Icelandic fish and chips
23.3.2009 | 20:40
Í dag, í góða veðrinu þegar ég var búinn að vinna og stelpurnar komu heim þá fórum við í gönguferð sem endaði á Icelandic fish and chips http://www.fishandchips.is/ og fengum okkur að borða, ég hef ekki borðað þarna áður en heyrt vel af staðnum látið og var því frekar spenntur. það er hægt að raða saman sínum eigin dinner þarna sem er aðeins dýrar ég endaði því á tilboði , djúpsteiktur steinbítur með frönskum á mangóbeði rúmur 2000 kall, fékk mér bjór og Herborg fékk sér djúpsteiktan Þorsk á einhverskonarbeðisemégmanekkihvaðvar,,, staðurinn predikar einhverskonar hollustu í þessu öllu saman, ekkert majonese heldur skyronese sem svínvirkar,,,, allt grænmeti er organic, olían líka, útsýnið er skemmtilegt og þau búa til sinn eigin gosdrykk sem er engifer og sítrónubaseraður held ég og er ógeðslega góður,,, og maturinn yfir höfuð góður og nóg af grænmeti með,, andrúmsloftið gæti verið svalara,,, ég væri til í dúka á borðin til að gefa þessu aðeins meira cult og tónlist í græjurnar þá hefði þetta verið fullkomið,, börnin geta leikið sér þarna í einhverjum græjum án þess að þetta sé McDonalds þannig að maður fær frið til að borða,, Mæli með þessu,,
Daði
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Athugasemdir
Jammm, lífrænt,hollt og djúpsteikt hef aldrei sé það í samhengi, alltaf er maður að heyra e-ð nýtt.
oskarara (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.