Lumby Cottage páskar
22.4.2011 | 16:33
Mikð af þeim mat sem við borðum er árstíðabundinn,, skata, rjúpur, salöt á sumrin og þyngri matur á veturna,, en það eru Páskar núna, og fyrir mig er engin betri tími til að selja eggin mín en einmitt páskar, ég hef þá loksins eitthvað til að þakka baby jesus fyrir ,,,, nú um þessar mundir þegar allir sannkristnir þegnar Danmerkur búa sig undir páskana og eggjaát, hefur Smábóndinn hafið vægðarlausa auglýsingaherferð við Lumby Cottage bútíkina, þar eru Páskaegg á tilboði, að sjálfsögðu eru þetta organic, free range egg Smábóndans sem nú seljast eins og heitar lummur til íbúa Nr Lyndelse og nærsveitar, smábóndinn hefur nú grætt heilar 14 krónur danskar og er Smábóndinn himinlifandi yfir þessu öllu saman, í dag var sérstaklega góður dagur á Smábýlinu, það var steikjandi hiti og Smábóndinn og Smábændafjölskyldan brá sér í borgina til að stunda útivist og fara á róló, það var Smábóndanum erfitt að vera innan um allt þetta fólk og því var hann glaður þegar heim var komið í fámennið og einsemdina, þó er Smábóndinn aldrei einn því hann hefur hænurnar sínar sér til samlætis,,,,, dagurinn í dag fór því mest í sólböð og garðvinnu, Frú Smábóndi sinnti skrautbeðunum meðan Hr Smábóndi sinnti matjurtagarðinum, auk þess að reyta arfa og vökva beðin þá sáði ég Mais fyrir sumar komanda, Smábóndinn varði líka góðum tíma með hænunum í dag. Það hefur verið mikið ósætti í hænsnahúsinu undanfarið, þær tvær hænur sem urðu fórnarlömb hræðilegs ofbeldis af hendi hunds hér í nágrannahúsi hafa verið útskúfaðar frá restinni af hópnum og fer Halldór Laxness þar fremstur í flokki, þar er eins og hann þoli þær ekki, og má sjá á þeim að þær eru hræddar við hann, þetta veldur Smábóndanum miklum áhyggjum, og vandasamt að leysa þetta, Smábóndinn hefur mikla trú á að orð dugi meira en flest annað og hefur því dvalið með hænunum undanfarið að ræða þetta en á erfitt með að nálgast Halldór, hann virðist annars hugar þegar þetta ber á góma, og ekkert sérstaklega áhugasamur um að leysa þetta, Smábóndinn hefur beytt allskonar brögðum til að komast í nánara andlegt samband við hænurnar og hanann þeirra, sem og að bjóða þeim að borða úr lófa mínum til að öðlast traust, en ekkert virðist hagga Halldóri, það er skarð á milli manns og hanans hans,, Smábóndinn hefur því gefið honum afarkosti, hann hleypir fórnarlömbunum aftur inní hænsnahópinn eða Smábóndinn neyðist til að kalla til sérfræðinga, einhvern sem nær til hans betur en Smábóndinn, þá þarf Smábóndinn að finna hænsnahvíslara til að leysa málin sem kæmi illa við nauman fjárhag Smábóndans. við gefum þessu viku því ekkert einelti verður liðið á Smábýlinu,,, í öðrum fréttum af Smábýlinu er að Eggin hafa slegið í gegn á vinnustöðum Smábóndans, bæði Odense og Kolding klíníkurnar eru orðnar ansi háðar alvöru eggjum og er mikið spurt þegar ekki er komið með skammtinn,, Smábóndinn vinnur eins og fíkniefnasali hvað þetta varðar, fyrst kem ég þeim á bragðið og svo byrja ég að rukka.... nú eru Páskar framundan eins og áður sagði og því ber að vanda sig í mat og drykk, því hefur verið veisla hér undanfarið, svínalundir fylltar með döðlum og gráðosti og góðærissveppasósu,, Pavolova, gúllashsúpa, salöt og gott vín,,, en í dag var Smábóndinn sérstaklega spenntur því honum áskotnuðust nýlega tvær stokkendur skotnar í Breiðdal, en eins og allir menn vita þá er allt sérstaklega gott sem kemur úr Breiðdal, þar hafa himnafeðgarnir snert jörðina á sérstakan hátt, þar eru allir menn skáld og bændur og sjómenn, og veiðimenn og þar stendur enginn Gísla Baldri frænda mínum framar, Gísli er bróðir móður minnar og mikið náttúrubarn, hann kann öll örnefni Breiðdals og hefur veitt þar meira en aðrir, hann er allt fyrrnefnt en þó fyrst og fremst veiðimaður,meira en flestir, hann felldi þessar tvær stokkendur og gaf mér, og því ætla ég honum til heiðurs að nýta þær vel.
Breiðdælzk Herragarðs Stokkönd.
Smábóndinn var svo heppinn í dag á ferð sinni um Nr Lyndelse að finna bílskúrssölu, og á henni fann ég forláta frönskugræju,, þe græju sem gerir franskar kartöflur úr venjulegum,,, ef svo má segja, það var því spenntur Smábóndi sem fór heim að gera franskar, ég baða þær í andafitu og í ofninn,,,
Tvær stokkendur, þerraðar, saltaðar og pipraðar, ég setti í fatið með þeim appelsínusneiðar, hvítlauk og rósmarín úr garði Smábóndans,, þær fara með bringurnar niður inní 150 gráðu heitan ofninn og hún pensluð annars lagið með hunangi, eftir 25 mínútur sný ég þeim við, þe með bringuna upp og hitinn hækkaður í 175, enn penslað með hunangi og steikt í 35 mínútur í viðbót,, allt í allt ein klst,, en fer eftir stærð andanna að sjálfsögðu,,, nú er öndin tekin út og látin standa í amk 15 mínútur áður en hún er borin fram,, sósan er gerð þannig að 5 dl af vatni eru settir í ofnskúffuna og skafið vel úr botninum til að ná öllu bragðinu af öndinni,,, sigtað í pott og fitunni fleytt ofanaf,,, soðið niður um 1/3, smakkað til , appelsínusafa 1 dl og Grand Mariner sett útí,, ca 1,5 dl þá er soðið áfram og 120 gr smjör og 1 msk saxaður appelsínubörkur sett útí,,,
Smábóndinn nennti ekki að gera salat, því var þetta einfalt,, önd með frönskum,,
Daði,,,
Það er óhætt að segja að sumarið er komið , það hef ég staðhæft mörgum sinnum hér í óskhyggju minni en nú hefur ég verið bænheyrður, hér var mígandi blíða í dag og fáir voru hamingjusamari en einmitt baunirnar mínar sem dönsuðu af kæti í allan dag, sólin fer líka vel með hænur og menn, sem leika sér saman,, það er gott að búa á stað þar sem maður finnur fyrir árstíðunum, þá er alltaf eitthvað til að hlakka til,,
gleðilegt sumar
Smábóndinn,,,
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 22.6.2011 kl. 18:53 | Facebook
Athugasemdir
Það er naumast að lífið leikur við smábóndann! Ég verð að komast í þessa veðurblíðu sem þú talar um, við fórum í sund með BJ í Borgarnesi og hún skalf af kulda í innilauginni...
Sif (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 17:32
já það er búið að vera rugl hitinn hérna í dag og í gær,, reyndar gott alla vikuna en núna er rugl,, við erum búin að vera í garðvinnu, aðallega Herborg samt,, ég hef verið að tala við hænurnar mest,,, bið að heilsa ykkur,, komiði
Daði Hrafnkelsson, 22.4.2011 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.