Andabringa, með kanilrauðkáli, bakaðri kartöflu og heiðmerkursveppum,,,,

 

Ég og Rebekka eldri dóttir mín týndum villisveppi í heiðmörk í ágúst,  af einhverri feimni hef ég varla þorað að nota þá, þangað til í kvöld.  Ég var með andabringu,  sauð niður rauðkál og var með bakaða rósamarínkartöflu.

Bökunarkartafla. 

Kartaflan er einföld.  Flysjuð, skoðið niður í hana þar til ca cm eftir, sáldra olíu og salti og söxuðu rósamrín yfir, sett í ofninn sem er á 180 gráðum,  hún er svo höfð í ofninum þar til yfir lýkur í matargerðinni.

Rauðkálið. 

Sker rauðkálið þunnt og steiki með þunnt skornu sellerí.  steiki í smjöri en bara létt.  blanda síðan smátt söxuðu engifer útí og kanilstöng.  salt og pipar.  eftir ca 5 mín steikingu set ég þetta í ofninn og  hef í ofninum í svona 70 -80 mín með álpappír yfir pönnunni.  Þegar þetta er tilbúið setti ég rifsberjahlaup sem Svandís samstarfskona mín gerir svo listavel samanvið, svona 2 tsk.  

 Öndin

Öndina steiki ég á pönnunni í fimm mín með haminn niður. svo þrjár mín á hinum hliðunum. settí kortér í ofninn með fimm mínútna hléum, þe haft í ofninum í fimm mínútur, svo hvílt í fimm, ofninn í fimm, hvílt í fimm og svo að lokum ofninn í fimm hvílt í fimm,, ekki svo flókið.  Þarf ekki að taka fram að ég notaði bara salt og pipar á öndina.  Með þessari aðferð verður hún bleik og djúsí,,,,

 

Sósan .

 

steikti villisveppablönduna sem var týnd í rigningu í heiðmörk í ágúst af miklli eljusemi og ást í íslensku smjöri.  Reyndar voru sveppirnir forsteiktir og frystir þannig að ég þurrkaði þá vel og steikti lítið,  rauðlaukur settur á pönnuna og mildaður,,,,,, svo bætt útí vatni og andakrafti (Oscar)  þegar þetta er búið að sjóða niður eitthvað er sett sýrður rjómi ásamt soðinu af öndinni.  Geggjað.

 

Villa puccini chianti 2003 var drukkið með þessu, reyndar drakk ég hálfa flöskuna meðan ég var að elda þannig að hún var alveg fín með matnum,   en ég held að þó ég hafi ekki drukkið neitt meðan eg var að elda hefði hún verið mjög góð,,

 

Herborg (konan mín) var með einhverja stæla vegna þess að ég týndi sveppina sjálfur (hún treystir flúðasveppum betur en mér) var hæstánægð með  matinn og þá veit ég að þetta var fínt.... Það er mikilvægt að hlusta á tónlist þegar maður eldar og í græjunum var nýji diskurinn með Hjaltalín sem vinur minn Guðmundur bassaleikari er í ,    verð að segja að það andar ferskum blæ í íslenskt tónlistarlíf með þessum krökkum,,,, ætli magnificient hengi sig ekki þegar hann fattar að það er hægt að gera öðruvísi tónlist en froðupoppið sem hans fólk heldur að sé flott,,,, ég gæti ælt,, jæja,, Hjaltalín og Andabringan var succsess,,,,

 

ég tók engar myndir af þessu því miður,, of mikið vín til að muna það,,, ég hef samt gert það í gegnum tíðina.  Bæti við myndum síðar.

 

kveðja Daði 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herborg Drífa Jónasdóttir

Jámms...þetta var rosa góður matur...verðum að gera þetta aftur fljótlega...elska þig

Herborg Drífa Jónasdóttir, 15.12.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband