Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Enn bætist í hænsnasafnið, og Lumby cottage framleiðslan fer á markað,, loksins,,,
10.1.2011 | 19:05
Það hefur verið spenningur í Smábóndanum í dag,, á föstudaginn keypti ég mér þrjár hænur til viðbótar, tvær sem eru blendingjar af Wyendot og landnámshænu og eina cornish svarta hænu sem er loðin á fótunum, allar eru þær afskaplega fallegar og góðar,,fyrir er ég með fimm brúnar Lohmann hænur, en það var ekki allt heldur keypti ég Hana handa þeim og ekki af verri endanum, heldur rauður New Hampshire, hann er líklega fallegasta skepna sem smábóndinn hefur séð, enda hef ég verið að dáðst að honum í allan dag, hann er greinilega mikill karakter og setti sig strax á stall gagnvart hænunum, þar sem átti heima áður var annar eldri hani sem var ekki góður við hann og því er hann frekar lítill í sér, en nú þegar hann hefur fengið konungstign í Lumby Cottage ætti honum að vaxa ásmegin og fara líða betur. Hann þarf amk ekki að óttast smábóndann því ég er algerlega fallinn fyrir honum og geri honum ekki mein svo lengi sem hann lifir. Í tilefni þess að nýjir meðlimir voru að bætast í fjölskylduna okkar þá þrifum við Jónas vinnumaður heimili þeirra og breyttum um innréttingar að vissu leyti, hingað til hefur allt gólfið þeirra verið þakið hálmi til að gera þetta sem náttúrulegast en í dag þá skipti ég gólfinu upp í helming sem vissulega er enn þakinn hálmi til að sofa og kúra í, en hinn helmingurinn er þakinn skeljasandi til að róta í, þær borða hann líka því þær þurfa að hafa steina í sarpinum, auk þess fá þær mikilvægt kalk úr sandinum sem er nauðsynlegt til að skurnin sé góð. Við Jónas vinnumaður ræddum það svo að finna maurabú til að koma fyrir á heimili þeirra þar til vorar og þær geta farið út. Það er lika mikið að gerast í framleiðslunni, við fáum eins og áður hefur komið fram ca 4 egg á dag og mun fjölga þegar nýju hænurnar fara að verpa sem er fyrst e ca mánuð, og eitthvað verður maður að gera við eggin og því hef ég á lúmskan máta komið því að samstarfsfólki mínu að kannski þau ættu að prófa eggin mín, því danir borða jú mikið af eggjum og hafa nú þegar tveir vinnufélagar gengist í áskrift uppá 6 egg á viku hvor, það gera 12 egg á viku eða 48 egg á mánuði. Þetta þýðir að ég verð að ráðast í gerð vörumerkis og hef ákveðið að nota mynd af kotinu mínu á límmiða og mun fylgja allri minni framleiðslu í framtíðinni. Hér til hliðar fylgir síðan mynd af fyrstu sendingu kotsins,,, Það var svo í dag sem Jónas vinnumaður hringdi í mig í vinnuna þess fullviss að kynæsandi burðir hanans hafi haft svo mikil áhrif á Öndina að hún hafi farið að verpa líka, um þetta spunnust líflegar umræður við kvöldmatarborðið og var ekki útkljáð þar, því legg ég það í dóm þeirra sem nenna að lesa þetta. Þegar við komum heim úr vinnu og leikskóla fóru ég og stelpurnar að gefa hænunum og það er gaman að fylgjast með þeim, þær sýna þessu mikinn áhuga og eru duglega að hjálpa til, Mía er reyndar ekki alveg búin að samþykkja þær og heldur sig fyrir aftan mig mest allan tímann en Nína er alls óhrædd við þær og segir í sífellu lúúúú lúúúú sem útleggst gaggalagúú á íslensku. Eftir alla þessa kjúklingaumræðu undanfarna daga ákvað ég að hafa gamla franska kjúklingamáltíð handa fjölskyldunni og ég hef ekki fengið betri kjúkling í langan tíma, hún er svona. Heill kjúklingur er saltaður og pipraður að innan, svo er hann steiktur í stórum potti í smjöri við miðlungshita, það ætti að taka ca 15 mínútur að brúna hann, þegar fimm mínútur eru liðnar bæti ég niðurbituðum kartöflum og reyktu beikoni (ég bý svo vel að eiga stórt beikonstykki og ræð stærðinni á sneiðunum mínum) hvítlauk, grænum baunum og næpum í pottinn og set í ofninn í einn og hálfan tíma við 180 gráður. snilld.
Daði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta árið mitt sem smábóndi,,,
1.1.2011 | 14:27
Það er við hæfi um áramót að líta yfir farinn veg og sjá hvað maður hefur áorkað á árinu,,, í lífi smábóndans hefur heilmikið gerst, það var í rauninni auðveld ákvörðun fyrir mig að kveðja Reykjavík og Ísland í Janúar,, ég fékk mjög góða vinnu hér ytra og bauðst húsnæði sem var eins og draumur fyrir mig,, hér gæti ég látið drauminn rætast um að verða smábóndi ég ætlaði mér stóra hluti í garðyrkju og dýrahaldi,, húsið hér er dæmigerður danskur herragarður, elsti hlutinn frá 1600 og eitthvað og byggt í kassa þannig að við höfum stórt lokað port, auk þess höfum við stóran garð og tjörn,, við erum útí sveit en samt nálægt Óðinsvéum,,, við fluttum að sjálfsögðu um hávetur og því lítið að gera fyrir smábóndann sem ekki var með nein dýr til að sinna og engan garð heldur, en þegar voraði kom hugur í mig,,,,ég byrjaði á því að plægja allan matjurtagarðinn og byggja beð og helluleggja,, ég er mjög þráhyggjufullur um að allt sé í miklu skipulagi,,, ég gerði ekki ráð fyrir hve öflugur gróandi er hér í öllu og þá sérstaklega í illgresinu,,, hér er allskonar drasl sem maður þekkir ekki að heiman og erfitt að ráða við það,, ég sáði kartöflum og næpum,,, gulrótum og rauðlauk, þrenns konar baunategundum, sellerí,, hvítkál, rauðkál og eitthvað fleira,,,,fátt af þessu lifði, því það var of mikil vinna að halda þessu í horfinu fyrir mig,, ég gerði þau mistök að setja ekki svartan jarðvegsdúk yfir til aðhalda illgresinu niðri,ég náði þó frábærri baunauppskeru og laukarnir voru flottir,, ég fékk engar kartöflur né næpur,,, ég lærði mikið af þessu og fyrir sumarið sem er að koma næst ætla ég ekki að láta illgresið vinna,, planið er að byggja amk 10 beð í viðbót og byggja gróðurhús og klára matjurtagarðinn alveg,,,, ég barðist líka hatrammlega við sniglana um baunirnar mínar og vann,, þeir enduðu ævi sína í áfengiscoma eftir að hafa fallið í bjórgildrunar mínar, eftir langan og erfiðan vetur fengum við ss frábært og heitt sumar með 30 stiga hita dag eftir dag,,,dýrahald gekk svona upp og ofan, ég eignaðist fyrsta Lumby cottage stofninn þegar ég keypti mér fimm endur sem áttu að hafa þann starfa að framleiða fyrir mig kjöt,, ljúffengt andakjöt sem hægt væri að confita og fleira,,ég sá fyrir mér paté og confit, andabringur og fleira,,, Jonny steggurinn minn drapst á hálfu sumri og náði aðeins að vera rómantískur með einni af öndunum, ég fékk þrjá unga frá henni,, en sökum reynsluleysis sem bóndi þá náði refurinn þeim öllum,, ein öndin framdi sjálfsmorð þegar Jonny dó,, líklega af sorg,, og nú nýlega klippti ég vængina á þeim þrem sem eftir voru og þá náði rebbi tveimur í viðbót,,,og nú er aðeins ein önd eftir en einhversstaðar í nágrenninu er mjög hamingjusamur refur,, planið er að kaupa stegg og tvær kerlingar í viðbót og reyna aftur,, reynslunni ríkari,, nú rétt fyrir jól keypti ég svo fimm hænur sem eru að standa sig frábærlega,, og langar mig til að fjölga þeim fljótlega,, mig dreymir síðan um svínarækt í framtíðinni en það kemur,, fyrst þarf ég að kaupa pleisið,,,, kannski verður árið sem er að byrja árið sem ég verð svínabóndi,,,
gleðilegt nýtt ár,, vonandi verður það jafn frábært og það sem kvaddi,,
Daði