Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Morocco kjúklingur í Tajina

Eins og ég sagði þá fékk ég Tajinu eða Taginu í jólagjöf.  Fyrir þá sem ekki þekkja þá er þetta pottur með skrítnu loki.  Tajina er hönnuð til að sem minnst vatn þurfi til að sjóða í henni.  Ég verð að segja að fátt hefur komið mér meira á óvart í eldhúsinu en þessi pottur, hann er frábær og ég sé að ég á eftir að nota hann mikið.

 

Ég mæli með krónukjúklingnum fyrir hagsýna.  Ég versla þarna yfirleitt og þegar þessi kjúklingur er í boði kaupi ég alltaf slatta.  stykkið er á ca 300 og það eina sem er að greyjunum er að þau eru smá gölluð, þe brotinn fótur yfirleitt þannig að þau enda í lélegum flokki en eru frábær matur.

 

Skar kjúklinginn í bita, hafði þá óreglulega því það er skemmtilegra að borða þá þannig.  Maður hellir olíu í tagínuna (íslenska orðið) og ég setti kanilstöng, hvítlauk, salt og pipar auk smá kóríander.  Í þessu steikti ég kjúklinginn þar til hann var orðinn fallega bronsaður. 

 Ég var búinn að skera niður í svona sæmilega bita sem ég hellti yfir kjúllann.

Kartöflur, sætar kartöflur, sellerí, mandarínu, chili, hvítlauk, döðlur, gráfíkjur og setti slatta af karríi, og saffron af hnífsoddi,, salt og pipar.  Lokið sett á og soðið í svona 45 mínútur.

 þetta var borðað með dýrindis brauði og bjór.

 

gleðilegt nýtt ár.

 

 


Aðfangadagur

RjúpnaveiðarÉg er ekki mikið jólabarn, það er að segja ég er trúlaus og því hefur þessi hátíð ekki mikið gildi fyrir mig, nema sem skemmtileg samverustund með þeim sem ég elska og borða og fá gjafir,, ég myndi segja að gjafir séu það skemmtilegasta við jólin,,, ég byrjaði samt snemma í dag að elda,, ég byrjaði á því klukkan níu í morgun að handera rjúpurnar sem ég skaut af myndarskap austur á hornafirði með Óskari vini mínum, þá voru gengnir rétt um 32 kílómetrar fyrir tvær rjúpur,,, verð að segja að aldrei hef ég upplifað lélegri rjúpnavertíð en nú.... sumsé,, þegar ég var búinn að því tók ég mig til við rauðkálið sem var gert á þann eina hátt sem mér ferst,, skorið smátt, og steikt létt með lauk og kanilstöng,,, smá dijon og salt,, sett í ofninn undir álpappír,,, haft þar til það er orðið að hálfgerðu mauki,, þannig finnst mér það best,, ef fólk vill finna smá texture er gott að hafa það styttra,,,

soðið

tók fóarnið, hjörtun, leggina og bakið úr rjúpunni,, náði í eitthvað úr sarpinum á annarri þeirra og brúnaði á pönnu með hvítlauk og einhverju lélegu grænmeti sem var að komast á síðasta séns í ískápnum,, hellti svo vatni yfir allt saman og sauð lengi,,, lengi,, þar til eftir var kannski hálfur líter eða svo,, kannski aðeins meira,, allavega þar til bragðið var orðið sterkt,,,  sigtaði þetta svo og kældi,,, nú var ég kominn í pásu,,

á miðjum degi ákvað ég síðan að hafa forrétt.  Tók Vestmannaeyjahumarinn úr frysti.  steikti í olíu hvítlauk, spínat, sellerí og aspas sem ég var búinn að láta liggja í rjóma og hunangi í svolítinn tíma,, lagði svo þverskorinn humarinn á þetta, saltaði og setti í ofninn á 180 í svona 20 mín,,,, drukkum gott hvítvín með þessu,, man ekki hvað,, þarf eiginlega að fara að taka betur eftir því hvað ég er að drekka,, jæjaRjúpur á Klapparstíg

 

nú var komið að því,, rjúpan er steikt á pönnu í íslensku smjöri þar til brún allt um kring,  þá set ég hana í ofninn vanalega, nema núna ætlaði ég að breyta til og sjóða hana eins og var gert á mínu heimili til forna,,,, sem ég og gerði og var hún ekki nærrumþví jafn góð og þegar hún er sett í ofninn, þannig að þetta geri ég ekki aftur,,, sósan var síðan soðin niður,, bætt í hana rjóma, rifsberjahlaupi, salti og pipar, og smá kjúklingakrafti,, til að fá smá MSG,, sem allir hata,,, eða elska að hata,, en fyrir mig er þetta bara smá aukakraftur,,,, sósan var afbragð,, setti í hana að lokum smá þeyttan rjóma til að lyfta henni á hærra plan,,

 með þessu var síðan drukkið rauðvínið sem ég fékk í jólagjöf frá vinnunni,,, man ekki hvað það heitir en það var fjandi gott enda Sævar Pétursson mikill rauðvínsmaður og veit sitt fag,,,

 

risalamand konunnar í eftirrétt,, hef ekki hugmynd um hvernig það er gert.

 

undir ómaði christmasmix diskur með electrónískum útgáfum jólaclassicera,, skemmtilegt,,

 

í jólagjöf fékk ég tajina,, ætla að hafa marocco stemmingu á jóladag (sem er í gangi núna) en skrifa um það á morgun,, nenni því ekki núna,,

 

kveðja Daði


Skata fyrir lata,,,,

Í dag borðaði ég skötu á múlakaffi,,, er vanur að borða hana hjá mömmu en hún er fyrir austan hjá bróður mínum og ég var því í talsverðum vandræðum því mér finnst skötulykt viðbjóður og vil ekki hafa hana heima hjá mér,,, og ég var latur í dag,, þunnur í gær,,, drukkinn þar áður,, Jón Atli mágur minn átti afmæli og ég fór í það,, mikið af frægu fólki en ég var að mestu laus við félagsfælnina sem hrjáir mig,,, jæja,, skatan,, ég hringdi semsagt í Torfa vin minn sem aldrei hefur borðað skötu og við ætluðum í gömlu Akraborgina en þar var einkapartí,,, þá ætluðum við á Lóuhreiðrið,, en þar er komið núðluhús,, þannig að við fórum á þann stað sem við vorum öruggir um að skata væri á borðum,, Múlakaffi.  Þar fengum við þessa dýrindis úldna skötu með rúgbrauði, soðnum kartöflum, rófu og floti,, ég reyndar meika ekki flotið,,, en við sátum til borðs með öldnum vestfirðingi sem sagði okkur margar sögur um skötuna,,  fullkomið,,

annars er ég að undirbúa jólamatinn og ég byrja snemma að elda á morgun,, segi frá því síðar

 

Gleðileg jól 


Kjúklingakjuðar á tailenska vísu,,,,

Af því að ég er að reyna að hætta að borða hollan og leiðinlegan mat þá kaupi ég alltaf kjúklingakjuða sem mér finnst vera skemmtilegri,,, þeir eru líka bragðmeiri.  síðan uppgötvaði ég frábæra sósu frá thai choice sem er í grænni dós,, man ekki alveg hvað hún heitir,,,, thai curry something,,, allavega,,, þá salta ég og pipra kjuðana og set þá í ofninn undir grillið,,, steiki í andafitu (sem ég hirði af andabringunum) hvítlauk, engifer, sellerí og papriku,, læt þetta malla svolítið og set svo í lokin spínat og kál,,,,,  þegar kjuðarnir eru til,,, þá sósuna yfir og hrísgrjón með,,,, tekur enga stund og er gaman að borða með höndunum,,,,

 

hef eitthvað lítið verið að kaupa tónlist nýlega,, en er búinn að vera að hlusta á either or með Elliot smith heitnum og það heldur ekki einungis lífinu í nostalgíunni, heldur er það líka ansi kósí svona í myrkrinu,,,

 

gleðileg jól 


Marc Jacobs og matarboð,,,,,

Er í fríi í dag,  er alltaf í fríi á miðvikudögum,,, er reyndar uppgefinn eftir langa törn á stofunni,  fór í dag og keypti jólagjöf handa Herborgu,,, síðan var ég svo æstur að sýna henni gjöfina og eyðilegði eiginlega allt saman og verð nú að kaupa nýja,,, ég keypti handa henni Marc jacobs kjól og kishimoto háhæla,,, vil hafa hana fína svo ég nenni alltaf að horfa á hana,,, en hún fílaði ekki kjólinn og er nú í þessum skrifuðu orðum að skipta honum,,, jæja,,  Það er matarboð í kvöld eins og vanalega á miðvikudögum,,, veit ekki enn hvað ég ætla að hafa, á ennþá önd í frystinum,, reyndar líka fashana og kjúkling,,, mig langar aftur í andaréttinn sem ég gerði um daginn,,,, kannski ég geri það bara,, segi frá því síðar,,,

 

kveðja Daði 


Grillaður grísaskanki með bökuðu rótargrænmeti,,

svínið í matarboðinuÉg er búinn að vera á vakt alla helgina,  mikið af fólki sem kemur á þessar vaktir, eftir slagsmál næturinnar með brotnar tennur og jafnvel andlit,, en mest er þetta þó fólk með verki.  Í dag var sérstaklega mikið að gera og ég því þreyttur.  Ég á grísaskanka sem ég hef haft augastað á í frystinum lengi, og það er orðið langt síðan ég hef eldað grís,  grísaskanki er einhver ódýrasti skurður af nokkru kjöti sem hægt er að kaupa og mikið bragð sem fæst úr honum finnst mér,,,, ég er orðinn hundleiður á mögru tilskornu kjöti eins og kjúklingabringum,,, það er einungis matur fyrir vöðvana, ekki fyrir sálina.... grísaskanki er það hinsvegar.....

 

 Norður afrísk matargerð finnst mér sérstaklega heillandi þessa dagana og hef grun um að ég fái tagínu í eldhúsið mitt um jólin og er spenntur.  ég hef verið að fikra mig áfram með döðlur, fíkjur ólífur og fleira lengi og það má finna í þessarri uppskrift.

 

Grísinn.

 

sker í puruna sem er utanum hann, nudda hana með salti, fersku rósmarín og hvítlauk og sáldra olíu yfir allt saman,  sett í ofninn á 180.  sný þessu reglulega svo puran eldist jafnt.  í þessa rétti vil ég hafa kjötið ofeldað ef ég má segja svo.  það er mjúkt og djúsí.  Kjötið hef ég í ofninum allan tíman meðan ég elda, eða amk 1,5 klst.

 

grænmetið.

 

sker niður í óreglulega bita.  Kartöflur, sætar kartöflur, gulrætur, sellerí (endinn bestur finnst mér)fíkjur lauk (af einhverju tagi notaði núna charlott lauk)  bæti við þetta döðlum, gráfíkjum (þurrkuðum) heilum hvítlauk og smá niðurrifnu engifer.   krydda með salti,  grounded kóríander og turmeric,,, og svo safa úr hálfri sítrónu ,,, og auðvitað slatta af olíu yfir,, þetta set ég í "vasa" af álpappír og inní ofninn með kjötinu þegar það er búið að vera í ca 40 mínútur inni.

 

þegar svona 25 mín eru eftir hækka ég hitann og set ofninn á grill til að brenna grænmetið örlítið,, fíkjurnar verða eins og karmella og texturið á öllu saman verður einhvernvegin betra,,,,

ég nennti ekki að gera couscous í dag,,,, enda þreyttur eftir lélegar tennur landans,,

 með þessu fengum við hjónaleysin Drosty Hof 2006 sem mér finnst eitt af betri ódýru vínunum sem ég hef prófað.....

 

Ég keypti mér  um daginn Standards með Tortoise aftur,  það er þannig að alla góða diska sem ég á, gef ég,, td er ég búinn að kaupa Ágætis byrjun svona 15 sinnum vegna þess að ég gef hann útlendingum,, óþolandi,, en ég hafði sem sagt gefið Standards og keypti um daginn,,, ég er búinn að láta hann rúlla nokkrum sinnum núna og er að upplifa mikla nostalgíu með þessu,,, þetta er svona eins og djass á sýru,,, elska þessa plötu 

kveðja Daði.... 


Andabringa, með kanilrauðkáli, bakaðri kartöflu og heiðmerkursveppum,,,,

 

Ég og Rebekka eldri dóttir mín týndum villisveppi í heiðmörk í ágúst,  af einhverri feimni hef ég varla þorað að nota þá, þangað til í kvöld.  Ég var með andabringu,  sauð niður rauðkál og var með bakaða rósamarínkartöflu.

Bökunarkartafla. 

Kartaflan er einföld.  Flysjuð, skoðið niður í hana þar til ca cm eftir, sáldra olíu og salti og söxuðu rósamrín yfir, sett í ofninn sem er á 180 gráðum,  hún er svo höfð í ofninum þar til yfir lýkur í matargerðinni.

Rauðkálið. 

Sker rauðkálið þunnt og steiki með þunnt skornu sellerí.  steiki í smjöri en bara létt.  blanda síðan smátt söxuðu engifer útí og kanilstöng.  salt og pipar.  eftir ca 5 mín steikingu set ég þetta í ofninn og  hef í ofninum í svona 70 -80 mín með álpappír yfir pönnunni.  Þegar þetta er tilbúið setti ég rifsberjahlaup sem Svandís samstarfskona mín gerir svo listavel samanvið, svona 2 tsk.  

 Öndin

Öndina steiki ég á pönnunni í fimm mín með haminn niður. svo þrjár mín á hinum hliðunum. settí kortér í ofninn með fimm mínútna hléum, þe haft í ofninum í fimm mínútur, svo hvílt í fimm, ofninn í fimm, hvílt í fimm og svo að lokum ofninn í fimm hvílt í fimm,, ekki svo flókið.  Þarf ekki að taka fram að ég notaði bara salt og pipar á öndina.  Með þessari aðferð verður hún bleik og djúsí,,,,

 

Sósan .

 

steikti villisveppablönduna sem var týnd í rigningu í heiðmörk í ágúst af miklli eljusemi og ást í íslensku smjöri.  Reyndar voru sveppirnir forsteiktir og frystir þannig að ég þurrkaði þá vel og steikti lítið,  rauðlaukur settur á pönnuna og mildaður,,,,,, svo bætt útí vatni og andakrafti (Oscar)  þegar þetta er búið að sjóða niður eitthvað er sett sýrður rjómi ásamt soðinu af öndinni.  Geggjað.

 

Villa puccini chianti 2003 var drukkið með þessu, reyndar drakk ég hálfa flöskuna meðan ég var að elda þannig að hún var alveg fín með matnum,   en ég held að þó ég hafi ekki drukkið neitt meðan eg var að elda hefði hún verið mjög góð,,

 

Herborg (konan mín) var með einhverja stæla vegna þess að ég týndi sveppina sjálfur (hún treystir flúðasveppum betur en mér) var hæstánægð með  matinn og þá veit ég að þetta var fínt.... Það er mikilvægt að hlusta á tónlist þegar maður eldar og í græjunum var nýji diskurinn með Hjaltalín sem vinur minn Guðmundur bassaleikari er í ,    verð að segja að það andar ferskum blæ í íslenskt tónlistarlíf með þessum krökkum,,,, ætli magnificient hengi sig ekki þegar hann fattar að það er hægt að gera öðruvísi tónlist en froðupoppið sem hans fólk heldur að sé flott,,,, ég gæti ælt,, jæja,, Hjaltalín og Andabringan var succsess,,,,

 

ég tók engar myndir af þessu því miður,, of mikið vín til að muna það,,, ég hef samt gert það í gegnum tíðina.  Bæti við myndum síðar.

 

kveðja Daði 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband