Eldhúsgarðurinn,,,,

eldhusgardurHúsinu okkar fylgir risastór garður, og í einu horninu er ég að útbúa eldhúsgarð fjölskyldunnar,,,,það hefur lengi verið draumur hjá mér að eignast stóran fallegan eldhúsgarð,, ég hef verið með þessa garðyrkjuþráhyggju síðan ég var barn,,, og nú virðist þetta loksins ætla að rætast,, Lars Gram vinur minn hér í Lumby kom á dráttarvélinni og snéri við moldinni fyrir mig þar sem garðurinn hefur ekki verið notaður í mörg ár og ég er byrjaður að byggja hækkuð beð og helluleggja,,, ég er búinn að planta í hann kartöflum og parnips,, sykurbaunum og blaðlauk, og tvennskonar káli,,, hef talsverðar áhyggjur af gæðunum á moldinni,, finnst hún vera frekar leirkennd og hef því verið að reyna að blanda hana með rotnandi garðúrgangi, allavega í botninn á beðunum, ég er með Compost í gangi sem kemur í garðinn næsta sumar og veit þannig að það verður góð uppskera þá en óvíst með þetta sumar,,,það er þó mikil vinna eftir,, það er ótrúlega mikið af rótum í moldinni sem þarf að fjarlægja og það komast örugglega um fimmtán beð í viðbót í hann og í kringum þau þarf mikið af hellum til að eldhusgardur 2þetta looki nú örugglega eins og ég vil hafa þetta,, svo er ég byrjaður að leggja grunninn að Polytunneli (eins konar gróðurhús), annars var stórkostlegur dagur í gær,, steikjandi hiti og það má sjá á gróðrinum að sumarið er komið,, blómin eru sprungin út og það eru komin blóm á eplatrén,, Það er hins vegar frústrerandi að vera andapabbi eins og áður hefur komið fram, og er ég stórlega farinn að efast um getu Steggsins Johnny í hjónalífinu, ég hef þó tekið eftir breytingum á hegðun andanna minna,, þær eru hættar að vera vinkonur og farnar að slást um allt mögulegt, í gær skar ein þeirra sig frá hópnum og eyddi deginum nánast ein við þvott og svefn,, vona bara að hún sé að búa sig undir að verpa,,,  ég verð að segja að ég hlakka til að takast á við ljósmóðurhlutverkið og þarf að þrífa andahúsið og bæta á hálminn svo það fari vel um ungana þegar þeir loksins koma,, Af fjölskyldunni minni er gott að frétta,, við erum í postprófasjokki eftir að Herborg lauk prófinu og liður vel,,, Mía er farin að gera tilraunir við að hætta á bleyjunni,, ætti að vera löngu hætt en foreldrarnir eru of latir,, Nína Sif er feit og pattaraleg,, og okkur liður vel,, það er þó pínu sorglegt að Kamilla hefur ákveðið að fara heim í næsta mánuði og eyða sumrinu á Íslandi, hennar verður saknað,,,

sma snilld ad lokum

Kv Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband