Færsluflokkur: Matur og drykkur

Lumby Cottage páskar

sumardagurinn 1 2011Mikð af þeim mat sem við borðum er árstíðabundinn,, skata, rjúpur, salöt á sumrin og þyngri matur á veturna,, en það eru Páskar núna, og fyrir mig er engin betri tími til að selja eggin mín en einmitt páskar, ég hef þá loksins eitthvað til að þakka baby jesus fyrir ,,,, nú um þessar mundir þegar allir sannkristnir þegnar Danmerkur búa sig undir páskana og eggjaát, hefur Smábóndinn hafið vægðarlausa auglýsingaherferð við Lumby Cottage bútíkina, þar eru Páskaegg á tilboði, að sjálfsögðu eru þetta organic, free range egg Smábóndans sem nú seljast eins og heitar lummur til íbúa Nr Lyndelse og nærsveitar, smábóndinn hefur nú grætt heilar 14 krónur danskar og er Smábóndinn himinlifandi yfir þessu öllu saman, í dag var sérstaklega góður dagur á Smábýlinu, það var steikjandi hiti og Smábóndinn og Smábændafjölskyldan brá sér í borgina til að stunda útivist og fara á róló, það var Smábóndanum erfitt að vera innan um allt þetta fólk og því var hann glaður þegar heim var komið í fámennið og einsemdina, þó er Smábóndinn aldrei einn því hann hefur hænurnar sínar sér til samlætis,,,,, dagurinn í dag fór því mest í sólböð og garðvinnu, Frú Smábóndi sinnti skrautbeðunum meðan Hr Smábóndi sinnti matjurtagarðinum, auk þess að reyta arfa og vökva beðin þá sáði ég Mais fyrir sumar komanda, Smábóndinn varði líka góðum tíma með hænunum í dag.  Það hefur verið mikið ósætti í hænsnahúsinu undanfarið, þær tværmatarbur 006 hænur sem urðu fórnarlömb hræðilegs ofbeldis af hendi hunds hér í nágrannahúsi hafa verið útskúfaðar frá restinni af hópnum og fer Halldór Laxness þar fremstur í flokki, þar er eins og hann þoli þær ekki, og má sjá á þeim að þær eru hræddar við hann, þetta veldur Smábóndanum miklum áhyggjum, og vandasamt að leysa þetta, Smábóndinn hefur mikla trú á að orð dugi meira en flest annað og hefur því dvalið með hænunum undanfarið að ræða þetta en á erfitt með að nálgast Halldór, hann virðist annars hugar þegar þetta ber á góma, og ekkert sérstaklega áhugasamur um að leysa þetta, Smábóndinn hefur beytt allskonar brögðum til að komast í nánara andlegt samband við hænurnar og hanann þeirra, sem og að bjóða þeim að borða úr lófa mínum til að öðlast traust, en ekkert virðist hagga Halldóri, það er skarð á milli manns og hanans hans,, Smábóndinn hefur því gefið honum afarkosti, hann hleypir fórnarlömbunum aftur inní hænsnahópinn eða Smábóndinn neyðist til að kalla til sérfræðinga, einhvern sem nær til hans betur en Smábóndinn, þá þarf Smábóndinn að finna hænsnahvíslara til að leysa málin sem kæmi illa við nauman fjárhag Smábóndans.  við gefum þessu viku því ekkert einelti verður liðið á Smábýlinu,,, í öðrum fréttum af Smábýlinu er að Eggin hafa slegið í gegn á vinnustöðum Smábóndans, bæði Odense og Kolding klíníkurnar eru orðnar ansi háðar alvöru eggjum og er mikið spurt þegar ekki er komið með skammtinn,, Smábóndinn vinnur eins og fíkniefnasali hvað þetta varðar, fyrst kem ég þeim á bragðið og svo byrja ég að rukka....  nú eru Páskar framundan eins og áður sagði og því ber að vanda sig í mat og drykk, því hefur verið veisla hér undanfarið, svínalundir fylltar með döðlum og gráðosti og góðærissveppasósu,, Pavolova, gúllashsúpa, salöt og gott vín,,, en í dag var Smábóndinn sérstaklega spenntur því honum áskotnuðust nýlega tvær stokkendur skotnar í Breiðdal, en eins og allir menn vita þá er allt sérstaklega gott sem kemur úr Breiðdal, þar hafa himnafeðgarnir snert jörðina á sérstakan hátt, þar eru allir menn skáld og bændur og sjómenn, og veiðimenn og þar stendur enginn Gísla Baldri frænda mínum framar, Gísli er bróðir móður minnar og mikið náttúrubarn, hann kann öll örnefni Breiðdals og hefur veitt þar meira en aðrir, hann er allt fyrrnefnt en þó fyrst og fremst veiðimaður,meira en flestir, hann felldi þessar tvær stokkendur og gaf mér, og því ætla ég honum til heiðurs að nýta þær vel.

 

Breiðdælzk Herragarðs  Stokkönd.

 Smábóndinn var svo heppinn í dag á ferð sinni um Nr Lyndelse að finna bílskúrssölu, og á henni fann ég forláta frönskugræju,, þe græju sem gerir franskar kartöflur úr venjulegum,,, ef svo má segja, það var því spenntur Smábóndi sem fór heim að gera franskar, ég baða þær í andafitu og í ofninn,,,

endurnarTvær stokkendur, þerraðar, saltaðar og pipraðar, ég setti í fatið með þeim appelsínusneiðar, hvítlauk og rósmarín úr garði Smábóndans,, þær fara með bringurnar niður inní 150 gráðu heitan ofninn og hún pensluð annars lagið með hunangi, eftir 25 mínútur sný ég þeim við, þe með bringuna upp og hitinn hækkaður í 175, enn penslað með hunangi og steikt í 35 mínútur í viðbót,, allt í allt ein klst,, en fer eftir stærð andanna að sjálfsögðu,,,  nú er öndin tekin út og látin standa í amk 15 mínútur áður en hún er borin fram,, sósan er gerð þannig að 5 dl af vatni eru settir í ofnskúffuna og skafið vel úr botninum til að ná öllu bragðinu af öndinni,,, sigtað í pott og fitunni fleytt ofanaf,,, soðið niður um 1/3, smakkað til , appelsínusafa  1 dl og Grand Mariner sett útí,, ca 1,5 dl þá er soðið áfram og 120 gr smjör og 1 msk saxaður appelsínubörkur sett útí,,,

Smábóndinn nennti ekki að gera salat, því var þetta einfalt,, önd með frönskum,,

 

Daði,,,

 

Það er óhætt að segja að sumarið er komið , það hef ég staðhæft mörgum sinnum hér í óskhyggju minni en nú hefur ég verið bænheyrður, hér var mígandi blíða í dag og fáir voru hamingjusamari en einmitt baunirnar mínar sem dönsuðu af kæti í allan dag, sólin fer líka vel með hænur og menn, sem leika sér saman,, það er gott að búa á stað þar sem maður finnur fyrir árstíðunum, þá er alltaf eitthvað til að hlakka til,,

 

gleðilegt sumar

Smábóndinn,,,


Lumby Cottage Bútík,,,, opnunarpartý,,,

_MG_4782Það er stórmerkilegur dagur í dag fyrir Lumby Cottage, í dag var formlega gangsett Lumby Cottage boutique hér í Lumby,,, reyndar hefur Lumby nú þegar opnað tvo útsölustaði, þe í Odense og í Kolding, á vinnustöðum Smábóndans,,, en í dag gangsetti Smábóndinn móðurskip útsölustaðanna á sínum hreinu hamingjuafurðum, það var að sjálfsögðu margt um manninn í opnunargillinu eða öll fjölskyldan , það vantaði þó tengdamóðurina sem var farin til höfuðborgarinnar í Leikhús,,, í bútíkinni hyggst Smábóndinn selja afurðir sínar sem vonandi í framtíðinni verða af allslags kvikindum en til að byrja með verða þarna heimsins hamingj_MG_4781usömustu egg, og kannski eitthvað grænmeti úr matjurtagarðinum.  Það hefur einmitt verið matjurtagarðrinn sem Smábóndinn hefur verið að sinna undanfarið, í dag hefur verið steikjandi hiti í Lumby eða um 17 gráður og still veður, tilvalið til að planta út í fyrsta beð Smábóndans, þarna hefur Smábóndinn sett niður Hestabaunir, eða Bóndabaunir, eða Breiðbaunir allt eftir því hvað fólk vill, hér í Lumby heita þetta að sjálfsögðu Bóndabaunir, þetta eru spírur sem Smábóndinn byrjaði með inni fyrir uþb mánuði síðan, og hefur sprettan verið framar vonum, það á ekki að setja þær út fyrr en moldin er orðin stöðug við 10 gráður sem hún er ekki orðin enn, en sökum þess að grösin voru farin að falla, þá ákvað Smábóndinn að taka sénsinn á góðu veðri næstu misserin og planta þeim út, Smábóndinn fékk góða hjálp frá heimasætunni við þetta allt saman, hænurnar sem urðu fyrir fólskulegri árás í síðustu viku hafa verið sameinaðar fjölskyldu sinni eftir nokkra daga dvöl á sjúkrahúsi Smábóndans og hafa það fínt, þær munu eiga góða ævi framundan undir vökulu auga Smábóndans héðan í frá og vonum við að allt fari að falla í ljúfa löð og við eigum ekki von á fleiri heimsóknum sem þessum,,, annars eru hænurnar hamingjusamar og það má sjá að sólin sem skín á bakið á þeim daglangt gerir þeim gott, fær Smábóndann til að hugsa til allra þeirra óhamingju kjúklinga sem aldrei fá að sjá sólina s_MG_4770kína, og aldrei fá að róta eftir ormum og öðrum kvikindum sem er þeim náttúrulegt, það er sorglegt hvernir matarhættir nútímans hafa farið með blessuð dýrin, kjúklingar eru því miður ekki þeir einu sem þurfa að þjást, hér í Danmörku er því miður ein alöflugasta grísarækt í heiminum, Smábóndinn segir því miður því þar er sama fyrirkomulagið, grísirnir fá aldrei að sjá dagsins ljós, né róta í skógarbotninum eftir æti, en þetta er efni í margar umræður, Smábóndinn er hamingjusamur yfir því að hér í Lumby Cottage eru öll dýr hamingjusöm, með sólina á bakinu, rótandi í moldinni, að Smábóndanum meðtöldum,,,

 

kveðja,, _MG_4772


Hræðilegir atburðir gerast í Lumby Cottage,,,,

smábóndinn með sjúklinginn í fanginuÞað hefur verið Smábóndanum sérstakt takmark að hafa öll sín húsdýr eins frjáls og hægt er , og leyfa þeim að vera eins nálægt sínu náttúrulega umhverfi og best gerist.  Það hefur sínar dökku hliðar eins og sannast hefur á andabúskap Smábóndans, þar hafa afföllin verið 4/5 og aðeins ein Önd situr á tjörninni daglangt.  Smábóndinn hefur þó hingað til farið samviskusamlega út öll kvöld til að loka og læsa hænsnakofanum til að forðast Refi og aðra óværu, Smábóndinn leggur það meira að segja á sig að fara og míga útum allt í kring til að merkja sér svæði og hef fengið mikla hjálp frá Miles Davies hænsnahundi í þeim efnum,, ég hef hingað til talið þær vera óhultar þegar dagsljósið skín, en í gær þegar ég sat útí garði kom hlaupandi fyrir hornið stór hundur með eina hænuna mína í kjaftinum, Smábóndinn tók undir sig stökk á eftir óargadýrinu og sleppti hann þá hænunni sem hljóp í burtu löskuð, hundurinn var horfinn og Smábóndinn færði alla sína athygli á sjúklinginn og fórnarlamb þessa óþarfa ofbeldis.  Það var í snarhasti sett upp sjúkrabúr með góðum mat og góðum friði frá Halldóri Laxness og hinum hænunum. það var því mikill léttir þegar þessi hæna var enn á lífi í morgun, um miðjan dag í dag sleppti ég henni út til hinna og hún virðist ætla að braggast.  Í öðrum fréttum þá var hænsnakofinn þrifinn hátt og lágt í gær og nýtt hey sett undir þær og því gamla ekið niður í matjurtagarð þar sem það mun næra grænmetið mitt í sumar.  Það hefur líka verið mikil ofgnótt af eggjum hér undanfarið þar sem ca 14 ný bætast við á hverjum degi og því hef ég farið með þau í vinnuna þar sem þau gleðja samstarfsfólkið mitt, auk þess hef ég dregið fram hverja eggjauppskriftina á fætur annarri og hér er egg nánast í hvert mál.

læt fylgja hér einfalda uppskrift að hinni mjög svo spænsku omelettu eða,, La Tortilla Española með smá Lumby Cottage tilbreytingu

 

  • 6-7 soðnar kartöflur
  • 1 stór laukur
  • 2 rif hvítlaukur
  • 5-6 Lumby cottage free range egg
  • Smá olía á pönnuna
  • Salt og pipar
  • Beikon
  • Ostur yfir allt saman
  • og ég bætti líka í bökuðum baunum

Smábóndinn steikir í olíunni beikonið og laukinn og hvítlaukinn, setur bökuðu baunirnar yfir og salt og pipar í þetta allt saman, svo hræri ég eggin saman og set á pönnuna, steiki á heitri pönnunni í ca 10 mínútur og set þá ostinn yfir og undir grillið þar til osturinn er orðinn brúnn og grillaður,, alger snilld,, mér finnst reyndar betra að láta þetta kólna og borða með góðu rauðvíni,,,

 

Kveðja


Lumby Cottage matjurtagarðurinn,,,,

VorboðinnÞað er loksins komið vor í Lumby Cottage, ég fullyrði það að þessu sinni,, þó svo að enn sé ekki kominn vorhiti hér þá er komin lykt í loftið sem lýgur ekki, það er komið vor, allstaðar má sjá merki þess að náttúran er að taka við sér, og þá sérstaklega litlu gulu blómin sem spretta um alla lóðina en verða farin áður en mánuðurinn er búinn,, þetta eru vorboðarnir hér í Lumby Cottage og nú eru hænurnar mínar loksins búnar að finna hamingjuna á ný eftir að unghönunum fjórum var slátrað í febrúar og eru farnar að færa mér hamingjuegg, 8 stykki á dag og er heimilisfólkið að drukkna í eggjum og þarf að finna nýjan og nýjan gómsætan eggjarétt daglega, annars hefur Smábóndinn náð að drýgja tekjurnar aðeins með eggjasölu og má segja að slegist sé um eggin í vinnunni, hænurnar eru svo sannarlega Free Range þar að auki, því það fyrsta sem ég geri hvern morgun er að sleppa þeim út og það er án girðingar svo þær mega fara þangað sem þær vilja, þær velja að vera sem mest á skógarbotninum sem umlykur part af húsinu og á mörkum lóðarinnar og það er stórkostlegt að sjá þær inná milli hænurnartrjánna í sínu náttúrulega umhverfi,  það veldur reyndar Smábóndanum örlitlum áhyggjum hvað þær dvelja mikið inná nágrannalöndunum þar sem þær róta og leyta að skordýrum til að éta, það hefur þó enginn komið og kvartað enn, og það síðasta sem Smábóndinn gerir áður en hann leggst sjálfur á koddann á kvöldin er að loka kofanum þeirra svo þær sofi rólegar og lausar við herra Ref. 

 En það er partur af vorverkunum hjá öllum góðum smábændum að laga til í matjurtagarðinum, síðasta ár var skemmtilegt í garðinum en reynsluleysi Smábóndans gerði honum erfitt fyrir vegna illgresis og endalausrar baráttu við sniglana, mér tókst þó að fá frábæra baunauppskeru sem og púrrulauk, en það var ekki mikið meira en það, að þessu sinni er stefnan sett á Zuccini, chili, tómata, baunir, kryddjurtir, gsáninginulrætur, púrru og fleira sem mér dettur í hug síðar, Smábóndinn hefur því verið útí garði þessa helgina og snúið beðunum við, bætt á þau mold og hænsnaskít, hellulagt og setti svo yfir jarðvegsdúk sem á að drepa allt illgresi sem gæti komið,  auk þess hefur Smábóndinn og Frú Smábóndi verið dugleg við að sá í potta til að setja út þegar hitinn verður aðeins meiri, nú þegar er búið að sá Zuccini, chili, tómötum, baunum, oregano, persilju, kóríander, timjan og fleira, þetta fær nú smá forskot á vorið sem er að koma og þegar hitinn verður kominn yfir 10 gráður á hverjum degi, fer þetta út í beðin,  Það er líka draumur að í sumar eignist ég gróðurhús, en við verðum að bíða og sjá hver fjárhagurinn verður.  Annars bíður Smábóndans skemmtilegt sumar, nóg af grænmeti, ég fæ tækifæri til að búa til Sveskjur, egg allt sumarið og vonandi líta nýjir kjúklingar dagsins ljós svo ég hafi meira af Lumby Cottage Free Range kjúklingi í pottinn seint í haust. 

 

kveðja Smábóndinn


Matarbúr og vínkjallari,,,,

matarbur 001Allir alvöru bændur kunna að safna í sarpinn og búa sig undir vetrarhörkurnar framundan, það má kannski segja að það sé kjarni bændastarfanna og þá sérstaklega smábændastarfanna  þó svo að nú sé vor og framundan sé sumar með ofgnótt matar, þá hefur smábóndinn útbúið sér alvöru matarbúr/vínkjallara sem planið er að fylla í haust af dýrlegum dásemdum kotsins.   Í þessum heilaga hluta hússins hef ég komið upp hillukerfi sem myndi sóma sér vel á hvaða frystitogara sem er, þarna hef ég 200 lítra frystikistu sem smámn saman mun fyllast af afurðum Lumby Cottage og í hillurnar fara afurðir sem hafa langan geymslutíma, sultur og smér, eplacider og sveppir,  ávextir og áfengi, sem og sitt hvað af þurrmat,  það er ekki laust við að Smábóndinn sé farinn að dvelja í búrinu meira en í herbergi barnanna enda sæki ég þangað andlegan innblástur og skipulegg búrið og endurskipulegg síðan.  þarna hafa eggin sitt system, vínið hefur fengið sitt pláss og allt grænmeti er sorterað og á sér hillu, í hillukerfinu. ég hef meira að segja hugsað þetta svo langt að þarna verði sérstakt merkikerfi á hlutunum en bíð með það þar til ég er viss um að ég sé ekki geðveikur.   Það er blautur draumur Smábóndans að einn daginn verði þessi geymsla ekki aðeins full af víni og mat, heldur hangi þarna pylsur Smábóndans af öllum sortum, prosciutto crudo og jafnvel hangikjöt á íslenskan máta, þómatarbur 002 þarf Smábóndinn að byggja sér kaldreykingarofn, og hef ég reyndar augastað á forláta viðartunnu hér úti í porti í nákvæmlega þann bransa.  eða kannski ég smíði reykingarhús ofaná stromp Lumby Cottage eins og gert var í gamla dag, það er jú alltaf kveikt í kamínunni,,, Þegar Smábóndinn hafði komið skipulaginu og koppinn var komið að skreytingunum og í Góða Hirði þeirra Odense búa fann ég þessar góðu myndir af feitum húsdýrum til að vaka yfir krukkunum mínum.  Það er Smábóndanum afar mikilvægt að allt hafi sinn stað og alltaf sé til nóg af öllu, þá veit ég hvar á að ganga að hlutunum og að við verðum ekki svöng, það hefur hins vegar reynst öðru heimilisfólki erfitt að virða reglurnar um matarbúrið og Smábóndinn hefur þurft að fara margar fíluferðirnar þegar ekki er gengið almennilega frá.  Það kemur.  Smábóndinn er hrifinn af því að hafa ílátin sem náttúrulegust og sem minnst plast eða gerfiefni, þó svo að það sé nauðsynlegt.  Annars er auðvelt að fara offari í þessu, eins og kaupa of mikið af einhverju sem skemmist bara, það hefur Smábóndinn þegar reynt og lært af, það er viðkvæmt jafnvægi á milli þess að eiga nóg eða of mikið, eins og í lífinu öllu.  Vínið hins vegar er sér kapituli útaf fyrir sig, Smábóndinn hefur ekki enn komið sér upp sérstaklega góðum vínlager, þetta eru mest allt miðlungsflöskur til að hafa á borðum daglega, einhverjar flöskur eru til hátíðarbrigða og eru geymdar sérstaklega.  Þá er Smábóndinn hrifinn af flestu frá Paulliac og St Emilion en Smábóndinn er afar fús til að læra að snobba fyrir vínum og vínlagernum, kannski ég fari jafnvel að bjóða uppá ferðir um vínkjallara Lumby Cottage í framtíðinni. 

Lumby cottage fær vetur aftur....

kaffi í SýslumannshorninuÞað hafa verið góðir undanfarnir dagar í Lumby cottage, Ekki aðeins átti Smábóndinn afmæli þar sem hann fékk heilt sýslumannshorn að gjöf frá ektafrúnni þar sem smábóndinn sinnir bréfaskriftum og bókhaldi kotsins heldur átti Nína Sif líka afmæli sem er enn gleðilegra, það hafa þó verið fáar gleðilegar fréttir úr hænsnahúsin, alla síðustu viku komu aðeins fimm egg frá hænunum sem virðast ekki taka andláti ungsteggjanna eins vel og Smábóndinn hafði óskað, Halldór Laxness hefur þó allur braggast og má sjá á hans atferli að hann er feginn að vera orðinn eini haninn á hólnum, það setti þó strik í reikninginn að hér hefur Febrúar minnt á sig með kulda og snjó svo öll plön Smábóndans um hlýja daga í matjurtagarðinum hafa verið sett á frost í bili, og hænurnar hætta sér ekki út fyrir kofans dyr þrátt fyrir að Smábóndinn reyni að reka þær til þess,,, þess í stað hefur fjölskyldan safnast í ljóða og sýslumannshornið og beðið eftir að vori á ný.  Eins og lög og reglur segja til um þá hreinsaði Smábóndinn hænsnahúsið í dag og bætti á heyjið og gerði allt skaplegra til að verpa eggjum, ég átti góðar samræður við hópinn og gerði þeim ljóst að ef ekkert færi að breytast í letilegu varpi þeirra gæti vel verið að fleiri þyrftu að fara sömu leið og unghanarnir góðu, því eitthvað verður heimilisfólkið að hafa að borða, það er óvíst hvort þær hafi skilið Smábóndann eða frústrasjón hans en nú hafa þær verið varaðar við.  Smábóndinn smíðaði þar að auki með góðri hjálp Jónasar vinnumanns þrjá nýja kassa undir beð niðri í matjurtargarði og þegar hlánar mun ég hefjast handa við að helluleggja og skipuleggja hvað á að vera hvar.  Smábóndinn hefur líka verið að láta sig dreyma um gróðurhús og aldrei að vita ef næsta launaumslag verður þykkt hvort sá draumur geti ekki orðið að veruleika. Mía mín,, elsku Mía mín,,Það er hverjum góðum bónda nauðsynlegt að fara á mannamót og bera saman bækur sínar um bústörfin og nú um helgina fórum við á Þorrablót Íslendingafélagsins hér í Óðinsvéum og skemmtum okkur vel, það var þó fátt um góða bændur þar, en mikið um gott fólk.  Það er fátt um fína drætti í þessum pistli hvað varðar bóndastörfin eða húsdýrin, vonandi verður farið að vora að viku og þá verður þetta skemmtilegra.....

 

Smábóndinn,,,,


Lumby cottage unghönunum slátrað í dag,,,

 

HöggstokkurinnÞað hafa verið undarlegir hlutir í gangi í hænsnabúinu undanfarið, Smábóndinn hefur af því miklar áhyggjur að hafa verið plataður í viðskiptum,  og að hænurnar stóru og stæðilegu sem Smábóndinn var svo ánægður með áður séu í raun hanar.   eins og ég sagði í síðustu færslu minni var sett á fót rannsóknarnefnd til að úrskurða um kyn og hegðun fuglanna, , ekki hef ég orðið vitni af því að þær verpi, þær eru orðnar mun stærri en hinar hænurnar, og Halldór Laxness haninn minn virðist ekkert of hrifinn af þeim heldur, Þessar fjórar "hænur" hafa verið staðnar að því að slást ótæpilega og gera sér dælt við hinar hænurnar Halldóri Laxness til mikil ama og er hann orðinn þreyttur á þeim,  skömmu eftir að þessar "hænur" bættust í safnið hafa nytin dottið niður og kennir smábóndinn því um að allt of mikil læti séu í kofanum. Smábóndinn gerði að lokumBurkni tekur lappirnar af óformlegt fjarðrapróf til að skoða lögun fjaðranna og komst að því að hanar hafa mun oddmjórri fjaðrir en hænur, því hefur rannsóknarnefndin úrskurðað að þeim verði slátrað.  Það kemur sér líka sérstaklega vel fyrir matarbúri Smábóndans að bæta við kjöti, því hér hafa verið góðir gestir sem eru dýrir á fóðrum og því sérstakt gleðiefni að geta boðið þeim uppá kjúkling af kotinu,,,  Smábóndanum finnst ekki mikið mál að slátra dýri, svo lengi sem ég get verið viss um að dýrið hafi lifað góðu lífi og séu heilbrigð.  Þessi hanar hafa amk eftir að þeir komu á Lumby cottage lifað í lystisemdum og notið náttúrunnar, en í þröngum efnahag Smábóndans er ekkert pláss fyrir farþega og allir verða að leggja sitt af mörkum.  Smábóndinn var svo heppinn að eiga afmæli í gær og þar komu góðir gestir þrátt fyrir veikindi og almenn slen heimilisfólksins, fékk Smábóndinn því góða hjálp við slátrunina.  Unghönunum var smalað saman og slátrað á sársaukalausan og skjótan hátt.  Smábóndinn ákvað að höggva þá en ekki skera því mér finnst mikilvægt að taka mænuna í sundur svo kvikindið sé strax aflífað, en ekki látið blæða úr.   Það var taugaþrungin stund að komast að því hvort rannsóknarnefndin hafi rétt fyrir sér, það var því ákveðinn léttir að finna eistun í þeim og vita að kannski er maturbest að fylgja tilfinningum sínum. Aðalslátrarinn hann Burkni fór síðan heim til sín og fékk greitt í skrokki af Free range Lumby cottage kjúklingi.   Smábóndinn var í smá efa um hvernig ætti að elda kvikindin og ákvað að prófa þá á franska vísu sem ég hef talað um hér áður og nýverið, ég úrbeinaði hann, steikti leggina og brjóstið í salti og pipar, svo fór beikon, laukur, kartöflur, hvítlaukur, chili, lárviðarlauf, sveppir, ein matskeið af andafitu og einn lítill bjór í pottinn, þetta er síðan soðið á kamínunni í þrjá tíma þar til allt er orðið vel mallað,,, með þessu mátti ekki vera minna en St Emilion 2007 vín sem ég hef verið að geyma, það er alveg sérstök tilfinning í brjósti Smábóndans því þetta er í fyrsta skipti sem hann slátrar einu af dýrunum sínum,

 

 


Næsti kafli í sögunni,, Hænurnar verða Free Range.....

Leikvöllurinn og hænurnarÞað er komið vor í Lumby Cottage, Snjórinn er farinn loksins og búið að vera ca 10 stiga hiti undanfarið, það er líka komið vor í Smábóndann og í dag var komið að því að hleypa hænunum út, þær hafa svosem haft það gott í vetur, hænsnahúsið hefur verið þrifið aðra hverja helgi, hænsnaskíturinn fer að sjálfsögðu í matjurtagarðinn og þær hafa haft greinar og tré til að klifra í, Þær hafa líka verðlaunað Smábóndann með eggjum síðan þær komu hingað, nytin hafa reyndar dottið eitthvað niður, en ég kenni kulda og reynsluleysi Smábóndans um, það getur ekki verið þeim að kenna að minnsta kosti.  Smábóndinn vaknaði því snemma í dag og hófst handa, ég dró meira af greinum fram úr erminni og byggði handa þeim það sem aðeins mætti kalla leikvöll rétt fyrir utan heimilið þeirra, þar geta þær rótað eftir pöddum og baðað sig í moldinni eins og sést á myndbandinu, en þær láta það ekki aðeins duga heldur hafa þær skógargólf til að róta í líka, og haninn lætur í sér heyra ef þær fara of langt frá honum.  Það mátti merkja á þeim gleði við að fá smá frelsi frá heimilinu, það hafa allir gaman að því að komast út, Hænur eru jú einu sinni komnar af Hænur á skógargólfinuvilltum hænum frá Asíu þar sem það er í eðli þeirra að búa á skógarbotni,  Þegar Smábóndinn hafði dáðst að þeim dálitla stund fór hann að renna í grun að hann hafði verið gabbaður í viðskiptum þegar hann sótti síðasta skammt af hænum.  Því tvær stórar og stæðilegar "hænur" virðast óvenjulega óvissar um kynhlutverk sitt, og Haninn minn virðist líka vera sérstaklega óvæginn við að halda þeim í skefjum,  ég hef því ákveðið að setja á legg rannsóknarnefnd sem á að taka ákvörðun um þetta vandamál í vikunni, ef rétt reynist má búast við sérstaklega safaríkum Free Range kjúklingi fyrir heimilisfólkið fljótlega.  Þegar ég var búinn að þessu hófst ég handa við að þrífa hjá þeim og bæta á heyjið, nú hafa þær fengið vorhreingerningu og geta farið út þegar þeim hentar, ég vona að þeim líki þetta, og ég fari að fá upp undir 15 fersk Free Range egg á degi hverjum, ekki aðeins fyrir magann minn,, heldur fyrir ansi þunnt veski Smábóndans. Matjurtagarðurinn hefur líka verið í huga mér undanfarið, ég vil nefnilega koma í veg fyrir að illgresi taki völdin af mér eins og síðasta sumar, ég fór því í garðinn í dag og byrjaði að róta til í honum og hef komist að því að ég þarf að kaupa svarta jarðvegsdúka ef vel á að fara, það er takmark Smábóndans að uppskera sumarsins verði betur lukkuð en síðasta sumars, ég plana að vera með baunir, kartöflur, næpur, gulrætur, kál, lauka, eggaldin, chili, tómata, blaðlauk, zuccini og fleira,, ég ræð mér varla af kæti.  Það er næst á dagskrá.

 

Kveðja Smábóndinn í Lumby Cottage


Enn bætist í hænsnasafnið, og Lumby cottage framleiðslan fer á markað,, loksins,,,

Það hefur verið spenningur í Smábóndanum í dag,, Roosterinná föstudaginn keypti ég mér þrjár hænur til viðbótar, tvær sem eru blendingjar af Wyendot og landnámshænu og eina cornish svarta hænu sem er loðin á fótunum, allar eru þær afskaplega fallegar og góðar,,fyrir er ég með fimm brúnar Lohmann hænur,  en það var ekki allt heldur keypti ég Hana handa þeim og ekki af verri endanum, heldur rauður New Hampshire, hann er líklega fallegasta skepna sem smábóndinn hefur séð, enda hef ég verið að dáðst að honum í allan dag, hann er greinilega mikill karakter og setti sig strax á stall gagnvart hænunum, þar sem átti heima áður var annar eldri hani sem var ekki góður við hann og því er hann frekar lítill í sér, en nú þegar hann hefur fengið konungstign í Lumby Cottage ætti honum að vaxa ásmegin og fara líða betur.   Hann þarf amk ekki að óttast smábóndann því ég er algerlega fallinn fyrir honum og geri honum ekki mein svo lengi sem hann lifir.  Í tilefni þess að nýjir meðlimir voru að bætast í fjölskylduna okkar þá þrifum við Jónas lumby_cottage.jpgvinnumaður heimili þeirra og breyttum um innréttingar að vissu leyti, hingað til hefur allt gólfið þeirra verið þakið hálmi til að gera þetta sem náttúrulegast en í dag þá skipti ég gólfinu upp í helming sem vissulega er enn þakinn hálmi til að sofa og kúra í, en hinn helmingurinn er þakinn skeljasandi til að róta í, þær borða hann líka því þær þurfa að hafa steina í sarpinum, auk þess fá þær mikilvægt kalk úr sandinum sem er nauðsynlegt til að skurnin sé góð.  Við Jónas vinnumaður ræddum það svo að finna maurabú til að koma fyrir á heimili þeirra þar til vorar og þær geta farið út.   Það er lika mikið að gerast í framleiðslunni, við fáum eins og áður hefur komið fram ca 4 egg á dag og mun fjölga þegar nýju hænurnar fara að verpa sem er fyrst e ca mánuð, og eitthvað verður maður að gera við eggin og því hef ég á lúmskan máta komið því að samstarfsfólki mínu að kannski þau ættu að prófafyrsta sendingin eggin mín, því danir borða jú mikið af eggjum og hafa nú þegar tveir vinnufélagar gengist í áskrift uppá 6 egg á viku hvor, það gera 12 egg á viku eða 48 egg á mánuði.  Þetta þýðir að ég verð að ráðast í gerð vörumerkis og hef ákveðið að nota mynd af kotinu mínu á límmiða og mun fylgja aBætist í safnið,,, 012llri minni framleiðslu í framtíðinni.  Hér til hliðar fylgir síðan mynd af fyrstu sendingu kotsins,,, Það var svo í dag sem Jónas vinnumaður hringdi í mig í vinnuna þess fullviss að kynæsandi burðir hanans hafi haft svo mikil áhrif á Öndina að hún hafi farið að verpa líka, um þetta spunnust líflegar umræður við kvöldmatarborðið og var ekki útkljáð þar, því legg ég það í dóm þeirra sem nenna að lesa þetta.  Þegar við komum heim úr vinnu og leikskóla fóru ég og stelpurnar að gefa hænunum og það er gaman að fylgjast með þeim, þær sýna þessu mikinn áhuga og eru duglega að hjálpa til, Mía er franskurreyndar ekki alveg búin að samþykkja þær og heldur sig fyrir aftan mig mest allan tímann en Nína er alls óhrædd við þær og segir í sífellu lúúúú  lúúúú sem útleggst gaggalagúú á íslensku.  Eftir alla þessa kjúklingaumræðu undanfarna daga ákvað ég að hafa gamla franska kjúklingamáltíð handa fjölskyldunni og ég hef ekki fengið smokey baconbetri kjúkling í langan tíma, hún er svona.  Heill kjúklingur er saltaður og pipraður að innan, svo er hann steiktur í stórum potti í smjöri við miðlungshita, það ætti að taka ca 15 mínútur að brúna hann, þegar fimm mínútur eru liðnar bæti ég niðurbituðum kartöflum og reyktu beikoni (ég bý svo vel að eiga stórt beikonstykki og ræð stærðinni á sneiðunum mínum) hvítlauk, grænum baunum og næpum í pottinn og set í ofninn í einn og hálfan tíma við 180 gráður.  snilld. 

 

Daði


Fyrsta árið mitt sem smábóndi,,,

eggÞað er við hæfi um áramót að líta yfir farinn veg og sjá hvað maður hefur áorkað á árinu,,, í lífi smábóndans hefur heilmikið gerst, það var í rauninni auðveld ákvörðun fyrir mig að kveðja Reykjavík og Ísland í Janúar,, ég fékk mjög góða vinnu hér ytra og bauðst húsnæði sem var eins og draumur fyrir mig,, hér gæti ég látið drauminn rætast um að verða smábóndi ég ætlaði mér stóra hluti í garðyrkju og dýrahaldi,,  húsið hér er dæmigerður danskur herragarður, elsti hlutinn frá 1600 og eitthvað og byggt í kassa þannig að við höfum stórt lokað port, auk þess höfum við stóran garð og tjörn,, við erum útí sveit en samt nálægt Óðinsvéum,,, við fluttum að sjálfsögðu um hávetur og því lítið að gera fyrir smábóndann sem ekki varportið með nein dýr til að sinna og engan garð heldur, en þegar voraði kom hugur í mig,,,,ég byrjaði á því að plægja allan matjurtagarðinn og byggja beð og helluleggja,, ég er mjög þráhyggjufullur um að allt sé í miklu skipulagi,,, ég gerði ekki ráð fyrir hve öflugur gróandi er hér í öllu og þá sérstaklega í illgresinu,,, hér er allskonar drasl sem maður þekkir ekki að heiman og erfitt að ráða við það,, ég sáði kartöflum og næpum,,, gulrótum og rauðlauk, þrenns konar baunategundum, sellerí,, hvítkál, rauðkál og eitthvað fleira,,,,fátt af þessu lifði, því það var of mikil vinna að halda þessu í horfinu fyrir mig,, ég gerði þau mistök að setja ekki svartan jarðvegsdúk yfir til aðhalda illgresinu niðri,ég náði þó frábærri baunauppskeru og laukarnir voru flottir,, ég fékk engar kartöflur né næpur,,, ég lærði mikið af þessu og fyrir sumarið sem er að koma næst ætla ég matjurtagarðurekki að láta illgresið vinna,, planið er að byggja amk 10 beð í viðbót og byggja gróðurhús og klára matjurtagarðinn alveg,,,,  ég barðist líka riphatrammlega við sniglana um baunirnar mínar og vann,,  þeir enduðu ævi sína í áfengiscoma eftir að hafa fallið í bjórgildrunar mínar, eftir langan og erfiðan vetur fengum við ss frábært og heitt sumar með 30 stiga hita dag eftir dag,,,dýrahald gekk svona upp og ofan, ég eignaðist fyrsta Lumby cottage stofninn þegar ég keypti mér fimm endur sem áttu að hafa þann starfa að framleiða fyrir mig kjöt,, ljúffengt andakjöt sem hægt væri að confita og fleira,,ég sá fyrir mér paté og confit, andabringur og fleira,,,  Jonny steggurinn minn Allskonar myndir frá Lumbygade 310drapst á hálfu sumri og náði aðeins að vera rómantískur með einni af öndunum, ég fékk þrjá unga frá henni,, en sökum reynsluleysis sem bóndi þá náði refurinn þeim öllum,, ein öndin framdi sjálfsmorð þegar Jonny dó,, líklega af sorg,, og nú nýlega klippti ég vængina á þeim þrem sem eftir voru og þá náði rebbi tveimur í viðbót,,,og nú er aðeins ein önd eftir en einhversstaðar í nágrenninu er mjög hamingjusamur refur,, planið er að kaupa stegg og tvær kerlingar í viðbót og reyna aftur,, reynslunni ríkari,, nú rétt fyrir jól keypti ég svo fimm hænur sem eru að standa sig frábærlega,, og langar mig til að fjölga þeim fljótlega,, mig dreymir síðan um svínarækt í framtíðinni en það kemur,, fyrst þarf ég að kaupa pleisið,,,, kannski verður árið sem er að byrja árið sem ég verð svínabóndi,,,

 

gleðilegt nýtt ár,, vonandi verður það jafn frábært og það sem kvaddi,,

Daði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband