Endurnar, Rebekka og Kristjanía
27.3.2010 | 13:51
Það er komin vika síðan að það fjölgaði um fimm hérna,, ég hef varla talað um annað í vinnunni og á fimmtudaginn kom Constantin sem er þýskur tannlæknir sem ég vinn með svona um tvö leitið inná aðgerðarstofuna hjá mér og spurði hvað væri í gangi, það hefði ekki heyrst neinar " duck related storys today" Ég set þær út á morgna áður en ég ver að vinna og það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að fara niður að tjörn og verja með þeim smá tíma, má segja að konan mín og börn setji dálítið á hakanum. Ég stend líka bjargfastur í þeirri trú að ef ég tala við þær nógu mikið eigi þær eftir að sætta sig við mig sem nýja leiðtogann þeirra, ég reyni því að tala við þær eins mikið og ég get, og alltaf á íslensku. Johnny og kerlingarnar hans fjórar eru búnar að koma sér vel fyrir á tjörninni,,, þær hafa ekki valdið mér miklum vonbrigðum,, ég hafði bundið vonir við það að þær yrðu eins og hugur minn, það er partur af því að hafa þetta free range að setja ekki neinar girðingar fyrir þær, þær eiga bara að hafa vit á að fara ekki neitt,, en þær hafa ekki enn náð að sanna sig sem heiðursendur því þær hafa stungið af tvisvar, ég hef því sótt þær annarsvegar útá tún nágranna míns og í morgun yfir veginn. Það var þó bara Johnny og freka öndin Herborg sem fóru yfir vegin, og það mátti augljóslega sjá að þær skömmuðust sín þegar ég sótti þau. Annars eru þær duglegar þær borða snigla og skordýr í garðinum og niðri við tjörn og á nóttunni koma þær inn í húsið sitt og borða korn, ég held að þær eigi frábært líf. Nú bíð ég hinsvegar spenntur eftir fyrsta egginu því það vantar ekki uppá rómantíkina hjá Johnny, hann eltist við þær um alla tjörn og sér til þess að engin verði útundan í hjónalífinu. Það eru líka villtar stokkendur hér á tjörninni sem ekki eru hrifnar af samvistunum við Johnny og frillurnar, en ég vona að með tímanum sjái þær að nýju nágrannarnir eru ekki svo slæmir,,
Í gær sóttum við Rebekku á Kastrup, Við ætluðum að taka daginn snemma og vera allan daginn í Köben en ég þurfti síðan að fara og vinna í Horsens með eina aðgerð svo við komumst ekki af stað fyrr en eftir hádegi, við Kamilla og Mía fórum en restin var eftir heima. við fórum beina leið í Kristjaníu, því þangað hafði Kamilla aldrei komið, það var gaman að sjá að Kristjanía er svolítið að ná sínu gamla formi, Pusher street var fullt af hass og gras sölum og skakkir unglingar og aldraðir útum allt, og fullt fullt af fólki, lélegir tónlistarmenn og skransalar kórónuðu svo góðan göngutúr í fríríkinu. hlakka til að koma þangað aftur þegar er hlýrra,, annars er sumarið komið, búið að vera 15 stiga hiti dag eftir dag,
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 14.5.2010 kl. 18:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.