Dagur 7

Breiðavík   Þingeyri 021Það var noalegt að vakna í rúmi þennan morguninn en ekki í tjaldinu,  Mía svaf eins og steinn bara þegar hún var komin inn, líklega var hún að fokka í okkur,,, þegar við vöknuðum voru Simon og þau þegar búin að hita kaffi og svona, fórum í sund og svo var lagt í hann.  Þessi sundlaug er snilld, full af slími og ógeði en maður lætur það ekki á sig fá. ókum snæfjallaströndina alveg að kaldalóni og fórum uppað jökli,  Við nenntum svo ekki lengra.  Við tók aksturinn yfir á Strandirnar sem er minn uppáhaldspartur af ferðalaginu.  Við fórum útá Hólmavík til að versla og fara í ríkið, kippa af bjór var það minnsta, það var enn eftir af þessu ógeðsrauðvíni og hvítvíni í beljunni.  Aksturinn var glæsilegur, við komum við í Djúpavík til að spyrjast fyrir um bensín og gas og var ákveðið að fara alla leið í Norðurfjörð sem er besta ákvörðun þessarar ferðar, þar áttum við eftir að vera í tvo daga.  Norðurfjörður er fallegasti staður sem ég hef komið á, ég varð fyrir miklum áhrifum þarna og væri til í að búa þarna sem gamall maður.  Fólkið og fjöllin eru einstök.  allt umhverfið er æði.  Vitandi af endalausum eyðifjörðum til norðvesturs og fámennið þarna Breiðavík   Þingeyri 035heillar.  Við þurftur samt að ræsa út apótekarann og verslunarstjóra staðarins sem er sama manneskjan og kaupa stíla og gas.  Hægt var að fylla á bílinn í sjálfsafgreiðslu, á kaffíhúsinu var nýlokið tónleikum. því miður. þennan dag borðuðum við í rólegheitum, áttum gott spjall við staðarhaldara sem er vinaleg eldri kona.  Ferðafélag Íslands á skálann þarna og hún fræddi okkur um söguna sem er nýliðin, sagði að við þyrftum að lesa okkur til um eldri sögu staðarins sem væri mun skemmtilegri, tek hana á orðinu einhverntíma.  Ég er ekki vanur að finna fyrir orku né öðrum hlutum á stöðum sem ég kem á, en þarna er mikil og góð orka.  Þessa nótt sváfum við vel.  Á morgun er það Djúpavík og fjallgöngur.

Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi, leitt að missa af þér þarna á laugardaginn en það gengur betur næst!!!! Vona að þú hafir fengið góða ferð hingað á Höfn.

Gaman að fylgjast með þessu ferðalagi er greinilega hin mesta skemmtun og toppar örugglega hinar bestu heimsreisur!!!

En allavega vona ég að við sjáumst fljótlega og ég þarf að fara að senda þér uppskriftina af rabbabarapæinu!!! Bestu kveðjur til fjölsk. Ragga

Ragga frænka... (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

Hæ Ragga. Já það var leitt, ég hefði nú alveg getað komið í heimsókn en það vantar heimsóknargenið í mig, sem er óþolandi.  Ég fékk fína heimsókn, mér finnst alltaf gaman að koma þarna.  Brúðkaupið og maturinn til fyrirmyndar.  Ég kem næst í heimsókn til þín,,,lofa,, svo getur þú nú farið að koma til mín líka,,,

Kveðja Daði 

Daði Hrafnkelsson, 26.8.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband