Lumby Cottage Rabarbarasultan
13.6.2011 | 16:56
Það hafa verið bæði gleðir og sorgir í Lumby undanfarið, hér hafa verið góðir gestir undanfarnar tvær viku, sem hafa glatt okkur öll, við höfum borðað endalaust og drukkið,,, það var Smábóndanum talsverður léttir að hafa vinnustúlku sem sá algerlega um eggjaumhirðu og búðarhald svo Smábóndinn fengi verðskuldað frí frá bústörfunum, Það fylgir þegar gesti ber að garði að sýna þeim landið og við ferðuðumst til vesturstrandar Danmerkur og það kom Smábóndanum algerlega á óvart hversu stórar og glæsilegar strendurnar þarna eru, minna á Normandí ef eitthvað, og það var Smábóndanum enn gleðilegra að sá að þarna má nálgast skelfisk, amk Krækling, Hörpuskel og sk Razon clam, sem ég veit ekki hvað útleggst á Íslensku, gefur Smábóndanum tilefni til að hlakka til haustsins.
Um þetta leyti er Rabarbarinn tilbúinn hér svo heimilisfólkið ákvað einn daginn með gestunum að gera sultu, það var mikil reikistefna um hvernig ætti að gera sultuna, og komu fram ýmsar hugmyndir Smábóndans um radísur og chili, en kannski var það vínið og bjórinn að tala frekar en Smábóndinn sjálfur, allavega þá var hætt við allar tilraunir að svo stöddu og farin frekar hefðbundin leið í sultugerðinni.
1,4 kg rabarbari
1,4 kg sykur
safi úr 2 sítrónum og börkurinn niðurrifinn líka
þetta er allt saman sett í stóran pott og látið liggja í honum við stofuhita í svona 4 tíma, síðan er bætt í 80 ml appelsínusafa og 125 ml vatni og soðið í ekki meira en 40 mínútur og hrært í rólega öðru hvoru, því ég vil hafa sultuna þannig að hún hafi smá texture,,, sett í sterílar krukkur (í ofninn á 100 í svona 20 mín) Smábóndinn og vinnufólk var svo ánægt með sultuna að ákveðið var að setja hluta framleiðslunnar í búðina niður við veg, Smábóndinn gerðist svo djarfur að biðja um 60 krónur danskar fyrir þessar litlu krukkur og salan var því engin, sem er í lagi því þá er meira fyrir mig....
Matjurtagarðuinn stækkar og stækkar, um síðustu helgi bætti Smábóndinn við tveimur beðum og setti út brokkolí og púrrulauk, það var þó horfið strax daginn eftir svo baráttan við sniglana heldur áfram út í hið endanlega en það eru þó smámunir miðað við vandræðaganginn í að viðhalda hænsnastofninum, eins og ég hef áður sagt þá hefur Anna Dan lagst á eggin sín og var komið langt fram á að ungarnir ættu að birtast þegar Smábóndann fór að renna í grun að ekki væri allt með felldu, mikinn ódaun lagði frá hundabúrinu sem hafði verið breytt í fæðingardeild kotsins, eftirgrennslan Smábóndans leiddi í ljós að öll eggin voru fúl og voru aldrei frjó,, ekki er yfir Önnu að kvarta sem hefur legið alla daga og allar nætur á eggjunum og varið þau með kjafit og klóm,, og beinist því athyglin að Hananum sem ég hef haft svo mikla trú á hingað til, þegar ég síðan fer út til að ræða þetta við hann stend ég hann að miklu og grófu heimilisofbeldi þar sem Smábóndinn þurfti að skerast í leikinn og losa hænuna undan ofbeldishananum,,, það er því ekki mikið eftir að þolinmæði frá Smábóndans hálfu, það hefði ekki tekið Hauk afa minn og stórbónda í Holti langan tíma að ákveða hvað ætti að gera, haninn væri kominn til feðra sinna en Smábóndinn hefur aðeins meiri þolinmæði og reynsluleysi en Haukur og því er haninn enn meðal vor, en ég held að því miður verði ekki annað að gera en að finna annan hana handa hænunum mínum og slátra Halldóri Laxness, við sjáum til hvað verður,, Anna hefur síðan þetta gerðist lagst aftur á og eru nú 9 egg undir henni og hefur Halldór Laxness því fengið 21 dag til viðbótar til að sanna sig,, ef ekkert kemur núna eru dagar hans taldir og ég fæ stórsteik á diskinn minn,,,
Kveðja D
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
Saell
Eg sa eitt sinn sjonvarpsthatt thar sem smabondinn sett stalkant i kringum bedin sin (svona öfugt L) thannig ad sniglarnir kaemust ekki inn i gardinn!
mbk, Ragnar
Ragnar Freyr Ingvarsson, 14.6.2011 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.