Kræklingur í hvítlauk,,, og Lax,,,

blogg myndir 001Það er erfitt að fá góðan fisk hér á Fjóni,, sem er afar skrítið þar sem þetta er eyja,,, Ég hef meira að segja verið að fljúga með frosinn fisk milli Íslands og Danmerkur þegar ég hef verið að fara heim að vinna,,, allavega,,,við höfum verið að leyta að fiskbúð hér sem virkar og fundum eina,, sem allavega dugar í bili,, hún er niðri í Odense,,, er á leiðinni heim úr vinnunni,,, og hefur einhvern rómantískan sjarma,, þarna er bara einn maður að vinna,, eigandinn býst ég við,, það er frekar einfalt úrval í boði og spennandi fyrir mig,, hef ekki mikla reynslu af álum og fiski úr Viktoríuvatni enn sem komið er,, svo er hægt að fá reyktan Lax,,, reykt hrogn,, og allar tegundir af Síld,, svo selur hann Hvítvín og bara eina tegund,, Það hefur þó verið erfitt að fá Herborgu til að vera ævintýragjörn í fiskivali og því er Kræklingur og Lax ekkert rosalega nýmóðins,, en þetta kemur,,   ég hef verið að horfa mikið á Rick Stein undanfarið og er voðalega innblásinn fiskielskandi þessa dagana,, er nýbúinn með innblástið danskt svínakjötstímabil svo ég held að blóðrásarkerfið mitt sé ánægt með nýju þráhyggjuna,, lifrin er fuckt eatherway,,,

 

 

 

Kræklingur í Hvítvíni....

 ég man einhverntíma fórum við Herborg uppí Hvalfjörð að tína krækling þegar við vorum nýbyrjuð kræklingursaman,, ég veit ekki alveg hvað hún var að hugsa að vera kominn með þennan nörda kærasta en afrakstuinn var botnfylli af kræklingi í skúringarfötu,, kannski ca kíló,,, þessi maturvar síðan eldaður samdægurs og gat því ekki verið ferskari,,né eftirminnilegri,, við tölum um þennan dag ca þrisvar á ári og gerum eflaust alltaf,, ég saxa niður slatta af hvítlauk,, slatta af engiferi,, slatta af ferskum rauðum chili,, og slatta af fersku rósmaríni ( átti ekki basil í þetta skiptið)  allt eftir smekk,, á háum hita svita ég kryddið í svona mínutu og set svo kræklinginn útí,, velti honum um í svona hálfa mín og set svo hvítvín yfir allt saman og sýð þar til kræklingurinn er búinn að opna sig,,,, borðað með góðu brauði,, parmasean osti,, og meira hvítvíni,,,,

 

laxinnLaxinn,,,,

 mig langaði í Viktoríufiskinn fyrir þennan rétt en lenti undir og lax er málið,, Ég reyndar elska lax,, hann er alltaf góður,, þó hann sé bara soðinn með smjöri og kartöflum er hann ógeðslega góður,, en ég lagði aðeins meira í þetta í kvöld,,, þetta er einhver blanda af asískum og ítölskum áhrifum,, í eldfast mót set ég olíu og smjör og sojasósu,, niðurskorið sellerí,,, grænar og svartar olífur,,, laxinn sem er kryddaður með kóríanderfræjum sem hafa verið mulin í mortelinu,,,, svo er sett á hann Pestó,, og soðnar kartöflur og soðnar gulrætur,,   sama brauðið,, sami parmasean osturinn og sama hvítvínið,,,

kærar kveðjur,,,

 Daði,,,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband