Árósar,,,,

Ég hef verið í Árósum.  Ég var þar að heimsækja skurðdeildina á háskólaskjúkrahúsinu með það í huga að prófa að sækja þar um stöðu,,, við sjáum til hvað verður,,,,,, þetta var um margt athyglisverð ferð,, bæði matarlega og jafnframt bar á góma margt áhugavert fólk,,, skrítið fólk danir,,,dómkirkjan

lenti í Árósum svona um fimmleytið eftir frekar leiðinlegt ferðalag, ég setta leiðinlegt electró í ipodinn áður en ég fór og eiginlega ekkert annað svo ég hafði næsta ekkert að hlusta á alla leiðina, sætin í vélum Iceland Express sucka ég flýg aldrei með þeim framar það er víst,, annars var þjónustan til fyrirmyndar,,,,,á Kastrup tók við hlaup yfir í terminal 1 og tveggja tíma bið með ekkert til að hugga mig nema Stefán Mána og eina leiðinlegustu bók sem ég hef lesið,,,, það er svona Armageddon fíflahrollur við að lesa þetta,,,, aumar bókmenntir þó svo að ég sé ekki mikill bókamaður,,, ,, ég fékk mér pylsu og bjór á barnum þarna og mátti hlusta á vergjarna lesbíu sem heldur að hún fái samstarfskonu sína til lags við sig með því að tala um píkurakstur og sjálfsfróun, ekki það sem ég nennti að hlusta á með pylsunni, þó gæti verið að Stefán Máni hefði viljað það miðað við skrifin hans,,,  Eftir flugið til Árósa við hlið andfúls manns með flösu tók við ánægjulegast partur ferðalagsins, aksturinn inní borgina,, landslagið hér heillar Íslendinginn því hér er víðsýnt og gróið,, en sjálfsagt engin andgift því hér eru engin fjöll og þar af leiðandi enginn skáldskapur,,,,  Hótelið er ágætt,, Hotel Royal,,, mæli svosem ekki með því,, en ágætt,,   ég gekk örlítið um fyrsta daginn og endaði svo á því að fá mér besta hamborgara sem ég hef fengið,,, í stað þess að hafa hakk voru safaríkar sneiðar af kjöti,, beikon þurrt og krispí,, hvítlauksmæjó,, ruccola,,, og ferskt grænmeti,, og brauðið var bragðmikið líka,,, það er eitthvað sem ég skil ekki hér hvað brauðin í hamborgurum eru alltaf eins og óspennandi,,   ég sofnaði kl 20:00 og svaf til 09:00 ,,  6. apríl,, í dag á Gauti bróðir afmæli,,, hann er 35,,, við erum að eldast,,  ég var svosem ekki mikið að gera í dag allt lokað og einmannalegt,, ég undirbjó mig samt eitthvað fyrir morgundaginn,, hringdi í Sævar og svona,,, ég nennti ekki að leigja mér bíl til að rúnta um eða neitt,,, enda ekki ástæða ferðarinnar,,,,borðaði fínan morgunmat við canalinn,, fjórir litlir réttir,, jógúrt,, eitthvað með reyktum laxi,, omeletta og súkkulaðipannakaka,, kók og kaffi,,,  ég rölti um í dag,,, gerði ekkert,, keypti mér bók um Árósa,, canalkeypti gjafir fyrir stelpurnar,,, horfði á MTV,,,, leiðist,,, 7 Apríl,,, dagurinn á sjúkrahúsinu var skemmtilegur,,, hitti alla nema Jon Jensen sem er víst aðalosturinn þarna,,, hitti hann á morgun er mér sagt,, ég var á stofugangi með Júlíusi sem var mér afar góður,,, hann hugsaði vel um mig allan tímann,,, sýndi mér allt,, og lánaði mér fyrir fiskibollu í hádegismat,, eftir daginn var ég þreyttur,, borðaði vonda pizzu og fór að sofa,,,,  8 Apríl,,, var með Jon Jensen í aðgerð á bilateral klofnum góm á níu ára dreng og Martin Dahl í að fjarlægja liðdiskinn úr TMJ bilateralt,,, þetta var gaman,, Júlíus var með Martin í aðgerðinni.   ég kvaddi síðan með Harðfisk og Ópal að heiman fyrir Júlíus og svo 0.5 kg af súkkulaði fyrir kerlingarnar á deildinni, ég fékk mér svo pylsu og kók við tónlistarhúsið og talaði við kerlinguna á meðan,, pylsur eru svo miklu betri hér en heima,,,, Mér fer fram í dönskunni,,, verslaði meira á stelpurnar  keypti mér linguaphone á dönsku,, og tónlist,,, um kvöldið borðaði ég á víetnömskum stað, KJ MINH fyrir þá sem eiga ferð um Árósa,, hann er við lestarstöðina á veginum sem liggur niður að höfn,, frá ráðhúsinu,, þe í hina áttina,,, þetta er besti asíski matur sem ég hef fengið,,, eins konar víetnamskt tapas,,,á diskun var lamb,, sveppir,, sushi,, vorrúllur,,, sardína,,, kræklingur,, grænmeti,,, og reyktur ávöxtur sem ég kann ekki skil á,,, geggjaður matur,, og gott létt kaliforníu vín með þessu,, man ekki nafnið,,, 9 Apríl,,, ferðin heim var ágæt,, klámkjaftur sem skutlaði mér á flugvöllinn,,, talaði um hvað íslenskar konur hafi verið auðveldar þegar hann var í danska flotanum í denntid,,, hafði bara klst á milli innanlandsflugsins og heim,, smá stress en var síðan í lagi því Iceland Express var með seinkun eins og vanalega,,, aldrei með þeim aftur aldrei,,,

 Það er gott að koma heim,,,, þrátt fyrir ljótar fréttir af dauðaslysum og gjaldþrota bönkum,,

 

Spleen united er málið þessa dagana ,,

 

Daði

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Arhus hlýtur að vera málið, allaveg pylsurnar maður......

Skari (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:13

2 identicon

var ekki hægt að fá alminnilega keilu þarna úti? svo mæli ég með mjólk með matnum.

Hjalti Þór Vignisson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:48

3 identicon

Nei enda borða danir ekki svoleiðis ófénað,,, þeir eru með fleskesteg,,, enda konungaþjóð,, ekki aumur bændalýður eins og hornfirðingar,,,,

Daði (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:13

4 identicon

Á ekkert að fara að elda maður, hvað hefuru eiginlega étið maður, undanfarið.......menn lifa ekki á loftinu einu saman.......taktu þig nú saman í andlitinu maðurrrrrr

Skari (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband