Tómatbaseraður saltfiskréttur ,,, Er með Saltfisk á heilanum,,,
19.3.2009 | 08:22
Eins og sést hefur hér þá er saltfiskur líf mitt og yndi þessa dagana,,, steikurnar sem fást í Nóatúni eru betri en hvaða kjöt sem er,,,, stórir og mátulega saltir hnakkabitar af stórum þorski,,, hér talar sá sem vann í frystihúsi og salthúsi sem unglingur,,,,, Það var matarboð hjá okkur um daginn ég gerði tómatsósuna daginn á undan því ég er einhvernveginn haldinn þeirri þráhyggju að svoleiðis hlutir bragðist betur daginn eftir þegar hráefnin eru búin að blandast betur.
Tómatsósa.
Tveir laukar skornir niður og mýktir í Ólífuolíu. nokkur hvítlauksrif (eftir behag) fara sömu leið, þrjár dósir niðursoðnir tómatar eru settir útí þegar laukur er orðinn mjúkur og sætur, hellingur af basil og einn þurrkaður chili. Piprað.
Steikurnar velti ég uppúr hveiti og pipar og steikar við mikinn hita í smá stund á hverri hlið og raðað í stórt eldrast form. Soðnar kartöflur eru settar inná milli steikanna og tómatsósan yfir, útí þetta bæti ég svo hellin af ólífum, grænum og svörtum helst þeim sem eru í ólífubar Hagkaupa ætisþystlum og reyktri papriku. Þetta fer svo í ofninn í smá stund, þarf ekki langan tíma á 180. Gott brauð er skylda.
Poully Fusse er nauðsynlegt með þessu. Að mínu mati besta ódýra hvítvínið,, komið samt í 3000 kall flaskan,,, ógeðslegt.
Það hefur gengið á ýmsu á heimilinu, Mía stöðugt veik og ég líka. Annars erum við hamingjusöm og ánægð að reyna að kljúfa kreppuna.
Tékkiði svo á þessu.
http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/23474/
Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Athugasemdir
Ég elska líka saltfisk. Ég hafði þetta nú reyndar ekki svona flókið núna um daginn. Sauð rófur og kartöflur, svo fiskinn í 10 mín. Bræddi svo hangiflot, og mikið af því.......smurði svo rúgbrauð með miklu sméri assshhh!
skari (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:40
hvað var ég að horfa á, með lokuð augun. viðbjóður og enn einn draminn
Hanna (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.