Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Lumby Cottage páskar

sumardagurinn 1 2011Mikð af þeim mat sem við borðum er árstíðabundinn,, skata, rjúpur, salöt á sumrin og þyngri matur á veturna,, en það eru Páskar núna, og fyrir mig er engin betri tími til að selja eggin mín en einmitt páskar, ég hef þá loksins eitthvað til að þakka baby jesus fyrir ,,,, nú um þessar mundir þegar allir sannkristnir þegnar Danmerkur búa sig undir páskana og eggjaát, hefur Smábóndinn hafið vægðarlausa auglýsingaherferð við Lumby Cottage bútíkina, þar eru Páskaegg á tilboði, að sjálfsögðu eru þetta organic, free range egg Smábóndans sem nú seljast eins og heitar lummur til íbúa Nr Lyndelse og nærsveitar, smábóndinn hefur nú grætt heilar 14 krónur danskar og er Smábóndinn himinlifandi yfir þessu öllu saman, í dag var sérstaklega góður dagur á Smábýlinu, það var steikjandi hiti og Smábóndinn og Smábændafjölskyldan brá sér í borgina til að stunda útivist og fara á róló, það var Smábóndanum erfitt að vera innan um allt þetta fólk og því var hann glaður þegar heim var komið í fámennið og einsemdina, þó er Smábóndinn aldrei einn því hann hefur hænurnar sínar sér til samlætis,,,,, dagurinn í dag fór því mest í sólböð og garðvinnu, Frú Smábóndi sinnti skrautbeðunum meðan Hr Smábóndi sinnti matjurtagarðinum, auk þess að reyta arfa og vökva beðin þá sáði ég Mais fyrir sumar komanda, Smábóndinn varði líka góðum tíma með hænunum í dag.  Það hefur verið mikið ósætti í hænsnahúsinu undanfarið, þær tværmatarbur 006 hænur sem urðu fórnarlömb hræðilegs ofbeldis af hendi hunds hér í nágrannahúsi hafa verið útskúfaðar frá restinni af hópnum og fer Halldór Laxness þar fremstur í flokki, þar er eins og hann þoli þær ekki, og má sjá á þeim að þær eru hræddar við hann, þetta veldur Smábóndanum miklum áhyggjum, og vandasamt að leysa þetta, Smábóndinn hefur mikla trú á að orð dugi meira en flest annað og hefur því dvalið með hænunum undanfarið að ræða þetta en á erfitt með að nálgast Halldór, hann virðist annars hugar þegar þetta ber á góma, og ekkert sérstaklega áhugasamur um að leysa þetta, Smábóndinn hefur beytt allskonar brögðum til að komast í nánara andlegt samband við hænurnar og hanann þeirra, sem og að bjóða þeim að borða úr lófa mínum til að öðlast traust, en ekkert virðist hagga Halldóri, það er skarð á milli manns og hanans hans,, Smábóndinn hefur því gefið honum afarkosti, hann hleypir fórnarlömbunum aftur inní hænsnahópinn eða Smábóndinn neyðist til að kalla til sérfræðinga, einhvern sem nær til hans betur en Smábóndinn, þá þarf Smábóndinn að finna hænsnahvíslara til að leysa málin sem kæmi illa við nauman fjárhag Smábóndans.  við gefum þessu viku því ekkert einelti verður liðið á Smábýlinu,,, í öðrum fréttum af Smábýlinu er að Eggin hafa slegið í gegn á vinnustöðum Smábóndans, bæði Odense og Kolding klíníkurnar eru orðnar ansi háðar alvöru eggjum og er mikið spurt þegar ekki er komið með skammtinn,, Smábóndinn vinnur eins og fíkniefnasali hvað þetta varðar, fyrst kem ég þeim á bragðið og svo byrja ég að rukka....  nú eru Páskar framundan eins og áður sagði og því ber að vanda sig í mat og drykk, því hefur verið veisla hér undanfarið, svínalundir fylltar með döðlum og gráðosti og góðærissveppasósu,, Pavolova, gúllashsúpa, salöt og gott vín,,, en í dag var Smábóndinn sérstaklega spenntur því honum áskotnuðust nýlega tvær stokkendur skotnar í Breiðdal, en eins og allir menn vita þá er allt sérstaklega gott sem kemur úr Breiðdal, þar hafa himnafeðgarnir snert jörðina á sérstakan hátt, þar eru allir menn skáld og bændur og sjómenn, og veiðimenn og þar stendur enginn Gísla Baldri frænda mínum framar, Gísli er bróðir móður minnar og mikið náttúrubarn, hann kann öll örnefni Breiðdals og hefur veitt þar meira en aðrir, hann er allt fyrrnefnt en þó fyrst og fremst veiðimaður,meira en flestir, hann felldi þessar tvær stokkendur og gaf mér, og því ætla ég honum til heiðurs að nýta þær vel.

 

Breiðdælzk Herragarðs  Stokkönd.

 Smábóndinn var svo heppinn í dag á ferð sinni um Nr Lyndelse að finna bílskúrssölu, og á henni fann ég forláta frönskugræju,, þe græju sem gerir franskar kartöflur úr venjulegum,,, ef svo má segja, það var því spenntur Smábóndi sem fór heim að gera franskar, ég baða þær í andafitu og í ofninn,,,

endurnarTvær stokkendur, þerraðar, saltaðar og pipraðar, ég setti í fatið með þeim appelsínusneiðar, hvítlauk og rósmarín úr garði Smábóndans,, þær fara með bringurnar niður inní 150 gráðu heitan ofninn og hún pensluð annars lagið með hunangi, eftir 25 mínútur sný ég þeim við, þe með bringuna upp og hitinn hækkaður í 175, enn penslað með hunangi og steikt í 35 mínútur í viðbót,, allt í allt ein klst,, en fer eftir stærð andanna að sjálfsögðu,,,  nú er öndin tekin út og látin standa í amk 15 mínútur áður en hún er borin fram,, sósan er gerð þannig að 5 dl af vatni eru settir í ofnskúffuna og skafið vel úr botninum til að ná öllu bragðinu af öndinni,,, sigtað í pott og fitunni fleytt ofanaf,,, soðið niður um 1/3, smakkað til , appelsínusafa  1 dl og Grand Mariner sett útí,, ca 1,5 dl þá er soðið áfram og 120 gr smjör og 1 msk saxaður appelsínubörkur sett útí,,,

Smábóndinn nennti ekki að gera salat, því var þetta einfalt,, önd með frönskum,,

 

Daði,,,

 

Það er óhætt að segja að sumarið er komið , það hef ég staðhæft mörgum sinnum hér í óskhyggju minni en nú hefur ég verið bænheyrður, hér var mígandi blíða í dag og fáir voru hamingjusamari en einmitt baunirnar mínar sem dönsuðu af kæti í allan dag, sólin fer líka vel með hænur og menn, sem leika sér saman,, það er gott að búa á stað þar sem maður finnur fyrir árstíðunum, þá er alltaf eitthvað til að hlakka til,,

 

gleðilegt sumar

Smábóndinn,,,


Lumby Cottage Bútík,,,, opnunarpartý,,,

_MG_4782Það er stórmerkilegur dagur í dag fyrir Lumby Cottage, í dag var formlega gangsett Lumby Cottage boutique hér í Lumby,,, reyndar hefur Lumby nú þegar opnað tvo útsölustaði, þe í Odense og í Kolding, á vinnustöðum Smábóndans,,, en í dag gangsetti Smábóndinn móðurskip útsölustaðanna á sínum hreinu hamingjuafurðum, það var að sjálfsögðu margt um manninn í opnunargillinu eða öll fjölskyldan , það vantaði þó tengdamóðurina sem var farin til höfuðborgarinnar í Leikhús,,, í bútíkinni hyggst Smábóndinn selja afurðir sínar sem vonandi í framtíðinni verða af allslags kvikindum en til að byrja með verða þarna heimsins hamingj_MG_4781usömustu egg, og kannski eitthvað grænmeti úr matjurtagarðinum.  Það hefur einmitt verið matjurtagarðrinn sem Smábóndinn hefur verið að sinna undanfarið, í dag hefur verið steikjandi hiti í Lumby eða um 17 gráður og still veður, tilvalið til að planta út í fyrsta beð Smábóndans, þarna hefur Smábóndinn sett niður Hestabaunir, eða Bóndabaunir, eða Breiðbaunir allt eftir því hvað fólk vill, hér í Lumby heita þetta að sjálfsögðu Bóndabaunir, þetta eru spírur sem Smábóndinn byrjaði með inni fyrir uþb mánuði síðan, og hefur sprettan verið framar vonum, það á ekki að setja þær út fyrr en moldin er orðin stöðug við 10 gráður sem hún er ekki orðin enn, en sökum þess að grösin voru farin að falla, þá ákvað Smábóndinn að taka sénsinn á góðu veðri næstu misserin og planta þeim út, Smábóndinn fékk góða hjálp frá heimasætunni við þetta allt saman, hænurnar sem urðu fyrir fólskulegri árás í síðustu viku hafa verið sameinaðar fjölskyldu sinni eftir nokkra daga dvöl á sjúkrahúsi Smábóndans og hafa það fínt, þær munu eiga góða ævi framundan undir vökulu auga Smábóndans héðan í frá og vonum við að allt fari að falla í ljúfa löð og við eigum ekki von á fleiri heimsóknum sem þessum,,, annars eru hænurnar hamingjusamar og það má sjá að sólin sem skín á bakið á þeim daglangt gerir þeim gott, fær Smábóndann til að hugsa til allra þeirra óhamingju kjúklinga sem aldrei fá að sjá sólina s_MG_4770kína, og aldrei fá að róta eftir ormum og öðrum kvikindum sem er þeim náttúrulegt, það er sorglegt hvernir matarhættir nútímans hafa farið með blessuð dýrin, kjúklingar eru því miður ekki þeir einu sem þurfa að þjást, hér í Danmörku er því miður ein alöflugasta grísarækt í heiminum, Smábóndinn segir því miður því þar er sama fyrirkomulagið, grísirnir fá aldrei að sjá dagsins ljós, né róta í skógarbotninum eftir æti, en þetta er efni í margar umræður, Smábóndinn er hamingjusamur yfir því að hér í Lumby Cottage eru öll dýr hamingjusöm, með sólina á bakinu, rótandi í moldinni, að Smábóndanum meðtöldum,,,

 

kveðja,, _MG_4772


Hræðilegir atburðir gerast í Lumby Cottage,,,,

smábóndinn með sjúklinginn í fanginuÞað hefur verið Smábóndanum sérstakt takmark að hafa öll sín húsdýr eins frjáls og hægt er , og leyfa þeim að vera eins nálægt sínu náttúrulega umhverfi og best gerist.  Það hefur sínar dökku hliðar eins og sannast hefur á andabúskap Smábóndans, þar hafa afföllin verið 4/5 og aðeins ein Önd situr á tjörninni daglangt.  Smábóndinn hefur þó hingað til farið samviskusamlega út öll kvöld til að loka og læsa hænsnakofanum til að forðast Refi og aðra óværu, Smábóndinn leggur það meira að segja á sig að fara og míga útum allt í kring til að merkja sér svæði og hef fengið mikla hjálp frá Miles Davies hænsnahundi í þeim efnum,, ég hef hingað til talið þær vera óhultar þegar dagsljósið skín, en í gær þegar ég sat útí garði kom hlaupandi fyrir hornið stór hundur með eina hænuna mína í kjaftinum, Smábóndinn tók undir sig stökk á eftir óargadýrinu og sleppti hann þá hænunni sem hljóp í burtu löskuð, hundurinn var horfinn og Smábóndinn færði alla sína athygli á sjúklinginn og fórnarlamb þessa óþarfa ofbeldis.  Það var í snarhasti sett upp sjúkrabúr með góðum mat og góðum friði frá Halldóri Laxness og hinum hænunum. það var því mikill léttir þegar þessi hæna var enn á lífi í morgun, um miðjan dag í dag sleppti ég henni út til hinna og hún virðist ætla að braggast.  Í öðrum fréttum þá var hænsnakofinn þrifinn hátt og lágt í gær og nýtt hey sett undir þær og því gamla ekið niður í matjurtagarð þar sem það mun næra grænmetið mitt í sumar.  Það hefur líka verið mikil ofgnótt af eggjum hér undanfarið þar sem ca 14 ný bætast við á hverjum degi og því hef ég farið með þau í vinnuna þar sem þau gleðja samstarfsfólkið mitt, auk þess hef ég dregið fram hverja eggjauppskriftina á fætur annarri og hér er egg nánast í hvert mál.

læt fylgja hér einfalda uppskrift að hinni mjög svo spænsku omelettu eða,, La Tortilla Española með smá Lumby Cottage tilbreytingu

 

  • 6-7 soðnar kartöflur
  • 1 stór laukur
  • 2 rif hvítlaukur
  • 5-6 Lumby cottage free range egg
  • Smá olía á pönnuna
  • Salt og pipar
  • Beikon
  • Ostur yfir allt saman
  • og ég bætti líka í bökuðum baunum

Smábóndinn steikir í olíunni beikonið og laukinn og hvítlaukinn, setur bökuðu baunirnar yfir og salt og pipar í þetta allt saman, svo hræri ég eggin saman og set á pönnuna, steiki á heitri pönnunni í ca 10 mínútur og set þá ostinn yfir og undir grillið þar til osturinn er orðinn brúnn og grillaður,, alger snilld,, mér finnst reyndar betra að láta þetta kólna og borða með góðu rauðvíni,,,

 

Kveðja


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband