Morocco kjúklingur í Tajina
31.12.2007 | 14:23
Eins og ég sagði þá fékk ég Tajinu eða Taginu í jólagjöf. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er þetta pottur með skrítnu loki. Tajina er hönnuð til að sem minnst vatn þurfi til að sjóða í henni. Ég verð að segja að fátt hefur komið mér meira á óvart í eldhúsinu en þessi pottur, hann er frábær og ég sé að ég á eftir að nota hann mikið.
Ég mæli með krónukjúklingnum fyrir hagsýna. Ég versla þarna yfirleitt og þegar þessi kjúklingur er í boði kaupi ég alltaf slatta. stykkið er á ca 300 og það eina sem er að greyjunum er að þau eru smá gölluð, þe brotinn fótur yfirleitt þannig að þau enda í lélegum flokki en eru frábær matur.
Skar kjúklinginn í bita, hafði þá óreglulega því það er skemmtilegra að borða þá þannig. Maður hellir olíu í tagínuna (íslenska orðið) og ég setti kanilstöng, hvítlauk, salt og pipar auk smá kóríander. Í þessu steikti ég kjúklinginn þar til hann var orðinn fallega bronsaður.
Ég var búinn að skera niður í svona sæmilega bita sem ég hellti yfir kjúllann.
Kartöflur, sætar kartöflur, sellerí, mandarínu, chili, hvítlauk, döðlur, gráfíkjur og setti slatta af karríi, og saffron af hnífsoddi,, salt og pipar. Lokið sett á og soðið í svona 45 mínútur.
þetta var borðað með dýrindis brauði og bjór.
gleðilegt nýtt ár.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Gott gott!
Fínt að sjá þig blogga kall. Verður til þess að ég fer að elda af einhverju viti........
Óskar (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 23:28
Takk. Vona að mér endist þetta eitthvað og hætti ekki að nenna þessu.
Daði Hrafnkelsson, 13.1.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.