Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Hrútafjallstindar,,,,,,,,,,,,,næstum því,,,

að morgni dagsÞað er búið að vera mikið að gera undanfarið,, hér kemur því smá update,, Við Herborgu höfum nýlokið við að kaupa Godt Smil Odense og eigum því stærstu tannlæknastofu Fjóns.  Við erum komin með sex tannlæknastóla klíník hlaðna nýjustu græjum og tólum til að bjóða uppá úrvalstannlæknaþjónustu.  Við erum auk þess komin með fjóra tannlækna í vinnu og átta aðstoðarstúlkur í allt 12 manns sem vinna hjá okkur núna.  Um síðustu helgi var ég heima á klakanum að vinna , vann alla helgina og fór svo austur í Skaptafell með Thomasi vini mínum þar sem ég hitti Óskar fjallagarp, við gistum eina nótt í tjaldi í Skaptafelli og vöknuðum klukkan 4 um nóttina því stefnan var sett á Hrútafjallstinda í alls 1860 metra hæð. Þetta er gríðarlega erfið ganga og sú erfiðasta sem ég hef reynt, það er mjög þreyttirbratt upp allt fjallið og litið um aflíðandi auðveldar brekkur, auk þess rigndi eldi og brennisteini og aðeins um 100 metra upp fjallið var maður orðinn gegnblautur þrátt fyrir góðan búnað.  Það mjakaðist því hægt upp fjallið, við nutum varla útsýnis vegna þoku og rigningar og því hefði þetta mátt vera betra, það var þó alltaf hugsunin um að standa á tindinum sem hélt manni gangandi,,, þegar á jökulinn  var komið varð þetta aðeins auðveldara, en það mátti sjá að það hafði snjóað mikið undanfarna viku þarna uppi og því mikil hætta á snjóflóðum, þegar við vorum komnir uppí 1700 metra slétta tókum við test í snjóinn og þar sem það var stór hengja fyrir ofan okkur og 600 metra bjarg fyrir neðan ákváðum við að snúa við ,, það var gríðarlega svekkjandi en betra að fara varlega,, þarna deyr fólk reglulega,, við snérum því við aðeins um 140 metra frá tindinum og verð ég því að bíða í ár, áður en ég sigra þetta fjall,,, við tók ferðalag frá Skaptafelli til Lumby og vinna í Godt Smil,, í gær fórum við svo inní Köben og vorum í skurðaðgerðum allan daginn, enduðum á Peder Oxe og á fylleríi,, nú er ég kominn í sumarfrí og ætla að slá garðinn,,

 

Daði

72548_460544143570_778523570_5455173_534606_n.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband