Drottningin hundraðogsextíuára,,,Herborg búin í prófi,, Johnny og ég,,,

Það er farið að fara í taugarnar á mér að það séu ekki komin nein egg,, það tekur á taugarnar að vera bóndi,,, Endurnar eru farnar að venjast mér,, þegar þær sjá mig koma held ég reyndar að þær sjái risastóran hamborgara,, þær tengja mig bara við mat,, þeim þykir ekkert vænt um mig held ég,, ég hef þó reynt mikið til að öðlast ást þeirra,, sérstaklega er Johnny illa við mig,, hann hvæsir á mig í hvert skipti sem ég kem ,,, er að spá í að ná í dýrasálfræðing til að settla málin milli manns og andar,,, Drottningin átti afmæli um daginn,, viðraði það við nokkra dani hvað það er fáránlegt að hafa drottningu,, það dýrmætteina sem ég fékk til baka var að maðurinn hennar hefur áhuga á litlum strákum og að hún sé í rauninni lesbía,, ég græddi samt á þessu afmæli,, Constantin collegi minn færði mér vín sem var lagað sérstaklega í tilefni afmælisins,, sérgert úr prívatplantekur prins Henriks,, hlakka til að smakka það,,,  Herborg kláraði prófið sitt í dag,, við tókum því daginn snemma og keyrðum til CPH,, við Kamilla og börnin tókum hring í Kristjaníu meðan Herb kláraði prófið í sendiráðinu,,, það væri viðskiptahugmynd að opna kaffihús á Kristjánshöfn,,, erfitt að fá gott kaffi,,,  jæja þá er ég búinn að rasa út, já eldhúsgarðurinn er allur að koma til,, Lars vinur minn kom á dráttarvélinni og tæklaði hann og nú er ég að fara að byggja gróðurhús og leggja hellur,, er búinn að setja niður Kartöflur og Parsnip,,

 

Dadi,,,

 

og ad lokum,,,,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband