brá mér á Úlfarsfellið á þriðjudagskvöldið.  Lítið fell ekki alveg fjall og vegur alla leið á toppinn,, ekki merkileg fjallamennska það,, en ég fékk smá svita og náttúru út úr þessu,, í kvöld er það Helgafell..... ég er strax farinn að plana næsta stóra fjall til að fara á en það er miðfellstindur í Öræfajökli, ekki langt frá Hvannadalshnjúki.  þetta verður um 20 tíma ganga eða svo og mun erfiðari en hnjúkurinn býst ég við ,, svona af myndunum að dæma amk.  auk þess á ég mér þann draum núna að ganga á alla tindana í Breiðdal, helst alla í einni ferð og gista þá á fjalli því það er ekki hægt að gera þetta á einum degi svo mikið er víst.  Ég þarf bara að sannfæra Herborgu.

 

Nína Sif fallega

 

Annars hefur lífið verið gott, það er brjálað að gera í vinnu, ég hef aldrei sett jafn mikið af implöntum og er búinn að ná markmiðinu sem ég setti mér fyrir þetta ár og aðeins Mai kominn.  Auk þess er mikið að gera að öðru leyti.

Börnin dafna, og konan mín er góð við mig,, svona yfirleitt.   Mía er byrjuð á nýjum leikskóla sem ég er afar sáttur við, hún sýnir miklar framfarir í máli og hreyfingu, auk þess sem við erum komin með þráhyggju fyrir að púsla.  

 

Daði


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband