Steinn Steinarr

  ÖREIGA - ÆSKA

Ég heilsa' yður öreiga - æska,                                                   

með öreigans heróp á tungu.       
Hjá yður fæddust þær viðkvæmu vonir
sem vordagar lífs míns sungu.
Hjá yður er falinn sá eldur
sem andann til starfsins vekur
sem brýtur að lokum heimskunnar hlekki
og harðstjórann burtu rekur.


Ég heilsa þér öreiga - æska
sem auðvaldið rak út á hjarnið
sem átt að lifa og líða og deyja
við loftleysið, kuldann og skarnið
sem átt að svelta og safna
og bera með þolgæði þrældóms - okið
og þegja til æviloka.



Og það er hin sama saga
er saman aldirnar flétta:
þínir feður og mæður í þúsund liðu
voru þrælar drottnandi stétta.
Þau áttu þann sama óvin
sem arðrænir stritandi lýðinn.
Þau báru til enda sitt böl og sinn kross
svo buguð og kjarklaus og hlýðin.



Þau áttu þann sama óvin
það er auðvald hins liðna tíma
samskonar blekkingar, svik og rán,
samskonar djöfla - glíma.
Samskonar guðsorða - gjálfur
og guðræknis - helgislepja,
samskonar klæðleysi, samskonar hungur
og samskonar vetrar - nepja.




Nú spyr ég þig öreiga - æska
með ólgandi lífið í barmi,
átt þú að bera þá sömu bölvun
og bindast af sama arm?
Átt þú að berjast sem skynlaus skepna
um skammt þin til klæðis og matar?
Átt þú að krjúpa og kyssa á vöndinn
kúgarans sem þú hatar?



Nú spyr ég þig öreiga - æska
sem auðvaldið smáir og sveltir.
Átt þú líka að fylla þann flokk
átt þú að láta þér lynda
þín lífskjör og molana tína
en framleiða í guðs nafni allan arðinn
til auðs fyrir böðla þína?



Nei öreigar, öreigasynir
nú rís elding hins nýja tíma.
Nú hefst okkar síðasti hildarleikur,
nú hefst okkar úrslita - glíma.
Við berjumst um frelsið og brauðið
og blessun sveitar og fjarðar.
Og nú berjumst við öll uns yfir lýkur,
við ógæfu himins og jarðar.



Ég heilsa þér öreiga - æska
í árroða vordrauma þinna.
Þitt verk er að efla þinn eigin hag
og allan heiminn að vinna.
Þitt verk er að berjast um brauðið
að brjóta af þér kúgarans hlekki
og leggja í sölurnar líf þitt og blóð,
já líf þitt og blóð, annars tekst þér það ekki.

 

 

Gott að lesa á 1 Mai,,,,

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki merkilegur skáldskapur þetta og ekki veit ég hvað þú ert að daðra við sósíalisma sem ekkert étur nema rjómasósur, stórsteikur og krabba.  annað en fólkið sem þú ert að tannbursta á daginn og láta gapa framan í þig.  þórbergur þórðarson var skáld og svalt fyrir listina og skrifaði bækur en ekki bull.

hjalti (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Daði Hrafnkelsson

Hornfirðingar vita ekki hvað skáldskapur er,, enda ólæsir og lúsugur lýður,, andskotinn,,,

Daði Hrafnkelsson, 8.5.2008 kl. 21:28

3 identicon

Tannlaeknir og baejarstjóri, hversu rugladara getur thetta ordid. Thad verdur gaman thegar eg fer ad birta klambragina okkar ur sta 345. hjalpi mer thorbergur og david og jones

Hanna (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:54

4 identicon

Já þetta er skemmtilegt.......................................ég á afmæli 1.Maí

Skari (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:23

5 identicon

Enda hringdi ég hundrað sinnum í þig til að óska þér til hamingju,,,

hann á afmæli í dag

hann á afmæli í dag

 hann á afmæli hann Skari,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

hann á afmæli í dag

 jeyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyy,,

sorry að ég gleymdi afmælinu,, en ef það er einvher huggun þá gleymdir þú mínu,,,

laters

Daði (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband