Fyrsta árið mitt sem smábóndi,,,

eggÞað er við hæfi um áramót að líta yfir farinn veg og sjá hvað maður hefur áorkað á árinu,,, í lífi smábóndans hefur heilmikið gerst, það var í rauninni auðveld ákvörðun fyrir mig að kveðja Reykjavík og Ísland í Janúar,, ég fékk mjög góða vinnu hér ytra og bauðst húsnæði sem var eins og draumur fyrir mig,, hér gæti ég látið drauminn rætast um að verða smábóndi ég ætlaði mér stóra hluti í garðyrkju og dýrahaldi,,  húsið hér er dæmigerður danskur herragarður, elsti hlutinn frá 1600 og eitthvað og byggt í kassa þannig að við höfum stórt lokað port, auk þess höfum við stóran garð og tjörn,, við erum útí sveit en samt nálægt Óðinsvéum,,, við fluttum að sjálfsögðu um hávetur og því lítið að gera fyrir smábóndann sem ekki varportið með nein dýr til að sinna og engan garð heldur, en þegar voraði kom hugur í mig,,,,ég byrjaði á því að plægja allan matjurtagarðinn og byggja beð og helluleggja,, ég er mjög þráhyggjufullur um að allt sé í miklu skipulagi,,, ég gerði ekki ráð fyrir hve öflugur gróandi er hér í öllu og þá sérstaklega í illgresinu,,, hér er allskonar drasl sem maður þekkir ekki að heiman og erfitt að ráða við það,, ég sáði kartöflum og næpum,,, gulrótum og rauðlauk, þrenns konar baunategundum, sellerí,, hvítkál, rauðkál og eitthvað fleira,,,,fátt af þessu lifði, því það var of mikil vinna að halda þessu í horfinu fyrir mig,, ég gerði þau mistök að setja ekki svartan jarðvegsdúk yfir til aðhalda illgresinu niðri,ég náði þó frábærri baunauppskeru og laukarnir voru flottir,, ég fékk engar kartöflur né næpur,,, ég lærði mikið af þessu og fyrir sumarið sem er að koma næst ætla ég matjurtagarðurekki að láta illgresið vinna,, planið er að byggja amk 10 beð í viðbót og byggja gróðurhús og klára matjurtagarðinn alveg,,,,  ég barðist líka riphatrammlega við sniglana um baunirnar mínar og vann,,  þeir enduðu ævi sína í áfengiscoma eftir að hafa fallið í bjórgildrunar mínar, eftir langan og erfiðan vetur fengum við ss frábært og heitt sumar með 30 stiga hita dag eftir dag,,,dýrahald gekk svona upp og ofan, ég eignaðist fyrsta Lumby cottage stofninn þegar ég keypti mér fimm endur sem áttu að hafa þann starfa að framleiða fyrir mig kjöt,, ljúffengt andakjöt sem hægt væri að confita og fleira,,ég sá fyrir mér paté og confit, andabringur og fleira,,,  Jonny steggurinn minn Allskonar myndir frá Lumbygade 310drapst á hálfu sumri og náði aðeins að vera rómantískur með einni af öndunum, ég fékk þrjá unga frá henni,, en sökum reynsluleysis sem bóndi þá náði refurinn þeim öllum,, ein öndin framdi sjálfsmorð þegar Jonny dó,, líklega af sorg,, og nú nýlega klippti ég vængina á þeim þrem sem eftir voru og þá náði rebbi tveimur í viðbót,,,og nú er aðeins ein önd eftir en einhversstaðar í nágrenninu er mjög hamingjusamur refur,, planið er að kaupa stegg og tvær kerlingar í viðbót og reyna aftur,, reynslunni ríkari,, nú rétt fyrir jól keypti ég svo fimm hænur sem eru að standa sig frábærlega,, og langar mig til að fjölga þeim fljótlega,, mig dreymir síðan um svínarækt í framtíðinni en það kemur,, fyrst þarf ég að kaupa pleisið,,,, kannski verður árið sem er að byrja árið sem ég verð svínabóndi,,,

 

gleðilegt nýtt ár,, vonandi verður það jafn frábært og það sem kvaddi,,

Daði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að hafa hænur,það myndi ég líka gera ef ég byggi svona.

kristin ellen (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband