Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Miðfellstindur 1441 m, 41 km,,,, 19 klst,,,

Ég hef lítið annað hugsað um síðan ég fór  á Hvannadalshnjúk í vor en fjallamennsku og því hafði ég beðið þessa dags lengi,sumarsólstöður og Miðfellstindur í Öræfajökli.  3656016671_8df415aa8dÞað er ekki að furða að þessi dagsetning hafi verið valin því lengri verða dagleiðirnar varla og því brýnt að nota sólarljósið,  ég fór á Föstudaginn eftir vinnu og svaf bara í bílnum, hitti samferðafólk mitt á stuttum fundi í Skaftafelli um kvöldið og við byrjðum að ganga um 4 um nóttina,  inn Morsárdal um 13 km inn að fjalli. inn í svonefndri kjós var stoppað stutt og hituð

 3656019061_8cdb17bd99

 

 

 

 

 

 

 súpa og egg áður en lagt var á fjallið,  það er 3656814114_c6e397dcf83656017635_d69e88ddf2gengið upp sk meingil inní hnútudal og uppúr honum á brattri fönn, ég við komum uppúr hnútudal tók við ansi ógnvekjandi þverun fjallsins uppað þumli og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að taka upp myndavélina til að taka myndir þarna, ég fékk því myndir frá samferðarfélaga mínum þarna.  Þegar þessi þverun er búin erum við komin uppá vatnajökul og styttist í að við komumst á 3656814508_04bf913536toppinn, það eru fáar sprungur á þessu svæði en við fórum samt í línu

 3656813748_d6c5364a34

 og gengum þannig restina, það var drjúgur spotti á toppinn en þegar þangaðvar komið var örlítið haft á milli fjalla sem þurfti að fara yfir ca hálfsmeters breitt og hengiflug sitt hvoru megin, það var stoppað í tíu mínútur til að taka myndir og svo haldið sömu leið niður, við fórum síðan Skaftafellsheiðina til baka sem er skemmtilegri leið út úr morsárdalnum og það var gott að komast í sturtu og að sofa eftir langan dag.

3656020093_30bbdccda5

 

Daði

 


Hvítlauks og rósmarín Humar frá Gísla,,,

Við fjölskyldan erum búin að hafa það ótrúlega gott í Vestmannaeyjum undanfarna 5 daga,, komum hér til að styðja elstu dóttur okkar í Pæjumótinu sem hefði mátt ganga betur, 12 sæti af 14 verður að teljast frekar slakur árangur,,, en kannski eru úrslitin aukaatriði,,,, aðalmálið er reynslan sem af þessu fæst, samveran og góða veðrið.   Hér erum við búin að vera í sundi, borða góðan mat, gekk á Heimaklett og ætlaði út í Ystaklett en vildi ekki fara í reypin án aðstoðar, komst því bara út í skarðið, leiðin til baka var ótrúlega erfið, austurhliðin á Heimakletti er ekkert grín,,, í gær var ég með humar frá Gísla sem er sá besti í heimi,,, Veiddur við Eldey og stór og safaríkur.

ég hef kannski bloggað um þetta hér áður en læt þetta flakka,

Humarinn er skorinn í tvennt eftir endilöngu og garnhreinsaður, ég legg hann síðan í ofnskúffu með kjöthliðina upp, salta og pipra. Sker síðan smátt slatta hvítlauk, slatta rósmarín, hvítlauksrjómaost ca hálfa dollu, og ca 100 gr ísl smjör og maka á humarinn.  Sett undir grillið í ofninum í svona 10 mín á 200 eða þar til hann er orðinn gullinn að ofan, með þessu er síðan hvítlauksbrauð og gott salat, já og gott hvítvín,

adios,,,


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband