Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Lumby Cottage matjurtagarðurinn,,,,

VorboðinnÞað er loksins komið vor í Lumby Cottage, ég fullyrði það að þessu sinni,, þó svo að enn sé ekki kominn vorhiti hér þá er komin lykt í loftið sem lýgur ekki, það er komið vor, allstaðar má sjá merki þess að náttúran er að taka við sér, og þá sérstaklega litlu gulu blómin sem spretta um alla lóðina en verða farin áður en mánuðurinn er búinn,, þetta eru vorboðarnir hér í Lumby Cottage og nú eru hænurnar mínar loksins búnar að finna hamingjuna á ný eftir að unghönunum fjórum var slátrað í febrúar og eru farnar að færa mér hamingjuegg, 8 stykki á dag og er heimilisfólkið að drukkna í eggjum og þarf að finna nýjan og nýjan gómsætan eggjarétt daglega, annars hefur Smábóndinn náð að drýgja tekjurnar aðeins með eggjasölu og má segja að slegist sé um eggin í vinnunni, hænurnar eru svo sannarlega Free Range þar að auki, því það fyrsta sem ég geri hvern morgun er að sleppa þeim út og það er án girðingar svo þær mega fara þangað sem þær vilja, þær velja að vera sem mest á skógarbotninum sem umlykur part af húsinu og á mörkum lóðarinnar og það er stórkostlegt að sjá þær inná milli hænurnartrjánna í sínu náttúrulega umhverfi,  það veldur reyndar Smábóndanum örlitlum áhyggjum hvað þær dvelja mikið inná nágrannalöndunum þar sem þær róta og leyta að skordýrum til að éta, það hefur þó enginn komið og kvartað enn, og það síðasta sem Smábóndinn gerir áður en hann leggst sjálfur á koddann á kvöldin er að loka kofanum þeirra svo þær sofi rólegar og lausar við herra Ref. 

 En það er partur af vorverkunum hjá öllum góðum smábændum að laga til í matjurtagarðinum, síðasta ár var skemmtilegt í garðinum en reynsluleysi Smábóndans gerði honum erfitt fyrir vegna illgresis og endalausrar baráttu við sniglana, mér tókst þó að fá frábæra baunauppskeru sem og púrrulauk, en það var ekki mikið meira en það, að þessu sinni er stefnan sett á Zuccini, chili, tómata, baunir, kryddjurtir, gsáninginulrætur, púrru og fleira sem mér dettur í hug síðar, Smábóndinn hefur því verið útí garði þessa helgina og snúið beðunum við, bætt á þau mold og hænsnaskít, hellulagt og setti svo yfir jarðvegsdúk sem á að drepa allt illgresi sem gæti komið,  auk þess hefur Smábóndinn og Frú Smábóndi verið dugleg við að sá í potta til að setja út þegar hitinn verður aðeins meiri, nú þegar er búið að sá Zuccini, chili, tómötum, baunum, oregano, persilju, kóríander, timjan og fleira, þetta fær nú smá forskot á vorið sem er að koma og þegar hitinn verður kominn yfir 10 gráður á hverjum degi, fer þetta út í beðin,  Það er líka draumur að í sumar eignist ég gróðurhús, en við verðum að bíða og sjá hver fjárhagurinn verður.  Annars bíður Smábóndans skemmtilegt sumar, nóg af grænmeti, ég fæ tækifæri til að búa til Sveskjur, egg allt sumarið og vonandi líta nýjir kjúklingar dagsins ljós svo ég hafi meira af Lumby Cottage Free Range kjúklingi í pottinn seint í haust. 

 

kveðja Smábóndinn


Matarbúr og vínkjallari,,,,

matarbur 001Allir alvöru bændur kunna að safna í sarpinn og búa sig undir vetrarhörkurnar framundan, það má kannski segja að það sé kjarni bændastarfanna og þá sérstaklega smábændastarfanna  þó svo að nú sé vor og framundan sé sumar með ofgnótt matar, þá hefur smábóndinn útbúið sér alvöru matarbúr/vínkjallara sem planið er að fylla í haust af dýrlegum dásemdum kotsins.   Í þessum heilaga hluta hússins hef ég komið upp hillukerfi sem myndi sóma sér vel á hvaða frystitogara sem er, þarna hef ég 200 lítra frystikistu sem smámn saman mun fyllast af afurðum Lumby Cottage og í hillurnar fara afurðir sem hafa langan geymslutíma, sultur og smér, eplacider og sveppir,  ávextir og áfengi, sem og sitt hvað af þurrmat,  það er ekki laust við að Smábóndinn sé farinn að dvelja í búrinu meira en í herbergi barnanna enda sæki ég þangað andlegan innblástur og skipulegg búrið og endurskipulegg síðan.  þarna hafa eggin sitt system, vínið hefur fengið sitt pláss og allt grænmeti er sorterað og á sér hillu, í hillukerfinu. ég hef meira að segja hugsað þetta svo langt að þarna verði sérstakt merkikerfi á hlutunum en bíð með það þar til ég er viss um að ég sé ekki geðveikur.   Það er blautur draumur Smábóndans að einn daginn verði þessi geymsla ekki aðeins full af víni og mat, heldur hangi þarna pylsur Smábóndans af öllum sortum, prosciutto crudo og jafnvel hangikjöt á íslenskan máta, þómatarbur 002 þarf Smábóndinn að byggja sér kaldreykingarofn, og hef ég reyndar augastað á forláta viðartunnu hér úti í porti í nákvæmlega þann bransa.  eða kannski ég smíði reykingarhús ofaná stromp Lumby Cottage eins og gert var í gamla dag, það er jú alltaf kveikt í kamínunni,,, Þegar Smábóndinn hafði komið skipulaginu og koppinn var komið að skreytingunum og í Góða Hirði þeirra Odense búa fann ég þessar góðu myndir af feitum húsdýrum til að vaka yfir krukkunum mínum.  Það er Smábóndanum afar mikilvægt að allt hafi sinn stað og alltaf sé til nóg af öllu, þá veit ég hvar á að ganga að hlutunum og að við verðum ekki svöng, það hefur hins vegar reynst öðru heimilisfólki erfitt að virða reglurnar um matarbúrið og Smábóndinn hefur þurft að fara margar fíluferðirnar þegar ekki er gengið almennilega frá.  Það kemur.  Smábóndinn er hrifinn af því að hafa ílátin sem náttúrulegust og sem minnst plast eða gerfiefni, þó svo að það sé nauðsynlegt.  Annars er auðvelt að fara offari í þessu, eins og kaupa of mikið af einhverju sem skemmist bara, það hefur Smábóndinn þegar reynt og lært af, það er viðkvæmt jafnvægi á milli þess að eiga nóg eða of mikið, eins og í lífinu öllu.  Vínið hins vegar er sér kapituli útaf fyrir sig, Smábóndinn hefur ekki enn komið sér upp sérstaklega góðum vínlager, þetta eru mest allt miðlungsflöskur til að hafa á borðum daglega, einhverjar flöskur eru til hátíðarbrigða og eru geymdar sérstaklega.  Þá er Smábóndinn hrifinn af flestu frá Paulliac og St Emilion en Smábóndinn er afar fús til að læra að snobba fyrir vínum og vínlagernum, kannski ég fari jafnvel að bjóða uppá ferðir um vínkjallara Lumby Cottage í framtíðinni. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband