Perur og Epli,,

my_20hipstaprint_200.jpgÞær eru helztar fréttir héðan að líðan Halldórs Laxness fer ekki batnandi, og þvi er næsta öruggt að gerjuð epli og bakkus sjálfur séu alsaklaus af þessarri pest. Það er í raun auðvelt að kenna Bakkusi og klækjabrögðum hans um allt en svo er ekki að þessu sinni. enda hefur Smábóndinn alltaf verið þeirrar trúar að fátt sé betra en blessað Brennivínið. Halldór situr enn í bæli sínu og getur sig hvergi hreyft, hann fær amk tvisvar á dag heimsókn frá Smábóndanum sem færir honum remedíur og vítamín, líklegt verður að telja að Haninn sé haldinn einhverri veiru ellegar bakteríu sýkingu og hafa verið ófá símtöl við dýralækna bæði innanlands og utan til að komast til botns í málinu en enginn virðist hafa svör sem duga, Smábóndann hefur reyndar grunað að um svæsna ástarsorg sé að ræða og að hanahjartað hafi verið kramið svo öngva leið virðist að fá til að sjá lífsgleðina á ný,,en það getur ekki verið þvi 14 fagrar hænur tilbiðja hvert spor hanans, ef aðeins við mennirnir hefðum svipaða lukku. Dýralæknarnir hafa ráðlagt vítamín og vatn og hef ég því mulið vítamín heimasætanna útí Cultura (ab mjólk) og fært honum til aðhjálpa ónæmiskerfinu, aukreitis hefur hann fengið nautahakk og kartöflur í rúmið til að halda í þrekið. hann hefur svosem mikla lyst en hann er sem lamaður, Smábóndinn fékk áhyggjur af þvi að þetta væri smitandi því eins og við vitum eru hænur ekki lausar við sjúkdóma en þær áhyggjur eru að ég tel óþarfar þvi hann hefur nú verði veikur með hænunum í þrjá daga og þær eru enn allar hressar. Það eina sem við getum gert er að bíða og vona, og sjá til þess að með góðu fæði, andlegri nærveru og jákvæðni rísi hann úr rekkju fyrr en síðar. Smábóndinn fór með heimasæturnar í gönguferð í dag til að viðra mannskapinn en sú ferð breyttist í alsherjar matarsöfnun, þegar heim var komið vorum við með tvo sveppi, kíló af heslihnetum, tvö kíló af perum og ca 20 epli. hvað skal gera við þetta er enn spurning sem vonandi verður svarað á morgun.

Bakkus hefur náð Halldóri Laxness,,,

maður og haniHalldór Laxness haninn minn hefur glatt mig síðan ég fékk hann, við höfum haft gagnkvæma virðingu sem birst hefur á þann máta að ég hef látið hann í friði og hann mig, við erum báðir skapmiklir og stjórnsamir og því er best að halda sig sem mest utan hins persónulega svæðis hvor hjá öðrum. Hann er vöðvamikil og teinréttur og mikill á velli, það var Smábóndanum hins vegar mikil vonbrigði að komast að því að hann hefði ekki mannlega kosti að geyma og var alsemis ófær um að gagnast hænunum þó svo að ekki vantaði uppá tilraunirnar, það var því stórt spursmál fyrir Smábóndann hvort hann fengi að lifa eða ekki, ég ákvað þó að leyfa honum að lifa áfram því ég tel að heilbrigt fjölskyldu mynstur sé hænunum mínum mikilvægt, þe, það þarf að vera hani á hólnum, þær eru líka ánægðar með hann,, ég hef sagt frá því áður hér að hann hefur gerst sekur um ansi gróft heimilisofbeldi sem er Smábóndanum ekki að skapi og höfum við átt alvarleg samtöl um það, því hefur nú linnt og hef ég ekki staðið hann að neinu misjöfnu lengi, þar til í dag, á minni daglegu ferð niður í eggjabúð kotsins þar sem salan hefur verið framar vonum undanfarið þá sé ég hann útundan mér sitjandi í grasinu með höfuðið niðurútt og grátt, ég geng til hans til að athuga hvort hann hafi það svosem ekki ágætt en þegar ég nálgst og hann ætlar á sinn vanalega tortryggnishátt að forðast mig getur hann það ekki, hann stendur upp en fellur um sjálfan sig um leið og dettur útá hlið, þar sem Smábóndinn er afar fljótfær og stressuð týpa þá grunaði mig hið versta og að hann væri kominn með einhverja alvarlega veiki, en þegar æðishamurinn bráði af mér komst ég að þeirri niðurstöðu að hann hefði orðið bakkusi að bráð eins og gerist fyrir okkur alla, hann hefur verið duglegur í eplunum undanfarið og þau eru gerjuð á þessum árstíma, það var því ekkert annað að gera en að færa hann inn til kerlinganna sinna til umhirzlu, ég bjó um hann gott rúm og setti vantsdall og æludall við rúmið hans, ég biðlaði til hænanna að vera ekki með neinn hávaða eða óþarfa nöldur næsta sólarhringinn, öll tiltekt er bönnuð í hænsnakofanum og morgundagurinn verður í grárri kantinum hvað Halldór varðar, ég hef komist að þeirri niðurstöðu að við séum of líkir til að höggva hann blessaðan,, meðan hann lifir á hann gott skjól í mér,,

Lumby Cottage grillaður lambahryggur, með nýjum kartöflum og góðærissveppasósu

_mg_5258.jpgSmábóndinn hefur alla tíð öfundað menn sem státa af myndarlegu grilli, gasgrill sem kostar næstum meira en bílar eru mér hugleikin, og Smábóndinn er því með ákveðna reðuröfund útí svona góð grill, það er búið að vera hitabylgja í Lumby og því hefur Smábóndinn grillað hvern dag, en þar sem gasgrill Smábóndans er eitthvað ferðagrill og ekki kadiljálkur af neinu kyni hefur það farið í taugarnar á Smábóndanum hversu illa gengur að halda góðum hita á grillinu,, því dreymir Smábóndann um gott kolagrill og ætla mér að eignast eitt slíkt næsta sumar, helst eitt sem gæti tekið heilan svínsskrokk,  en garmurinn verður að duga í sumar, og það er varla gerandi að kaupa nýtt grill nema grillfærnin réttlæti það, því hefur smábóndinn verið að grilla undanfarið,, í gær gerði ég þó mitt fyrsta meistarastykki á þessu sumri þegar kemur að grillinu, og það var Íslenskur lambahryggur og með því.  Smábóndinn hefur alltaf líka viljað telja sig mikinn úrbeiningarmann, eftir áralanga vist í Hraðfrystihúsi Breiðdælinga þá er hann ansi lipur með hnífinn, þannig að hryggurinn var úrbeinaður og skipt í Kótelettur sem og lambarúllur sem er afar spennan_mg_5268.jpgdi.  Marinering var grænt pestó, með viðbættum hvítlauki og rósmarín, ásamt salti og pipar. ekki flókið,  að sjálfsögðu voru rúllurnar marineraðar áður en þær voru rúllaðar upp.  Með þessu voru að sjálfsögðu Lumby Cottage organic kartöflur semheimasæturnar hjálpuðu til við að taka upp, sem og Lumby Cottage organic Hestabaunir  Þær eru soðnar, brotnar upp og bleyttar í ólífuolíu og salti og settar undir grillið í ofninum í smástund. Smábóndinn er ekki mikill sósumaður en með þessu var aðeins Dijon Sinnep.  Frú Smábóndi og frumburður Smábóndans hafa aukreitis reynt sig við Bollakökugerð með miklum árangri, eins og sjá málífið brosir við okkur hér í Lumby og Smábóndinn undrar sig á því á hverjum degi hve fagrar dætur hans séu, eins og hið ljósa man._mg_5305.jpg_mg_5298.jpg_mg_5318.jpg

Lumby Cottage sveskjur.

Smábóndinn hefur reist víða undanfarið, hann skeið uppá

litið uppá HraundrangaHraundranga í Öxnadal til að fá sem best útsýni yfir landbúnaðarhéruð norðanlands á Ísalandi, þaðan má sjá blómlegar byggðir Eyfirðinga og stendur landbúnaður þar með besta móti, Hátt yfir Myrká mátti sjá yfir heiðar þeirra og undrar Smábóndann ekki að Þingeyjingar séu líka montnir af sínum afurðum því þetta liggur hátt, Á Myrká var til forna einn mesti hestur íslandssögunnar í eigu Djáknans sjálfs er Faxi hét  hann hlaut þó smámnarleg örlög er honum var steypt fram af bergi þar og orti þá Djákninn

"Máninn lýður,
dauðinn ríður;
sérðu ekki hvítan blett
í hnakka mínum,

   Garún, Garún?"

 

Smábóndinn er þess fullviss að Djákni þessi hafi ekki veirð mætur bóndi.  

Auk þessa  reisti Smábóndinn til Berlínar til að kynna sér bjórgerðarlist þeirra þýðverzkra. Berlínarbúar komu Smábóndanum spánzkt fyrir sjónir, þar drýpur gull af hverju strái, liztaspírur valsa um stræti med túkall í vasanum og hornmellur hvert sem auga er skotið, Aukreitis þótti Smábóndanum landbúnaðartæki þeirra framandi.  Ökuferðin þangað var þó öllu áhugaverðari fyrir Smábóndann þar sem í hinum gamla Auzturvegi mátti sjá mikla kornrækt og það sem þeir kalla Maís hvurt sem auga var skotið, stórar engjar fullar af mat.  fékk Smábóndinn þá flugu í höfuðið að kynna Eyfirzka bændur þeim Þýðverzku því feitari kýr hefur Smábóndinn ekki séð annarsstaðar en hjá Þýðverzkum.

  Smábóndanum 

fararskjótar þeirra þýðverzkraleið hinsvegar afar vel þegar heim var komið, hér eru allir menn skáld eða bændur nema bæði sé, á Fjóni er 29 stiga hiti mælt í forsælu og tveggja metra hæð, og bústörfin bíða, engin voru slegin því það þykir smámnarlegt að hafa allt í órækt. Frú Smábóndi hefur nýtt þurrkinn sem er hér til þvotta og lætur sólina koma sér vel að gagni, það má segja að Smábóndinn gjói til hennar auga þar sem hún hengir upp brækurnar og finnst hún aldregi hafa verið fallegri. Hænurnar voru frelsinu fegnar og höfðu um 30 egg handa fjölskyldunni þegar við komum heim, það má greina á þeim lítilvæglega kergju yfir frelsissviptingunni undanfarna 3 daga, en þær fyrirgefa Smábóndanum vonandi með tímanum. Eggjasala undanfarið hefur verið með bezta móti og má sjá nágranna okkar hér læðast í búðina til að ná í beztu egg Danaveldis.  Allir borga og er vel.  Eplatrén eru enn ekki búin að skila sínum afurðum og verður sjálfsagt ekki fyrr en þegar haustar en Plómutréð er hlaðið safaríkum sykruðum plómum og það sem ekki fór ofaní magann á Nínu Sif, breytir Smábóndinn í sveskjur. Smábóndinn hefur haft áhuga á sveskjugerð síðan hann sá slíkt gert í ferðalagi Rick Stein um Frakkland.  Það er þó Smábóndanum mikilvægt að halda í gamlar hefðir og notast sem minnst við vélvædd nútímavinnubrögð því það er staðföst trú

staying alive,,

 Smábóndans að allt hafi verið betra í gamla daga, og því var klifrað uppí tréð og það hrist sem mest til að fella plómurnar.   Heimasæturnar hjálpuðu til við týninginn og svo var öllu saman skellt í ofninn á 100 gráður í 8 klst þar til plómurnar voru að mestu lausar við allt vatn og eftir situr sætt ávaxtakjötið sem geymist fram á vetur til að vera í Tagínu eldamennsku Smábóndans.  Af fólkinu hér er gott að frétta, bæði dýr og menn njóta góða veðursins og hvors annars

 

hæ hæ

Daði,,, 

 

 

uppskeran

 

sveskjur in the making

Lumby Cottage Heimasætu sultur,,,

Það hefur verið sérstaklega gott veður hér í Lumby undanfarna viku, þó svo að mikið hafi rignt um helgina. það þýðir að berjarunnar Smábóndans hafa verið duglegir að breyta sólarorkunni í sykraða orku fyrir mannfólkið, og það þýðir að komið sé að einni uppáhaldsiðju Smábóndans, það er sultugerð, og þar sem bæði hindberja og rifsberja runnarnir eru tilbúnir þá stendur mikið til, Smábóndinn og heimasæturnar týndu berin og það sem féll til jarðar var jafnóðum étið upp af hænunum og það var fyndið að sjá Nínu Sif umlukna hænunum. Heimasætunum fannst hin besta skemmtun að týna berin þó svo að það hafi minna farið fyrir áhuga þegar kom að því að hreinsa þau og búa til sulturnar, og ákvað Nína Sif að leggja sig eftir erfiðisvinnuna,,,,en þetta verða hér í frá kallað "Heimasætu sultur"

 

þetta eru frekar einfaldar uppskriftir.

Hindaberjasulta

Heimasætu hindberjasulta.  

 

Það er mikilvægt að hreinsa þessi ber mjög vel, því mér finnst eins og það eigi fleiri skordýr heimili í þessum berjum en nokkrum öðrum. 

Fyrir hverja 4 bolla af hindberjum koma 2 bollar sykur og ein tsk ferskur sítrónusafi, þetta er sett saman í pott og látið standa þar til að sykurinn er farinn að draga safann úr berjunum, þá er þetta sett á helluna og soðið niður, það er gott að sjóða þetta kröftuglega í smá tíma.  

Ég vil hafa sulturnar mínar frekar lausar í sér og því sauð ég þetta ekki mjög lengi, því styttri suðutími því meira vatn í þessu, þegar þetta er að verða soðið bæti ég sítrónusafanum í þetta og set sjóðandi heitt á sterílar krukkur sem ég hef haft í ofninum á 120 í ca 20 mínútur.

 

 

Rifsberin

 

Rifsberjasulta

Hér er mikilvægt að hafa ca 15 % af berjunum græn og stilkana með svo þetta hlaupi, í fyrra gerði ég þessa uppskrift alveg eins og fannst hún vera aðeins of súr, þannig að megnið af þeirri sultu var notað í sósur, sem ekki var ætlunin þó svo að hún sé mjög góð í sósugerð, nú hef ég gert svo mikið af sultu og á enn eftir að gera sultu úr Hyldeberjunum mínum, þannig að kannski er bara sniðugt að eiga eina sultu til að bragðbæta sósurnar,, og því ætla ég að nota þessa sultu áfram sem sósu sultu og bæta í hana chili

 

Innihald
1 kg rifsber 
750 gr sykur 
1/2 bolli vatn

3 þurrkaðir chili muldir smátt 

sem fyrr er þetta hreinsað og blandað saman, látið standa í dálítinn tíma og svo soðið á vægum hita í langan tíma, eða amk 45 mínútur ólíkt fyrri sultunni þar sem þessi eru mun harðgerari. ef það eru enn einhver ber sem eru ósprungin má að sjálfsögðu sprengja þau en ég geri það ekki, þá verður sultan meira chunky,,, 

sofandi

 

Daði,,,, 


Lumby Cottage Hyldeblomst fyrir veturinn,,

hyldeblomst_drik.jpgEins og kannski hefur komið fram hér þá hefur Smábóndinn einkennilega þörf fyrir að búa í haginn fyrir veturinn, eins og það sé von á harðindum og plágu. Líkurnar eru ekki miklar en það er betra að vera viss, maður veit aldrei með þetta fólk sem stjórnar heiminum í dag,, hér um daginn þá gerði ég tvo lítra af Hyldeblomst saft sem lukkaðist vel, og þó svo að Smábóndinn sé eini heimilismeðlimurinn sem drekki hana Þessi mögnuðu blóm hafa langa sögu sem lækningarjurtir og eru blómin hitastillandi og úthreinsandi, berin sem koma síðar hjálpa við kvef og flensu og hafa hátt innihald A og C vítamína, Fyrr á tíðum var það Freyja sem bjó í Hylde trénu sem kallaðist á þeim tíma Hyldemóðir, ef maður skemmdi tréð átti maður yfir sér ólukku og slæmt árferði,, Síðan Smábóndinn komst að þessu hefur hann verið extra nærgætinn með slátturvélina nálægt Hyldemæðrunum mínum.Það var því var hafist handa við að leggja í fyrir veturinn, ég breytti uppskriftinni aðeins og setti meiri sítrónu í að þessu sinni, annars er hún eins, úr þessari lagningu komu 15 lítrar af saft sem ætti að duga í yfir 100 lítra af endanlegu pródúkti þar sem ég blanda þessu við sódavatn í ca 20 / 80 hlutföllum. Hér hafa verið sérstaklega góðir gestir i 4 daga, en Ottó, Steina og Haukur sonur þeirra hafa glatt okkur um helgina, við höfum því reynt að gera vel við okkur í mat og drykk eins og vanalega og í gær var ég með Lambaskanka innblásna af uppskrift frá Kollega mínum og matargúru Ragnari Frey. Sjáhttp://ragnarfreyr.blog.is/blog/ragnarfreyr/entry/645893/Ég les bloggið hans reglulega og mæli með því ,,, ég breytti aðeins útaf uppskriftinni hans þó, ég marineraði í bjór og kryddum, sauð síðan í tagínunni með þurrkuðum apríkósum, döðlum , gulrótum, lárviðarlaufum, chili og smá hvítlauk, vildi ekki hafa hvítlaukinn yfirþyrmandi hér,, en ég gerði eins og Ragnar Kartöflumús með þessu, Af bústörfunum er ekkert að frétta, Smábóndinn hefur verið upptekinn í vinnu við slæmar tennur Dana fram á kvöld síðustu tvær vikur og því lítið um störfin, það kemur núna í vikunni, það þarf að reyta í matjuragarðinum og slá blettinn, Anna Dan er enn á sínum stað og þarf smá athygli, það er spenna í lofinu að sjá hvort eitthvað komi undan henni núna,,

Lumby Cottage Hyldeblomst saft

hyldeblomst

Hyldeblomst 

 

Um miðjan Júní og alveg fram í byrjun Júlí er Hyldeblomst í blóma hér í Danmörku, og er reyndar út um allt, í garðinum mínum eru svona sjö til átta tré sem bera þetta skemmtilega blóm, og danir eru vanir að nýta þetta vel, amk gerðu það,  og það er Smábóndanum gleðiefni að þetta verður örlítið áfengt eftir því sem þetta er geymt lengur.  Eftir miðja Júlí breytast þessi litlu blóm í svört ber og þá getur maður gert Hyldeberry sultu sem Smábóndinnn ætlar sér svo sannarlega að gera, það er svo sannarlega ekki það eina sem þetta ágæta blóm nýtist í , það er hægt að þurrka það sem te, gera úr því ís og margt margt margt fleira sem Smábóndinn ætlar sér að reyna ef hann hefur tíma, því það er sannarlega nóg til af þeim, 

fyrir þá sem langar að prófa þá fann ég þessa síðu sem 100 uppskriftum

http://www.dk-kogebogen.dk/opskrifter/kategorier-3.php?id=14995 

Reyndar eru Rifsberin mín líka farin að roðna og ég býst við sólskini í vikunni þannig að næsta helgi verður vonandi mikil sultu og saftgerðar helgi.

en nú er það saft fyrir heimilisfólkið,

 

 uppskriftin er svona.Hyldeblomst saft 2011 002

 50 stk Hyldeblomst hausar, tekið sem mest af stilkunum frá, 2 lítrar soðið vatn, safi úr 3 sítrónum ásamt berkinum af 2 þeirra og að lokum 1 kg sykur.  vatnið er soðið og sykurinn leystu upp í vatninu, blómum og sítrónusafa og berki blandað saman við og slökkt undir vatninu, þetta er síðan látið standa í fimm daga og svo er hratið síað frá, það er hægt að geyma þetta lengi og eftir ca 2 vikur er komið smá áfengi og smá gas í þetta og kallast þá hyldeblomst kampavín, og bíð ég spenntur eftir því, að mati Smábóndans þá er þetta aðeins og sætt til að drekka eitt og sér þannig að ég blanda þetta í litlumhlutföllum á móti sódavatni og líkar vel, þannig dugar einn líter af þessu í amk 10 lítra af drykk.  ætlunin er að gera svona 20 lítra af saft þannig að þetta dugi mér eitthvað fram á vetur.

af öðrum deildum Smábúsins er svosem ekki neitt nýtt að frétta,  Eggjasalan gengur vel og er eftirspurnin meiri en framleiðslan sem getur bara þýtt eitt, verðið hlýtur að hækka eftir sumarið, og svo má líka kenna Frú Smábónda um þetta því hún hefur lært að gera eggjaköku og fyrir þá sem þekkja Frú Smábónda þá er þráhyggjan yfirþyrmandi,,,

Kveðjur úr sveitinni Daði

 


Lumby Cottage Rabarbarasultan

Rabarbarasultugerð 011Það hafa verið bæði gleðir og sorgir í Lumby undanfarið, hér hafa verið góðir gestir undanfarnar tvær viku, sem hafa glatt okkur öll, við höfum borðað endalaust og drukkið,,, það var Smábóndanum talsverður léttir að hafa vinnustúlku sem sá algerlega um eggjaumhirðu og búðarhald svo Smábóndinn fengi verðskuldað frí frá bústörfunum,  Það fylgir þegar gesti ber að garði að sýna þeim landið og við ferðuðumst til vesturstrandar Danmerkur og það kom Smábóndanum algerlega á óvart hversu stórar og glæsilegar strendurnar þarna eru, minna á Normandí ef eitthvað, og það var Smábóndanum enn gleðilegra að sá að þarna má nálgast skelfisk, amk Krækling, Hörpuskel og sk Razon clam, sem ég veit ekki hvað útleggst á Íslensku, gefur Smábóndanum tilefni til að hlakka til haustsins.

Um þetta leyti er Rabarbarinn tilbúinn hér svo heimilisfólkið ákvað einn daginn með gestunum aðRabarbarasultugerð 004 gera sultu, það var mikil reikistefna um hvernig ætti að gera sultuna, og komu fram ýmsar hugmyndir Smábóndans um radísur og chili, en kannski var það vínið og bjórinn að tala frekar en Smábóndinn sjálfur, allavega þá var hætt við allar tilraunir að svo stöddu og farin frekar hefðbundin leið í sultugerðinni.

1,4 kg rabarbari

1,4 kg sykur

safi úr 2 sítrónum og börkurinn niðurrifinn líka

Rabarbarasultugerð 006þetta er allt saman sett í stóran pott og látið liggja í honum við stofuhita í svona 4 tíma, síðan er bætt í 80 ml appelsínusafa og 125 ml vatni og soðið í ekki meira en 40 mínútur og hrært í rólega öðru hvoru, því ég vil hafa sultuna þannig að hún hafi smá texture,,,  sett í sterílar krukkur (í ofninn á 100 í svona 20 mín) Smábóndinn og vinnufólk var svo ánægt með sultuna að ákveðið var að setja hluta framleiðslunnar í búðina niður við veg, Smábóndinn gerðist svo djarfur að biðja um 60 krónur danskar fyrir þessar litlu krukkur og salan var því engin, sem er í lagi því þá er meira fyrir mig....

Rabarbarasultugerð 010

 

 

Matjurtagarðuinn stækkar og stækkar, um síðustu helgi bætti Smábóndinn við tveimur beðum og setti út brokkolí og púrrulauk, það var þó horfið strax daginn eftir svo baráttan við sniglana heldur áfram út í hið endanlega en það eru þó smámunir miðað við vandræðaganginn í að viðhalda hænsnastofninum, eins og ég hef áður sagt þá hefur Anna Dan lagst á eggin sín og var komið langt fram á að ungarnir ættu að birtast þegar Smábóndann fór að renna í grun kidschick2að ekki væri allt með felldu, mikinn ódaun lagði frá hundabúrinu sem hafði verið breytt í fæðingardeild kotsins, eftirgrennslan Smábóndans leiddi í ljós að öll eggin voru fúl og voru aldrei frjó,, ekki er yfir Önnu að kvarta sem hefur legið alla daga og allar nætur á eggjunum og varið þau með kjafit og klóm,, og beinist því athyglin að Hananum sem ég hef haft svo mikla trú á hingað til, þegar ég síðan fer út til að ræða þetta við hann stend ég hann að miklu og grófu heimilisofbeldi þar sem Smábóndinn þurfti að skerast í leikinn og losa hænuna undan ofbeldishananum,,,  það er því ekki mikið eftir að þolinmæði frá Smábóndans hálfu, það hefði ekki tekið Hauk afa minn og stórbónda í Holti langan tíma að ákveða hvað ætti að gera, haninn væri kominn til feðra sinna en Smábóndinn hefur aðeins meiri þolinmæði og reynsluleysi en Haukur og því er haninn enn meðal vor, en ég held að því miður verði ekki annað að gera en að finna annan hana handa hænunum mínum og slátra Halldóri Laxness, við sjáum til hvað verður,,  Anna hefur síðan þetta gerðist lagst aftur á og eru nú 9 egg undir henni og hefur Halldór Laxness því fengið 21 dag til viðbótar til að sanna sig,, ef ekkert kemur núna eru dagar hans taldir og ég fæ stórsteik á diskinn minn,,,

 

Kveðja D


Lumby Cottage tómatsósan

tómatsósa Húshaldið hefur breyst mikið um helgina, ekki aðeins er tengdamóður Smábóndans hér í sinni mánaðarlegu heimsókn heldur hefur Móðir mín líka reist hingað til Danmerkur og því hef ég þær báðar hér á sama tímanum, það er mikið lagt á herðar mínar,  en við höfum unað okkur vel hér við mat og drykk í góðaveðrinu, Eins og ég sagði frá síðast þá er Anna Dan farin að liggja á eggjunum hér úti í hænsnakofa, það hljóp heldur mikið kapp í Smábóndann við þessi tíðindi og þráhyggjufullur yfir því að fá sem mest út úr nýtilkomnum móðurtilfinningum Önnu þá tróð ég undir hana eins mikið af eggjum og mögulegt var, en hún snéri á mig og fór af eggjunum og byrjaði annað hreiður við hliðina, kennir manni að vera ekki að skipta sér of mikið af náttúrunni, hún leikur á mann,,, ég hef því flutt hana inní hundabúrið hans Miles Davies sem tekur því með jafnaðargeði og fær Anna  frið að þessu sinni og færi ég henni mat og drykk að hreiðrinu og tek þannig fullan þátt í óléttunni,,, Anna, eins og aðrar mæður er ekki uppá sitt besta í skapinu þegar ég kem að sinna henni og höfum við bæði ég og Nína Sif fengið að kenna á gogginum hennar,, Það leiðinlega við þetta allt saman var að öll eggin sem hún lá á eru ónýt, því ekki er vitað hversu stropuð þau voru orðin og því var þeim hent, hér hendum við sjaldan hlutunum en það var ekki neitt annað í tómatsósa 003boði að þessu sinni.  Það veldur Smábóndanum kvíða að taka á móti ungunum því ég hef ekki hugmynd um hvernig maður sinnir hænsnaungum, ég hef áhyggjur af því að Halldór Laxness verið þeim ekki fyrirmyndar faðir þar sem hann hefur ekki verið þekktur fyrir blíðu og tilfinningasemi hingað til, og því hefur drjúgur hluti undanfarinna kvöldstunda farið í að lesa sér til, ég get ekki betur séð en að það þurfi að útbúa sérstaka fæðingardeild sem er lokuð frá umheiminum þar sem þeir fá að stíga fyrstu skrefin án þess að eiga það á hættu að verða fyrir árásum og hefur Smábóndinn þegar hafist handa við smíðina, hversu lengi nýja fjölskyldan á að vera í þessu nýja heimili sínu er óvíst og þarfnast frekari lesningar.

Sprettan í matjurtagarðinum er ótrúleg og fyrir þann sem er vanur sprettunni á Íslandi er þetta mikill munur, Radísurnar má sjá stækka ef maður horfir á þær og kartöflurnar eru að verða tilbúnar, baunir eru tómatsósa 004komnar vel á veg og tómatarnir mínir eru rauðir og fallegir, því bjó ég til tómatsósu tengdamóðurinnar í dag, hún er svosem ekki flókin en

ég baka saman í eldföstu móti

alla tómatana sem ég fann, bæði í ísskápnum og á tómattrjánum mínum,,,vel saltaða og pipraða,

ferskan hvítlauk ca 6 geira,, 

slatta af fersku basil,

einn gulan lauk

eina litla papriku

og hálfan chili,

til tilraunar setti ég 4 radísur í mixið að þessu sinni til að fá aðeins meira "bite" í þetta

sulla ólífuolíu yfir þettatómatsósa 005

,,,, þegar þetta er farið að taka lit tek ég þetta út og kæli, ég mauka þetta svo í matvinnsluvél og út kemur besta tómatsósa sem heimilisfólkið fær, gengur með öllum mat, en er best með pasta og fiski að mínu mati,,

matarbur Þess utan hefur Smábóndinn verið upptekinn við að organizera matarbúrið enn eina ferðina, nú hefur allt fengið að fjúka þaðan út sem ekki tengist mat og alveg klárt að þetta er matarbúr, öllum kryddum hefur verið komið þarna inn og allt fengið sinn stað í búrinu, aftur,, Móðir mín og Tengdamóðir voru þess utan svo góðar að færa okkur allskyns kræsingar frá landinu bláa, og var sérstaklega gott að fá Saltfisk og hangikjetsálegg,, þarf að sýna Ítalanum sem vinnur fyrir okkur hangikjetið okkar á Mánudaginn ,,, draga aðeins úr Ítalska matarmontinu,,,,, ég er þess fullviss að íslenska hangikjetið á fullt erindi í sömu deild og Ítalska Parmaskinkan,,,


Perutré, fyrsta uppskeran af Radísum og Anna Dan liggur á,,,

hænan liggur á 010Það er Smábóndanum sérstakt gleðiefni að ósættið í hænsnakofanum hefur að mestu leyti verið leyst, eins og ég sagði frá í síðasta pistli þá hefur verið gjá á milli mín og Halldórs Lax þar sem hann hefur beitt tvær af hænunum mínum miklu einelti undanfarnar vikur, ég hef varið miklum tíma og púðri í að sannfæra Halldór um að það borgi sig ekki að vera með svona skæting og að öll hænsnin í skóginum eigi að vera vinir, hann hefur ekki tekið þær fyllilega í sátt, en þetta er á réttri leið,  það er líka eins gott því leitin að hænsnahvíslara sem gæti hjálpa til gekk ekki vel, kannski það sé markaður fyrir slíkt starf fyrir Smábóndann.  Eftir páska skifti Smábóndinn um gír hvað varðar markaðsetningu á Bútíkinni hér við Lumby Cottage og færði auglýsingaskiltið útí götu þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur Nr Lyndelse sjái afurðirnar betur, og má segja að Smábóndinn hafi hitt naglann á höfuðið og hefur salan tekið kipp, heilar 200 krónur DK hafa skilað sér og eftir ca 400 í viðbót stendur fjárfestingin undir sér og hægt að greiða lánadrottnum búsins sitt til baka, því eins og alþjóð veit þá rýrir það sjálfstæði bændanna að skulda mikið.  Af bændastörfunum er það að frétta að matjurtir eru ofarlega á baugi, kartöflurnar eru komnar vel upp, radísurnar sömuleiðis og hefur Smábóndinn verið að laumast niður í garð til að bragða á þeim, mér finnst allt grænmeti vera betra þegar það er smátt, þá er eins og það sé sætara en þegar það hefur stækkað aðeins, en auðvitað má ekki vera of mikið að þessu því þá verður uppskeran engin,  auk þess hefur verið snyrt í kringum og vökvað reglulega. 

Það bættist í ávaxtatrjáaflóruna um helgina þar sem Hr Smábóndi fjárfesti í Perutré sem ætti að Perutréðfæra mér uppskeru að nokkrum árum liðnum, auk þess sem það ætti að falla vel inní þau ávaxtatré sem eru fyrir

Maiskornið sem ég setti niður í síðustu viku hafði ekki skilað sér Smábóndanum til mikils ama og hefur því var sett í gang hernaðaráætlun og ég færði pottana inn og setti fyrir framan kamínuna og er stofa heimilisfólksins nú full af mold og pottum Frú Smábónda til ama.  Það hefur skilað sér og nú er allt á fullu og um næstu helgi ætla ég að planta því út í garð.

Það sem er ánægjulegast er að Anna Dan, eina svarta hænan mín hefur lagst á eggin og neitar að færa sig, það þýðir að Smábóndinn fær Free Range Organic kjúkling í matarbúrið sitt fyrir Haustið, sem og fleiri varphænur fyrir veturinn, ekki veitir af því eftirspurnin eftir eggjum hefur vaxið stöðugt.  Það má segja að Smábóndinn hafi stressast dálítið upp við að sjá að ein af hænunum er lagst á, og ekki seinna að vænna en að taka örlítið til hjá henni og gera stemminguna örlítið meira kósý í hænsnahúsinu, ég tek jafnvel frá allan betri mat úr eldhúsinu mínu og færi henni.   

  Smábóndinn gengur reglulega um landareignina sem telst vera ca 1 hektari og lætur sig dreyma um svínarækt, eins og áður hefur komið fram, það hefur líka áður verið rætt á hverslags villigötum svínarækt í Danmörku er og því telur Smábóndinn sig hafa full erindi inná þann markað með alvöru svínarækt þar sem dýrin fá að njóta sín og vaxa á eðlilegum hraða til að fullþroska bragð og gæði, en til þess þarf ég meira land, og hef ég því gjóð augum að landi nágranna míns sem enginn er að nota í augnablikinu, en ég þarf líklega að bíða eitt ár áður en þessi draumur verður að veruleika.  á meðan ætlar Smábóndinn að njóta sumarsins og fullkomna hænsnahirðina.

 

kveðja.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband