Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Icelandic fish and chips

Mía míaÍ dag, í góða veðrinu þegar ég var búinn að vinna og stelpurnar komu heim þá fórum við í gönguferð sem endaði á Icelandic fish and chips http://www.fishandchips.is/ og fengum okkur að borða, ég hef ekki borðað þarna áður en heyrt vel af staðnum látið og var því frekar spenntur.  það er hægt að raða saman sínum eigin dinner þarna sem er aðeins dýrar ég  endaði því á tilboði , djúpsteiktur steinbítur með frönskum á mangóbeði rúmur 2000 kall, fékk mér bjór og Herborg fékk sér djúpsteiktan Þorsk á einhverskonarbeðisemégmanekkihvaðvar,,, staðurinn predikar einhverskonar hollustu í þessu öllu saman, ekkert majonese heldur skyronese sem svínvirkar,,,, allt grænmeti er organic, olían líka, útsýnið er skemmtilegt og þau búa til sinn eigin gosdrykk sem er engifer og sítrónubaseraður held ég og er ógeðslega góður,,, og maturinn yfir höfuð góður og nóg af grænmeti með,, andrúmsloftið gæti verið svalara,,, ég væri til í dúka á borðin til að gefa þessu aðeins meira cult og tónlist í græjurnar þá hefði þetta verið fullkomið,,  börnin geta leikið sér þarna í einhverjum græjum án þess að þetta sé McDonalds þannig að maður fær frið til að borða,,   Mæli með þessu,,

 

Daði


Tómatbaseraður saltfiskréttur ,,, Er með Saltfisk á heilanum,,,

saltfiskurEins og sést hefur hér þá er saltfiskur líf mitt og yndi þessa dagana,,, steikurnar sem fást í Nóatúni eru betri en hvaða kjöt sem er,,,, stórir og mátulega saltir hnakkabitar af stórum þorski,,, hér talar sá sem vann í frystihúsi og salthúsi sem unglingur,,,,, Það var matarboð hjá okkur um daginn   ég gerði tómatsósuna daginn á undan því ég er einhvernveginn haldinn þeirri þráhyggju að svoleiðis hlutir bragðist betur daginn eftir þegar hráefnin eru búin að blandast betur.

Tómatsósa.

 

Tveir laukar skornir niður og mýktir í Ólífuolíu.  nokkur hvítlauksrif (eftir behag) fara sömu leið, þrjár dósir niðursoðnir tómatar eru settir útí þegar laukur er orðinn mjúkur og sætur, hellingur af basil og einn þurrkaður chili.  Piprað.

Steikurnar velti ég uppúr hveiti og pipar og steikar við mikinn hita í smá stund á hverri hlið og raðað í stórt eldrast form.  Soðnar kartöflur eru settar inná milli steikanna og tómatsósan yfir, útí þetta bæti ég svo hellin af ólífum, grænum og svörtum helst þeim sem eru í ólífubar Hagkaupa ætisþystlum og reyktri papriku.  Þetta fer svo í ofninn í smá stund, þarf ekki langan tíma á 180.  Gott brauð er skylda.

 Poully Fusse er nauðsynlegt með þessu.  Að mínu mati besta ódýra hvítvínið,, komið samt í 3000 kall flaskan,,, ógeðslegt.

 

Það hefur gengið á ýmsu á heimilinu, Mía stöðugt veik og ég líka.  Annars erum við hamingjusöm og ánægð að reyna að kljúfa kreppuna.

 Tékkiði svo á þessu.

 http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/23474/

 

Daði

 


MYNDIR

Nína Sif nýfædd

 

Nína Sif vikugömul

 

Mía fiðrildi,,,

 

Nína Sif vikugömul

 

 


Saltfiskur ,,, lífið er saltfiskur

Helgin hefur verið góð,,, allar dæturnar heima,, og meira til,,, mikið af fólki sem rennur inn og út,, sá Slumdog Millionair sem er ekkert sérstök,, sá Milk sem var frábær,,,, las Konur eftir Steinar Braga og verð að segja að betri íslenska bók hef ég ekki lesið í langan tíma,, ekki það að ég lesi mikið annað en matreiðslubækur,,, já of fræðin öðru hvoru,,, ég hef verið upptekinn við barnauppeldi og tiltekt,, það er eins og það verði aldrei hreint,,, það er alltaf drasl,, it has come to this,, fuck,,, ég var með sjávarréttapasta í gær,, stutt og laggott þá svita ég saman lauk, hvítlauk, niðursoðna tómata, heilan chili, heilt búnt basiliku og mauka,, í drullu,, steiki baby kolkrabba úr kolaportinu og sýð pasta,, í kvöld var ég hins vegar með minn uppáhalds saltfiskrétt á eftir hinum alíslenska soðna saltfiski,, stór hnakkastykki sett í poka með hveiti og pipar og salti,,, hrist, steikt í heitri olíu á öllum hliðum.  í ofnskúffu set ég kartöflur í bátum, hvítlauk niðursaxaðann, tómata, eitthvað grænmeti, ólífur, döðlur og svosem bara það sem ég á,, krydda með oregano, rósmarín og basil,,, hent í ofninn og þegar allt er að verða til set ég saltfiskinn og mosarella ost í skúffuna,, borið fram með hvítu brauði er þetta killer,,,

 

á engar nýjar myndir af Nínu þannig að ég set bara mynd af roadkill við Breiðdalsvík í staðinn,,, ha hahha hah ahhaah aah ahaha h

 allskonar_223_807924.jpg

D


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband