Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Jarðskjálfta Hamborgari en franskarnar fóru á gólfið.

Ég hef ekkert talað eða hugsað um mat lengi,,, er eitthvað þunglyndur,,,, en í gær var ég staddur á Selfossi,, nánar tiltekið við enda Ölfusárbrúarinnar að fá mér Mögguborgara í pylsuvagninum,,, meðan við biðum eftir borgaranum þá kom jarðskjálftinn,,,, bíllinn gekk til og frá og pylsuvagninn líka,, greyið stelpurnar sem voru að afgreiða máttu þola súkkulaðistykki og hálfslítradósir í hausinn og franskarnar okkar fóru á gólfið,,, fólk þarna var mjög skelkað og sama má segja um mig og mína,,, en í dag fór þetta meira að sökkva inn,,, þegar ég sá allt tjónið,, þá fór ég að hugsa að ég hafi lent í einhverju stóru,,,,,

 Það magnaða er að hamborgararnir lifðu þetta af og voru afgreiddur mínútu eftir jarðskjálftann,,,þökk sé starfsmanni mánaðarins á Selfossi.,, eða bara í öllum heiminum,, að hafa vit á því að klára pöntunina og rukka fyrir hana er afrek,,,

Gott að enginn meiddi sig alvarlega,,, Pabbi vinar míns tábrotnaði, alltaf nördalegt að tábrotna,,

 

Daði. 

 


Stykkishólmsveisla,,,

Helgin var algert afbragð,,,

 

Ottó og Steina vinafólk okkar bauð okkur ásamt Torfa og Elvu í sumarhús sem foreldrar Ottós eiga í Stykkishólmi,, húsið er lítið bjálkahús á besta stað við höfnina,, ég finn það sterkar og sterkar að ég þarf að eignast bát,,, (ekki segja Herborgu) og líka mótorhjól og flugvél,,  við fórum samt ekki fyrr en á laugardaginn því ég var að klára umsóknina til Árósa,, nú er bara að bíða og sjá,,,  Maturinn var geðveikur,, ég veit ekkert hvað hitt liðið gerði,, ég var með minn hefðbundna humar,, nú þarf ég að finna mér nýjar leiðir í þessari matreiðslu,, hef verið að gera humarinn svona alltof leng,, næst verður hann öðruvísi,, við nutum matar og drykkjar og félagsskapar alla helgina,, ég fékk mér svo svartbaksegg í landnámssetrinu á leiðinni til baka,,

 

Daði 


Einn í heiminum,, með fuckings umsókn um sérnám á heilanum,,,,

Já það er búið að vera strembið lifið undanfarið,,, Herborg var að klára prófin í dag og það lítur út fyrir að hún skarti kínverskri stúdentshúfu á þrjúþúsund næst þegar ég sé hana,,, vona að P Eyfeld sé ekki að lesa,,,, annars finnst mér lítið gagn í svona húfu, ,, heldur ekki á manni hita svo mikið er víst,,, ekki það að nokkuð haldi á mér hita þessa dagana,, nema Mía litla,,, ég er grasekkill meðan á þessu prófum stendur og þegar þau eru loksins búin er mér kastað út fyrir Pál Óskar,,, enn eitt kvöldið er ég heima að horfa á sjónvarpið því ég get ekkert annað fyrir þreytu,,, jæja,, Til hamingju með áfangann elsku Herborg,,, ég hef ekki svo mikið sem komið inní eldhúsið mitt í marga daga,, það er búið að vera slökkt á kaffivélinni og ég veit ekkert hvað er til í ískápnum,, vonandi batnar það fljótlega,,, er að fara í stykkishólm á morgun með vinum mínum að slaka á,,, annars gæti kviknað í mér,,, er að klára umsóknina um Aarhus,,, það er eitt það leiðinlegasta sem ég hef gert um ævina,,, það er eins gott að það verði þess virði,,,

 

Góða nótt ,, já og góða skemmtun,,,

 

daði 


River cottage

Undanfarnir dagar hafa verið strangir,,ég naut þess því miður ekki að fá langa helgi í kringum hvítasunnu, enda öngvu að fagna,, gaman væri að vita hvað á að hafa gerst á þessum dögum í lífi Jesú,,, ég var að vinna á laugardaginn í Vestmannaeyjum og í gær var ég á vakt,,, tíðindalítil vakt í rauninni,,, þegar ég var ekki að vinna naut ég þess að horfa á River cottage þættina mína,, já það er augljóst að þegar maður vaknar spenntur til að horfa á ljótan breta tala um svínarækt og matjurtagarðinn sinn,, ásamt nýtingu auðlinda náttúrunnar þá á maður bágt,, skv standard óupplýstra skyndibitafíkla sem hugsa ekki um matinn,,, en Hugh Fearnley Whittingstall hugh2eins og ég held að hann heiti er meistari,, ekki aðeins hefur þetta breska "wit" sem við höfum ekki og ég held að það sé tungumálinu að kenna heldur er hann culinary snillingu á einfaldan máta,,, að sjá hann hluta í sundur svínalík og breyta í gómsætan mat var eins og tónlist í mínum eyrum,, þessi áhugi minn er að verða sjúklegur,,  en þar sem þetta skemmir ekki hjarta mitt og lungu né hausinn á mér þá er mér skítsama,, ég verð að hafa einhverja fíkn eftir,,,,

 

Í kvöld voru svínakótelettur með gráðosti,, ekkert annað,,

 

Portishead er enn í græjunum,,, það mun aldrei koma annar  svona diskur,,,

 

Daði 


Vestmannaeyjar,,,,

Donal%20Duck%20"stuna" (andrés önd)

 

ég var með matarboð í gær,,, sjá síðasta blogg,,, var rosalega gaman,, fólk hefur gaman af því að tala um prinsipin mín og tengja þau alltaf einhverjum múslimskum hugsunarhætti, svo hlær það og tyggur matinn minn,,, en það er allt gott,,, mér er sama,, Sif færði mér ljóðabók sem ég þakka kærlega fyrir,, fæ varla fallegri gjöf,,, þarf litið til að gleðja tannlæknishjartað,,, ekki það að ljóðabók sé lítið,, alls ekki,,, dæmi um fallega hugsun og væntumþykju frá Sif sem mér þykri vænt um,,, 1154Mér þykri vænt um þig Sif,,(vona að hún lesi þetta) ég er að reyna að vera ljóðamaður,,,,,,,,,  einn daginn læri ég ljóð utanaf og slæ í gegn í partíinu og þá er bara að vona að fólkið í paríinu sé ekki heimskt,, en líklega er ég of félagsfælinn til að fara nokkurn tíma með ljóð í paríi,, ég hugsa það bara í staðinn,,,,,  já matarboð í gær sem var skemmtilegt,, alveg ein rauðvín og fimmþúsundbjórarskemmtilegt,, þá þurfti ég að vakna kl 0600 til að keyra á Bakka (sem er austa við Hvolsvöll fyrir fólkið sem heldur að lífið byrji og endi í Hagaskóla,,) og taka flugið yfir til Vestmannaeyja til að vinna til fimm staight og taka svo flugið til baka og keyra heim,,, ss 10 tíma vestmannaeyjar loftmyndferðalag með vinnu inná milli,,, ljósi punktur dagsins var að Helga vinkona mín var með í för og létti mér lund með fróðleik og lífskúnst,, á henni ótalmargt að þakka,,, og að börnin í Vestmannaeyjum eru dugleg og ekki með vesen í tannlæknastólnum,, lætum mig hugsa um samanburð á dugnaði þéttbýlis og dreifbýlis,,,  þegar ég kom heim var ekkert að borða,, enginn hafði hugsað fyrir mat,, Herborg fór beint á kaffihús og skildi mig eftir með þrjú börn eitt grenjandi,,,, og það eina sem hlýjaði mér var River Cottage og þátturinn "pig in a day",, prógramm sem á eftir að taka culinary vit mitt ljósárum framar en ljóðavit mitt,,

Tónlist dagsins var Rufus Wainwright,,, fór á tónleikana um daginn og upplifði sama ömurleikann og þegar ég þurfti að fara á fuckings,, hvað heitir hann aftur,, shit ég man það ekki,, óperupopstelpan þarna,,,   ,,,,,,,,,,,,,arrrrrrrrrrggg, bíddu ég ætla að sækja Herborgu hún man það,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Josh Groban,,,, Josh Groban rp10 ekki svo sérstaklega góð tónlist,, ,, veit ekki af hverju ég enda þarna,,,

aníveis,, Sif ég þakka fyrir Sigfús Daðason,,,, Helga ég þakka fyrir skemmtilegan dag,,,, og góða nótt,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, l,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, 

 

Daði


Norður afrískur kjúklingur með Mandarínum,,,,

 

Dagurinn í dag var ágætur,, rigning sem gerir mig þunglyndan og færir mér höfuðverk með vasa.  Vinnan var fín,, auðveldur dagur í rauninni,, engar stórar framkvæmdir í gangi í dag, þannig vil ég líka hafa föstudagana,,, Rebekka er að koma og svona,, þannig að ég var bara að vinna til eitt,,, já ég veit það er erfitt að vera tannlæknir,,  

 

Sif og Arnar voru að koma frá Morocco,, meðferðis var dýrindis krydd,, það er basinn í kvöldmatnum,,,  ég er ekki viss um að þetta sé endilega samt Moroccóskur matur ,, þetta er eiginlega bara eitthvað samsull sem ég bý til eftir að hafa verið með skrýtinn áhuga á norður afrískri matargerð lengi,,, ég hef talað um þetta áður en það er eitthvað comfort í svona matargerð,,,

Innihald:

1 stk heill kjúklingur skorinn niður í óreglulega bita með beini og skinni. (  það er best að fylgja engum  reglum um hvernig á að skera niður kjöt, þannig verður það skemmtilegra að borða og það er fáránlegt að skilja frá bein og skinn)

Nokkrar kartöflur skornar í misjafna bita líka

Einn rauðlaukur skorinn smátt

snake charmereinn hvítlaukur hafður í rifjunum nema eitt rifið er skorið smátt

5 stk ferskar gráfíkjur heilar 

slatti döðlur 

fimm mandarínur bátarnir heilir og börkurinn af tveimur rifinn niður

einn chili með fræjum og öllu

sellerí 

þumlungshluti af smátt skornu engifer

kanilstöng

saltogpipar

arabískar nætur (pottagaldrar)

moroccokryddið sem kryddsalinn sagði þeim að væri gott í tagínur sem það og er en ég veit ekki hvað þetta er svo,,,, 

turmerik

múskat (nutmeg)

olía til steikinga núna notaði ég vínberjasteinaolíu sem er fín og holl

 

Í botninn á Tagínunni fer  olía og öll þessi krydd sem og chiliið og smátt skorni hvítlaukurinn þegar hún er orðin vel heit set ég kjúklinginn útí og steiki vel á öllum hliðum þar til hann er orðinn gullinn, já og kartöflurnar á sama tíma, þetta læt ég sullast á lágum hita í svona hálftíma, þá bæti ég grænmetinu smátt smátt saman við og sýð þetta í algera drullu. mandarínurnar þó síðastar og látnar sjóða bara svona síðustu 5 mínúturnar  Þetta er síðan borðað með dýrindis tómatbrauði úr hagkaup og í þetta sinn rauðvíni,, þó er bjór mitt uppáhald með svona mat en vínið klikkaði ekki við vorum með JJ Bordaux vín frá 2005 þurrt og milt,,, 

 

Sif og Arnar voru að venju skemmtileg 


Steinn Steinarr

  ÖREIGA - ÆSKA

Ég heilsa' yður öreiga - æska,                                                   

með öreigans heróp á tungu.       
Hjá yður fæddust þær viðkvæmu vonir
sem vordagar lífs míns sungu.
Hjá yður er falinn sá eldur
sem andann til starfsins vekur
sem brýtur að lokum heimskunnar hlekki
og harðstjórann burtu rekur.


Ég heilsa þér öreiga - æska
sem auðvaldið rak út á hjarnið
sem átt að lifa og líða og deyja
við loftleysið, kuldann og skarnið
sem átt að svelta og safna
og bera með þolgæði þrældóms - okið
og þegja til æviloka.



Og það er hin sama saga
er saman aldirnar flétta:
þínir feður og mæður í þúsund liðu
voru þrælar drottnandi stétta.
Þau áttu þann sama óvin
sem arðrænir stritandi lýðinn.
Þau báru til enda sitt böl og sinn kross
svo buguð og kjarklaus og hlýðin.



Þau áttu þann sama óvin
það er auðvald hins liðna tíma
samskonar blekkingar, svik og rán,
samskonar djöfla - glíma.
Samskonar guðsorða - gjálfur
og guðræknis - helgislepja,
samskonar klæðleysi, samskonar hungur
og samskonar vetrar - nepja.




Nú spyr ég þig öreiga - æska
með ólgandi lífið í barmi,
átt þú að bera þá sömu bölvun
og bindast af sama arm?
Átt þú að berjast sem skynlaus skepna
um skammt þin til klæðis og matar?
Átt þú að krjúpa og kyssa á vöndinn
kúgarans sem þú hatar?



Nú spyr ég þig öreiga - æska
sem auðvaldið smáir og sveltir.
Átt þú líka að fylla þann flokk
átt þú að láta þér lynda
þín lífskjör og molana tína
en framleiða í guðs nafni allan arðinn
til auðs fyrir böðla þína?



Nei öreigar, öreigasynir
nú rís elding hins nýja tíma.
Nú hefst okkar síðasti hildarleikur,
nú hefst okkar úrslita - glíma.
Við berjumst um frelsið og brauðið
og blessun sveitar og fjarðar.
Og nú berjumst við öll uns yfir lýkur,
við ógæfu himins og jarðar.



Ég heilsa þér öreiga - æska
í árroða vordrauma þinna.
Þitt verk er að efla þinn eigin hag
og allan heiminn að vinna.
Þitt verk er að berjast um brauðið
að brjóta af þér kúgarans hlekki
og leggja í sölurnar líf þitt og blóð,
já líf þitt og blóð, annars tekst þér það ekki.

 

 

Gott að lesa á 1 Mai,,,,

 

 

 

 

 


Djúpsteiktur Karfi og franskar,,,,

karfiMiðvikudagur í feðraorlofi næst síðasti í bili,,, nýtti hann til fullnustu,, við Mía sváfum út í dag,, alveg til átta,,,, við gerðum svosem ekkert framan af degi,, nema hanga,, fórum svo í bað og í göngutúr,, í ríkinu hittum við Ragnar Kjartansson sem ætlar að láta okkur hafa verk eftir sig á vegginn í stofunni sem hefur verið nakinn hingað til,,,, við fórum svo á Cafe Paris og fengum okkur kaffi og súkkulaðiköku sem rann vel oní barnið,, ég sem ætlaði bara að ala hana á gulrótum og broccoli,,,, Fórum svo í Eymundsson og keyptum ljóðasafn Steins Steinarrs,,, hlakka mikið til að lesa það,,, reyndum að fara á listasafn Reykjavíkur sem er lokað til 15 Maí,,, enn sama sýningin á ljósmyndasafninu þannig að við röltum í Ráðhúsið til að sjá samsýningu feðgina sem þar hangir uppi,,, ekki neitt merkileg finnst mér,,, á leiðinni heim hittum við svo Jón Atla,,, ansi góður dagur,,,

 

ég tók út Karfa í gær. steinn steinarr

 

Ég byrjaði á því að skera fimm stórar kartöflur í frönskustærðir með hýði og öllu saman og djúpsteikti,,,  það þarf að gefa þeim örugglega nægan tíma til að steikjast alveg í gegn,,,

 

Karfaflökin sem eru með roði eru beinhreinsuð og skorið eftir þeim endilöngum tvo skurði og nokkra þvert svo tíglar myndist í kjötið.  þeim er velt uppúr hveiti og passað að fari vel inní raufarnar og svo djúpsteiktir líka,, þegar flökin eru steikt er saltað og sítrónusafi kreistur yfir.  

 Mango chutney með þessu,,,,

Einfaldur og góður matur,, kannski ekki svo hollur en who cares,,,, 

 

Bjór með þessu,,,  


Kaupþingsönd með parmasiengratineruðumkartöflum og salati, Já og Portishead

PortisheadÞað er þriðjudagur,,, Herborg er í prófum,,, Dagurinn í dag var frábær vinnulega,, tannplantasjúklingar síðustu daga voru ánægðir sem gerir mig ánægðan,,, útlitsbreytingarsjúklingur sem ég hafði áhuyggjur af er ánægður sem gerir mig ánægðan og aðgerð dagsins gekk eins og í sögu,,,, þess utan blómstra börnin mín og konan mín er á framabrautinni að fá fínar einkunnir,,,, það gengur vel,,,, þegar ég kom heim var Jón Atli að gæta Míu fyrir okkur svo ég bauð honum og hans fjölskyldu í mat,, það er alltaf gaman þegar þau eru í mat,,áhugaverðar samræður,, listræn sjónarmið,,, og vanalega er leikið eitthvað,,,, Jón Atli,, Laufey og Herborg eru nefnilega öll leikarar,,og Álfrún er upprennandi,,, ég hafði önd.

 

3 Andabringur.

Steiktar í 2 mín á hverri hlið ,,svo ofninn í fimm, út í fimm,ofninn í fimm,, út í fimm og svo ofninn í fimm,,200 gráður,,, vanalega eru þær spot on hjá mér en í dag voru þær aðeins ofeldaðar,, samt bloody í miðjunni en nýja pannan mín er líklega að gera þetta,,,,,,,

Kartöflur.

 slatti kartöflur soðnar saman,,, þegar þær eru næstum soðnar er sullað saman við þær  helling af parmasjen osti einu eggi,, rjóma salti og pipar,,,  bakað í ofni í 30 mín,,,

 

salat var bara einhver salatblanda með balsamiksýrópi,,,,

 

sósan var stolin,þe ég hafði ekkert fyrir henni,, 400 ml kraftur,, sósugrunnur,, rjómi og salt,,, stærirubber duck 1 mig ekki afþessu

 

Maturinn var frábær,,, vínið sem var Toscana carbenet vín frá 2004 var gott,,, ég var samt einn að drekka það sem er bömmer,,, 

En hápunktur kvöldsins var nýja platan með Portishead,,, ég hlustaði á hana í fyrradag og nefndi hana við einhvern sem sagði að hún stæðist bara ekki samanburðinn við Dummy,,,, sem er leiðindarkrítík,,,,, þessi plata stendur algerlega ein sem algert meistaraverk,,, bara öðruvísi meistaraverk en Dummy,,,  öll lög plötunnar eru góð,, og það er langt síðan það hefur gerst,,,,

 

Daði,,, og haldiði svo öll kjafti 


Reykt Grálúða,,,

Picture 054Í dag er föstudagur,,, ég býst við því að biskupinn og prestar landsins séu svangir núna,,,, enda fasta allir sanntrúaðir,,,  ég er ekki trúaður, nema á gott fólk og góða hluti,, þannig að ég fékk mér góðan mat,, Í gær fórum við í mat á Tjarnargötuna,,, það er gaman að koma á heimili listamanna,,, það er allt öðruvísi en mitt heimili,,, mín installasjón er einhvernvegin lærð,, en þeirra ekki,, þarf að rækta listamanninn í mér,, hehehe allavega,,  maturinn var algerlega frábær,,, Nautasteik með frönskum og bernes,,,,, og bjór,,, fullkomin blanda Mía myndireinhvernvegin, við fórum södd og ánægð,, góður félagskapur og góður matur,, ég var inspireraður af þessu og var með naut í kvöld en tala ekki um það ,, Mía svaf varla í nótt og ég þreyttur,, nennti ekki að elda og þá er alveg jafn gott að sleppa því,, ljósi punkturinn í dag var hins vegar að ég keypti reykta grálúðu,, ætla að vera með hana í forrétt á morgun þegar við förum í mat,, endalaust í mat ,,,, tala um það síðar,, við Rebekka áttum gott spjall um hann Magnús í kvöld,, það er martröð föðurs þegar dóttir hans og frumburður er farinn að meta aðra menn mér framar,, það er jafn asnalegt að níu ára strákur skuli ógna mér svona,,, ég gerðist svo djarfur að bjóða honum í heimsókn,, en Rebekka veit ekkert ömurlegra og það myndi jaðra við sjálfsmorð ef við tveir hittumst,,,  og þá er það af því að ég gæti mögulega verið svo asnalegur,,, ég er 31 árs,, og ég man þegar mér fannst mínir foreldrar halló,, nú er það minn raunveruleiki að vera hallærislegur,, ég sem hélt að ég væri svo cool,,,

 Daði


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband